Fótbolti

Fyrrum forseti Juventus allt annað en sáttur með Ronaldo

Anton Ingi Leifsson skrifar
Cristiano Ronaldo er nú heima í Portúgal.
Cristiano Ronaldo er nú heima í Portúgal. vísir/getty

Giovanni Cobolli Gigli, fyrrum forseti Juventus, er ekki parsáttur með að félagið hafi leyft Cristiano Ronaldo til þess að ferðast til Portúgal en hann ferðaðist til heimalandsins til þess að heimsækja veika móður sína.

Þegar ítalska úrvalsdeildin var sett á ís var Ronaldo fljótur að koma sér aftur til Portúgals. Móður hans hafði glímt við veikindi og fékk hann leyfi til þess að fara til fjölskyldu sinnar, í stað þess að vera í sóttkví á Ítalíu þar sem liðsfélagi Daniele Rugani greindist með veiruna.

Giovanni er þó ekki sáttur með að félagið hafi hleypt honum til Portúgals þar sem nú hafa fleiri leikmenn farið til heimalandsins. Þeir þurfa því að vera aftur í fjórtán daga sóttkví við komuna til Ítalíu.

„Hlutirnir urðu flóknir hjá Juventus þegar Ronaldo fékk leyfi til þess að fara. Ronaldo sagði að hann hafi farið til Portúgals vegna móður sinnar en það birtast bara myndir af honum í sundlauginni. Þegar þessi ákvörðun var tekin, datt þetta allt í sundur og hinir vilja fara. Þeir hefðu allir átt að vera bara í sóttkví,“ sagði hann við Radio Punto Nuovo.

Gonzalo Higuain, Miralem Pjanic, Sami Khedira, Douglas Costa og Rodrigo Bentancur snéru allir heim í síðustu viku.

„Að gagnrýna þá er auðvelt en ég veit ekki afhverju sumir leikmennirnir vildu yfirgefa Ítalíu. Þegar þeir snúa aftur verður erfiðara fyrir þá að komast aftur í form því þeir verða í sóttkví í fjórtán daga.“Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.