Föngum sleppt út fyrr vegna kórónuveirunnar Jakob Bjarnar skrifar 10. mars 2020 13:31 Fangelsið á Hólmsheiði. Í fyrsta kastinu hefur verið gripið til þess að sleppa milli tíu og tuttugu föngum lausum fyrr en til stóð vegna kórónuveirunnar. visir/vilhelm Milli tíu til tuttugu föngum verður sleppt úr afplánun fyrr en til stóð. Þetta er í fyrsta kastinu en gripið hefur verið til þessa vegna kórónuveirunnar og styttist þannig afplánun nokkurra fanga um sem nemur nokkrum mánuðum. Páll Winkel fangelsismálastjóri segir þetta í samræmi við viðbragðsáætlun fangelsisyfirvalda sem snýr að því komi til faraldurs af því tagi sem nú er við að eiga. „Okkar verkefni er að tryggja að fangelsi landsins geti tekið á móti nýjum föngum og gæsluvarðhaldsföngum í neyð. Í því felst að við þurfum að hafa tiltækar deildir fyrir þessa einstaklinga þannig að þeir umgangist ekki aðra fanga í fangelsinu. Vegna þess þurfum við að færa fanga til og í ákveðnum tilvikum að taka sérstaklega ákvarðanir um reynslulausnir og losun tiltekinna fanga, þó þannig að jafnræðis sé gætt innan hópsins,“ segir Páll í samtali við Vísi. Páll Winkel fangelsismálastjóri segir að gripið hafi verið til þessa vegna mjög óvenjulegra aðstæðna sem myndast hafa í samfélaginu.Vísir/Baldur Hann útskýrir að um sé að ræða tiltekinn hóp fanga sem falla undir þessa undanþágu og búið er að ræða við þá sem um ræðir. Þeir uppfylla að öðru leyti skilyrði til þess að fá reynslulausn. „Það eru uppi mjög sérstakar aðstæður og þá gilda allt aðrar reglur. En, megin atriði er að halda uppi lögum og reglu í fangelsunum og það gerum við,“ segir Páll. Samkvæmt heimildum Vísis hefur það lagst misvel í fanga aðgerðir sem gripið hefur verið til vegna kórónuveirunnar, svo sem þær að fangar fá nú ekki lengur dagleyfi og heimsóknir eru ekki leyfðar. Jafnvel svo að óróa hefur gætt. Að sögn Páls hafa fangelsisyfirvöld gert ýmislegt til að mæta þessu. „Svo sem auka aðgengi að síma og fjarfundabúnaði til að gera þeim lífið bærilegra.“ Wuhan-veiran Fangelsismál Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent Bein útsending: Blaðamannafundur vegna Menningarnætur Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Blaðamannafundur vegna Menningarnætur Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Sjá meira
Milli tíu til tuttugu föngum verður sleppt úr afplánun fyrr en til stóð. Þetta er í fyrsta kastinu en gripið hefur verið til þessa vegna kórónuveirunnar og styttist þannig afplánun nokkurra fanga um sem nemur nokkrum mánuðum. Páll Winkel fangelsismálastjóri segir þetta í samræmi við viðbragðsáætlun fangelsisyfirvalda sem snýr að því komi til faraldurs af því tagi sem nú er við að eiga. „Okkar verkefni er að tryggja að fangelsi landsins geti tekið á móti nýjum föngum og gæsluvarðhaldsföngum í neyð. Í því felst að við þurfum að hafa tiltækar deildir fyrir þessa einstaklinga þannig að þeir umgangist ekki aðra fanga í fangelsinu. Vegna þess þurfum við að færa fanga til og í ákveðnum tilvikum að taka sérstaklega ákvarðanir um reynslulausnir og losun tiltekinna fanga, þó þannig að jafnræðis sé gætt innan hópsins,“ segir Páll í samtali við Vísi. Páll Winkel fangelsismálastjóri segir að gripið hafi verið til þessa vegna mjög óvenjulegra aðstæðna sem myndast hafa í samfélaginu.Vísir/Baldur Hann útskýrir að um sé að ræða tiltekinn hóp fanga sem falla undir þessa undanþágu og búið er að ræða við þá sem um ræðir. Þeir uppfylla að öðru leyti skilyrði til þess að fá reynslulausn. „Það eru uppi mjög sérstakar aðstæður og þá gilda allt aðrar reglur. En, megin atriði er að halda uppi lögum og reglu í fangelsunum og það gerum við,“ segir Páll. Samkvæmt heimildum Vísis hefur það lagst misvel í fanga aðgerðir sem gripið hefur verið til vegna kórónuveirunnar, svo sem þær að fangar fá nú ekki lengur dagleyfi og heimsóknir eru ekki leyfðar. Jafnvel svo að óróa hefur gætt. Að sögn Páls hafa fangelsisyfirvöld gert ýmislegt til að mæta þessu. „Svo sem auka aðgengi að síma og fjarfundabúnaði til að gera þeim lífið bærilegra.“
Wuhan-veiran Fangelsismál Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent Bein útsending: Blaðamannafundur vegna Menningarnætur Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Blaðamannafundur vegna Menningarnætur Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Sjá meira