Innlent

58 föngum veitt reynslu­lausn eftir helming refsi­tímans

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
58 föngum, þar af 47 erlendum ríkisborgurum og ellefu Íslendingum, hefur verið veitt reynslulausn eftir helming refsitímans.
58 föngum, þar af 47 erlendum ríkisborgurum og ellefu Íslendingum, hefur verið veitt reynslulausn eftir helming refsitímans. Vísir/Vilhelm

Alls hefur 58 föngum verið veitt reynslulausn eftir helming refsitímans, þar af 47 erlendir ríkisborgarar og ellefu Íslendingar. Þetta kemur fram í svari Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra, við fyrirspurn Helga Hrafns Gunnarssonar, þingmanns Pírata, um reynslulausn fanga.

Heimilt er að veita fanga lausn til reynslu þegar helmingur refsitímans er liðinn, þrátt fyrir að hann afpláni refsingu fyrir alvarlegt eða að öðru leyti gróft afbrot, ef mjög sérstakar persónulegar ástæður mæla með því og framkoma og hefðun fangans í refsivistinni hefur verið með ágætum. Þá gildir það sama ef ákvörðun Útlendingastofnunar um að vísa fanga af landi brott að afplánun lokinni liggur fyrir.

Á þeim grundvelli hefur 47 föngum með erlent ríkisfang verið vísað úr landi eftir að þeir hafa hlotið reynslulausn eftir að hafa setið helming refsitímans inni.

Þá kemur fram í svarinu að hafi fangi tvívegis eða oftar afplánað fangelsisrefsingu verði honum ekki veitt reynslulausn þegar helmingur refsitímans sé liðinn nema sérstakar ástæður mæli til þess. Þó hefur Fangelsismálastofnun ríkisins haft þá viðmiðunarreglu að séu þrjú ár eða lengri tími liðinn frá síðustu afplánun og hegðun fanga með ágætum geti hann fengið reynslulausn eftir helming refsitímans. Einnig er tekið fram að hvert mál sé skoðað sjálfstætt.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×