Innlent

Fangelsismálastofnun ríkisins hefur virkjað neyðarstig viðbragðsáætlunar fangelsanna

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Neyðarstigi viðbragðsáætlunar fangelsanna hefur verið lýst yfir. 
Neyðarstigi viðbragðsáætlunar fangelsanna hefur verið lýst yfir.  vísir/Vilhelm

Neyðarstig viðbragðsáætlunar fangelsanna hefur verið virkjuð vegna neyðarstigs sem Almannavarnir lýstu yfir vegna kórónuveirunnar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Fangelsismálastofnun ríkisins.

Gripið verður til róttækra aðgerða í fangelsunum og verða þær afar íþyngjandi fyrir alla hluteigandi segir í tilkynningunni. Þessar aðgerðir eru þó taldar nauðsynlegar og til þess gerðar til að tryggja öruggan rekstur fangelsanna.

Allar heimsóknir til fanga verðar felldar niður að svo stöddu, það verður þó endurskoðað daglega. Þar að auki verða allar gestakomur stöðvaðar, sama hvort það séu AA menn, sponsorar, skemmtikraftar eða einstaklingar sem halda námskeið.

Dagsleyfi og skammtímaleyfi verða ekki gefin út að svo stöddu og verða fangar ekki fluttir á milli fangelsa nema í ítrustu neyð.

Yfirstjórn Fangelsismálastofnunar mun endurskoða aðgerðir daglega og meta hvort tilefni sé til að grípa til frekari aðgerða. Afstaða, félag fanga, fundar einnig daglega með Fangelsismálastofnun og er sambandið þar á milli stöðugt.

Afstaða birti tilkynningu um aðgerðaráætlunina á Facebook-síðu sinni í gær og biðlar til allra að taka fréttum af yfirvegun og ró. „Fyrst og fremst þurfa allir að hugsa um hreinlæti og fylgja fyrirmælum sóttvarnarlæknis.“

„Afstaða hvetur til þess að allir sýni þolinmæði á þessum mjög krefjandi tímum í fangelsum landsins. Öllum til heilla.“


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×