Fótbolti

Liðsfélagi Gylfa varð sér til skammar

Anton Ingi Leifsson skrifar
Oumar Niasse hefur ekki leikið margar mínútur með Everton en hefur verið duglegur að koma sér í fréttirnar utan vallar.
Oumar Niasse hefur ekki leikið margar mínútur með Everton en hefur verið duglegur að koma sér í fréttirnar utan vallar. vísir/getty

Oumar Niasse, framherji Gylfa Sigurðssonar hjá Everton, varð sér til skammar í gærkvöldi er hann fór út að rúnta með félögum sínum en íbúar í Englandi hafa verið beðnir um að halda sig heima vegna kórónuveirunnar.

Þessi 29 ára gamli framherji, sem hefur alls ekki verið í náðinni hjá Everton á undanförnum mánuðum, var gripinn af leynilöggum í Withington í Manchester í gærkvöldi þar sem hann keyrði um með félögum sínna án bílbelta.

„Þú ert ekki í lagi. Skammarlegt. Sem leikmaður í ensku úrvalsdeildinni ertu að setja líf í hættu. Hvað ertu að gera? Þetta er vandræðalegt,“ eiga löggurnar að hafa sagt við framherjann sem vissi ekki sitt rjúkandi ráð.

Niasse er með 55 þúsund pund í vikulaun hjá Everton en hann gekk í raðir félagsins árið 2016. Hann hefur einungis leikið 31 leik hjá félaginu og verið lánaður til meðal annars Hull City og Cardiff síðustu tvær leiktíðir.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.