Fótbolti

Maðurinn sem vann EM með Frakk­land í fyrsta skipti er látinn

Anton Ingi Leifsson skrifar
Hidalgo er látinn.
Hidalgo er látinn. vísir/getty

Michel Hidalgo er látinn 87 ára að aldri. Michel stýrði franska landsliðinu frá 1976 til 1984 og var meðal annars við stjórnvölinn er þeir unnu sinn fyrsta stóra titil, Evrópumótið 1984.

Ekkert lið hefur skorað fleiri mörk á einu EM eins og Frakkarnir gerðu þá en þeir skoruðu fjórtán mörk í leikjunum fimm í átt að titilinum. Þeir unnu 2-0 sigur á Spánverjum í úrslitaleiknum með mörkum Michel Platini og Bruno Bellone.

Hidalgo var áður aðstoðarþjálfari franska landsliðsins áður en hann tók við liðinu frá 1976 til 1984 eins og áður segir. Síðar varð hann tæknilegur ráðgjafi Frakka næstu fjögur árin eftir að hafa hætt sem þjálfari liðsins.

Eftir verkefni sín með franska landsliðinu varð hann yfirmaður knattspyrnumála hjá Marseille frá 1986 til 1991 en það var hans síðasta starf í fótboltanum.

Á knattspyrnuferli sínum lék hann með Le Havre, Reims og Mónakó. Hann á að baki einn landsleik fyrir Frakka.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×