Innlent

Kæra leyfi vegna vegar um Teigs­skóg

Atli Ísleifsson skrifar
Veglína yfir Djúpafjörð, milli Gróness og Hallsteinsness, sýnd með einni brú. Núna er ákveðið að þarna verði tvær brýr.
Veglína yfir Djúpafjörð, milli Gróness og Hallsteinsness, sýnd með einni brú. Núna er ákveðið að þarna verði tvær brýr. Vegagerðin

Landvernd hefur kært framkvæmdaleyfi vegna vegar um Teigsskóg til úrskurðanefndar umhverfis- og auðlindamála.

Stjórn samtakanna telur að leyfið, sem sveitastjórn Reykhólahrepps veitti Vegagerðinni vegna veglagningar í Teigsskógi, brjóti í bága bæði við náttúruverndarlög og skipulagslög.

Fyrr í mánuðinum auglýsti Reykhólahreppur formlega framkvæmdaleyfi Vestfjarðavegar milli Bjarkarlundar og Skálaness, með veglínu sem liggur um Teigsskóg. Sveitarstjórn samþykkti umsókn Vegagerðarinnar um leyfið þann 25. febrúar síðastliðinn en setti jafnframt 28 skilyrði, að fenginni umsögnum meðal annars frá Umhverfisstofnun og Náttúrufræðistofnun Íslands.

Í tilkynningu frá Landsvernd segir að samtökin telji að stjórnarskrárákvæði um sjálfstæði sveitarfélaga hafi ekki verið virt.

Því krefst Landvernd stöðvunar framkvæmda og ógildingu framkvæmdaleyfis vegna form- og efnisannmarka.

Ennfremur segir að samtökin telji lagfæringar á vegum í Reykhólahreppi nauðsynlegar. Hins vegar hafi ekki verið sýnt fram á brýna nauðsyn þess að velja Teigsskógarleiðina, umfram aðrar leiðir sem hafa verið metnar.


Tengdar fréttirAthugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.