Þrír bestu samherjar Emils hjá félagsliðum hafa allir spilað með stórliðum Anton Ingi Leifsson skrifar 27. mars 2020 10:45 Emil og Luca Toni fagna marki gegn Cesena í ítalska boltanum í aprílmánuði 2015 en þeir náðu einkar vel saman. vísir/getty Emil Hallfreðsson fékk það vandasama verkefni í þættinum Sportinu í kvöld að velja þrjá bestu félaganna úr bæði félagsliðum og landsliðinu. Eiður Smári Guðjohnsen, Birkir Bjarnason og Gylfi Þór Sigurðsson voru bestu samherjarnir í landsliðinu. Emil hefur ekki spilað með neinum aukvissum í gegnum tíðina en lengst af á sínum ferli hefur FH-ingurinn spilað á Ítalíu. Þar hefur hann leikið með mörgum frábærum leikmönnum og fyrsti leikmaðurinn á blað var Rafael Marquez. Marquez og Emil léku saman hjá Hellas Verona tímabilið 2014/2015 en einungis fjórum árum áður hafði Mexíkóinn yfirgefið Barcelona þar sem hann hafði leikið tæplega tvo hundruð leiki fyrir spænska stórveldið. „Þegar hann kom til okkar þá fannst mér það súrealískt. Hann var búinn að vera í Barcelona með tagglið og hrikalega flottur. Að hann væri bara kominn til Hellas Verona,“ sagði Emil. Næstur á blað var Jorginho sem leikur í dag með Chelsea. Jorginho og Emil léku einnig saman hjá Hellas Verona en þaðan fór Jorginho til Napoli og síðar meir til Chelsea. „Hann kom upp hjá Verona þegar ég var þar. Ég er að reyna eigna mér smá í honum. Mér fannst hann hrikalega góður og ég var í góðu sambandi við þjálfarann sem bjó fyrir ofan mig. Hann var oft að kalla mig upp og pæla hvernig hann ætti að spila daginn eftir. Ég sagði einu sinni við hann að hann yrði að spila Jorginho. Settu hann í liðið sem hann gerði og þá var hann örugglega 50 kíló,“ sagði Emil. Síðastur en ekki sístur á blað var Luca Toni. Eins og fyrri tveir leikmennirnir þá var það hjá Hellas Verona sem Emil og Toni spiluðu saman en Luca Toni hefur meðal annars spilað með Bayern Munchen og Juventus á sínum ferli. „Þetta er einn fyndnasti gaur sem ég hef kynnst inn í klefanum. Þetta er algjört „legend“. Hann kom til okkar 37 ára og hann var markahæstur í deildinni 38 ára. Hann sleppti aldrei æfingu, æfði alltaf, var ekkert geðveikt góður á öllum æfingum en svo varð hann bara „beast“ á sunnudögum,“ sagði Emil. Skemmtilegt lag um Luca Toni sem og nánari útskýringu Emils á þessum liðsfélögum má sjá hér að neðan. Klippa: Sportið í kvöld: Emil valdi þrjá bestu liðsfélaganna úr félagsliði Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Ítalski boltinn Sportið í kvöld Mest lesið Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Enski boltinn Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti Fleiri fréttir Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Sjá meira
Emil Hallfreðsson fékk það vandasama verkefni í þættinum Sportinu í kvöld að velja þrjá bestu félaganna úr bæði félagsliðum og landsliðinu. Eiður Smári Guðjohnsen, Birkir Bjarnason og Gylfi Þór Sigurðsson voru bestu samherjarnir í landsliðinu. Emil hefur ekki spilað með neinum aukvissum í gegnum tíðina en lengst af á sínum ferli hefur FH-ingurinn spilað á Ítalíu. Þar hefur hann leikið með mörgum frábærum leikmönnum og fyrsti leikmaðurinn á blað var Rafael Marquez. Marquez og Emil léku saman hjá Hellas Verona tímabilið 2014/2015 en einungis fjórum árum áður hafði Mexíkóinn yfirgefið Barcelona þar sem hann hafði leikið tæplega tvo hundruð leiki fyrir spænska stórveldið. „Þegar hann kom til okkar þá fannst mér það súrealískt. Hann var búinn að vera í Barcelona með tagglið og hrikalega flottur. Að hann væri bara kominn til Hellas Verona,“ sagði Emil. Næstur á blað var Jorginho sem leikur í dag með Chelsea. Jorginho og Emil léku einnig saman hjá Hellas Verona en þaðan fór Jorginho til Napoli og síðar meir til Chelsea. „Hann kom upp hjá Verona þegar ég var þar. Ég er að reyna eigna mér smá í honum. Mér fannst hann hrikalega góður og ég var í góðu sambandi við þjálfarann sem bjó fyrir ofan mig. Hann var oft að kalla mig upp og pæla hvernig hann ætti að spila daginn eftir. Ég sagði einu sinni við hann að hann yrði að spila Jorginho. Settu hann í liðið sem hann gerði og þá var hann örugglega 50 kíló,“ sagði Emil. Síðastur en ekki sístur á blað var Luca Toni. Eins og fyrri tveir leikmennirnir þá var það hjá Hellas Verona sem Emil og Toni spiluðu saman en Luca Toni hefur meðal annars spilað með Bayern Munchen og Juventus á sínum ferli. „Þetta er einn fyndnasti gaur sem ég hef kynnst inn í klefanum. Þetta er algjört „legend“. Hann kom til okkar 37 ára og hann var markahæstur í deildinni 38 ára. Hann sleppti aldrei æfingu, æfði alltaf, var ekkert geðveikt góður á öllum æfingum en svo varð hann bara „beast“ á sunnudögum,“ sagði Emil. Skemmtilegt lag um Luca Toni sem og nánari útskýringu Emils á þessum liðsfélögum má sjá hér að neðan. Klippa: Sportið í kvöld: Emil valdi þrjá bestu liðsfélaganna úr félagsliði Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Ítalski boltinn Sportið í kvöld Mest lesið Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Enski boltinn Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti Fleiri fréttir Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Sjá meira