Innlent

Þrjú í öndunarvél vegna veirunnar

Nadine Guðrún Yaghi skrifar
Alls eru fimmtán sjúklingar á Landspítalanum þessa stundina vegna kórónuveirunnar.
Alls eru fimmtán sjúklingar á Landspítalanum þessa stundina vegna kórónuveirunnar. Vísir/Vilhelm

Þrír eru nú í öndunarvél á gjörgæsludeild Landspítals vegna vegna Covid-19 sjúkdómsins sem kórónuveiran veldur. 

Þetta staðfestir Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdóma á Landspítalanum. Fimmtán eru á sjúkrahúsi.

Samkvæmt heimildum fréttastofu er um að ræða tvo karlmenn og eina konu. Öll á sjötugsaldri.

Á upplýsingafundi almannavarna í gær kom fram að tveir væru á gjörgæslu vegna sjúkdómsins og einn í öndunarvél.

737 hér á landi voru smitaðir af kórónuveirunni samkvæmt tölulegum upplýsingum á Covid.is í gær. Von er á uppfærðum tölum um eitt leytið í dag.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×