Erlent

Aldrei fleiri dáið á einum degi á Ítalíu

Samúel Karl Ólason skrifar
Yfiröld tilkynntu í dag að 919 hafi dáið vegna Covid-19.
Yfiröld tilkynntu í dag að 919 hafi dáið vegna Covid-19. AP/Claudio Furlan

Fjöldi látinna vegna Covid-19 hefur aldrei verið hærri á einum degi á Ítalíu og í dag. Yfirvöld tilkynntu í dag að 919 hafi dáið vegna Covid-19, sjúkdómsins sem nýja kórónuveiran veldur, á undanförnum sólarhring. Í heildina hafa nú 9.134 dáið vegna faraldursins og hvergi fleiri en á Ítalíu.

Samkvæmt ANSA fréttaveitunni hafa 10.950 Ítalir náð sér af veirunni.

Fyrr í dag sagði Silvio Brusaferro, yfirmaður heilbrigðisstofnunar Ítalíu, að fjöldi smitaðra hefði ekki náð hámarki þar í landi. Hins vegar væru ummerki um að draga væri úr hraða dreifingar veirunnar.

Hann ítrekaði að Ítalir þurfi að fara eftir þeim viðmiðum sem yfirvöld hafa sett en landinu hefur svo gott sem verið lokað. Til stóð að útgöngubannið rynni út þann 3. apríl. Samkvæmt frétt Reuters er líklegt að útgöngubannið á Ítalíu verði framlengt um óskilgreindan tíma.


Tengdar fréttir

Fjöldi látinna á Spáni hækkar mjög

Fjöldi látinna á Spáni vegna Covid-19, sjúkdómsins sem nýja kórónuveiran veldur, hækkaði um 738 á síðasta sólarhring og er nú í heildina 3.434.

Hvergi fleiri látist vegna veirunnar en á Ítalíu

Um 320 þúsund manns hafa nú greinst með kórónuveiruna um allan heim en hún breiðist hratt út. Stjórnvöld hafa víða hert aðgerðir til að reyna að hefta útbreiðslu veirunnar. Hvergi hafa fleiri látist af völdum veirunnar en á Ítalíu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.