Framkvæmdaleyfi vegar um Teigsskóg auglýst Kristján Már Unnarsson skrifar 17. mars 2020 08:52 Veglína yfir Djúpafjörð, milli Gróness og Hallsteinsness, sýnd með einni brú. Núna er ákveðið að þarna verði tvær brýr. Grafík/Vegagerðin. Reykhólahreppur hefur formlega auglýst framkvæmdaleyfi Vestfjarðavegar milli Bjarkarlundar og Skálaness, með veglínu sem liggur um hinn umdeilda Teigsskóg. Sveitarstjórn Reykhólahrepps samþykkti umsókn Vegagerðarinnar um leyfið þann 25. febrúar síðastliðinn en setti jafnframt 28 skilyrði, að fenginni umsögnum meðal annars frá Umhverfisstofnun og Náttúrufræðistofnun Íslands. „Með breytingum sem hafa orðið á leið um Teigsskóg og skilmálum sem Reykhólahreppur setur framkvæmdinni telur sveitarstjórn að dregið hafi verið sem kostur er úr neikvæðum umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar. Ávinningur af framkvæmdinni er hins vegar slíkur að hann réttlæti það rask sem verði á umhverfinu. Ávinningur snýr að hagsmunum íbúa sveitarfélagsins og Vestfjarða, með því að bæta verulega samgöngur og auka umferðaröryggi,“ segir í greinargerð með rökstuðningi sveitarfélagsins fyrir veitingu leyfisins.Frá eyðibýlinu Gröf við Þorskafjörð. Ný veglína er núna áformuð við fjallsrætur ofan við sumarhúsið en á fyrri stigum var gert ráð fyrir að vegurinn kæmi fyrir neðan húsið.Mynd/Egill AðalsteinssonSkilyrðin, sem Reykhólahreppur setti, fela meðal annars í sér að tvær brýr verði í þverun Djúpafjarðar og að hæð þeirra sé slík að hún skerði ekki möguleika til þangskurðar í Djúpafirði; endurheimta skuli birkiskóg, með birki, í stað þess sem eyðileggst; nota skuli staðargróður eða grenndargróður við uppgræðslu á framkvæmdasvæði; tryggja skuli við efnistöku að lúpína berist ekki inn á vegsvæðið; áningarstaðir eða útskot á veginum verði staðsett fjarri varpstöðum arna; og efnistöku verður hagað þannig að ekki myndist stöðuvötn eða tjarnir í námubotnum. Í auglýsingunni er vakin athygli á því að ákvörðun sveitarstjórnar um veitingu framkvæmdaleyfis er kæranleg til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Kærufrestur er einn mánuður frá birtingu auglýsingar. Leyfið og fylgigögn má nálgast á heimasíðu Reykhólahrepps. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 frá því í janúar í fyrra þegar meirihluti hreppsnefndar samþykkti að velja Teigsskógarleið: Reykhólahreppur Samgöngur Teigsskógur Umferðaröryggi Umhverfismál Tengdar fréttir Telja hagstæðast og fljótlegast að leggja veginn um Teigsskóg Vegagerðin stendur við fyrri tillögu um að Vestfjarðavegur verði lagður um Teigsskóg. Sérfræðingar hennar telja brú yfir mynni Þorskafjarðar nærri fjórum milljörðum króna dýrari. 16. október 2018 21:00 Vonast til að geta boðið út Teigsskógarleið fyrir árslok Vegamálastjóri vonast til að geta boðið út sjö milljarða króna framkvæmdir við Vestfjarðaveg um Teigsskóg fyrir árslok eftir að hreppsnefnd Reykhólahrepps samþykkti þá veglínu í dag. 22. janúar 2019 20:00 Framkvæmdaleyfi samþykkt fyrir vegagerð um Teigsskóg Þáttaskil urðu síðdegis í sautján ára gömlum deilum um lagningu Vestfjarðavegar um Teigsskóg þegar hreppsnefnd Reykhólahrepps samþykkti að veita Vegagerðinni framkvæmdaleyfi. 25. febrúar 2020 19:29 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Hælisleitendur og börn í auknu mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sjá meira
Reykhólahreppur hefur formlega auglýst framkvæmdaleyfi Vestfjarðavegar milli Bjarkarlundar og Skálaness, með veglínu sem liggur um hinn umdeilda Teigsskóg. Sveitarstjórn Reykhólahrepps samþykkti umsókn Vegagerðarinnar um leyfið þann 25. febrúar síðastliðinn en setti jafnframt 28 skilyrði, að fenginni umsögnum meðal annars frá Umhverfisstofnun og Náttúrufræðistofnun Íslands. „Með breytingum sem hafa orðið á leið um Teigsskóg og skilmálum sem Reykhólahreppur setur framkvæmdinni telur sveitarstjórn að dregið hafi verið sem kostur er úr neikvæðum umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar. Ávinningur af framkvæmdinni er hins vegar slíkur að hann réttlæti það rask sem verði á umhverfinu. Ávinningur snýr að hagsmunum íbúa sveitarfélagsins og Vestfjarða, með því að bæta verulega samgöngur og auka umferðaröryggi,“ segir í greinargerð með rökstuðningi sveitarfélagsins fyrir veitingu leyfisins.Frá eyðibýlinu Gröf við Þorskafjörð. Ný veglína er núna áformuð við fjallsrætur ofan við sumarhúsið en á fyrri stigum var gert ráð fyrir að vegurinn kæmi fyrir neðan húsið.Mynd/Egill AðalsteinssonSkilyrðin, sem Reykhólahreppur setti, fela meðal annars í sér að tvær brýr verði í þverun Djúpafjarðar og að hæð þeirra sé slík að hún skerði ekki möguleika til þangskurðar í Djúpafirði; endurheimta skuli birkiskóg, með birki, í stað þess sem eyðileggst; nota skuli staðargróður eða grenndargróður við uppgræðslu á framkvæmdasvæði; tryggja skuli við efnistöku að lúpína berist ekki inn á vegsvæðið; áningarstaðir eða útskot á veginum verði staðsett fjarri varpstöðum arna; og efnistöku verður hagað þannig að ekki myndist stöðuvötn eða tjarnir í námubotnum. Í auglýsingunni er vakin athygli á því að ákvörðun sveitarstjórnar um veitingu framkvæmdaleyfis er kæranleg til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Kærufrestur er einn mánuður frá birtingu auglýsingar. Leyfið og fylgigögn má nálgast á heimasíðu Reykhólahrepps. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 frá því í janúar í fyrra þegar meirihluti hreppsnefndar samþykkti að velja Teigsskógarleið:
Reykhólahreppur Samgöngur Teigsskógur Umferðaröryggi Umhverfismál Tengdar fréttir Telja hagstæðast og fljótlegast að leggja veginn um Teigsskóg Vegagerðin stendur við fyrri tillögu um að Vestfjarðavegur verði lagður um Teigsskóg. Sérfræðingar hennar telja brú yfir mynni Þorskafjarðar nærri fjórum milljörðum króna dýrari. 16. október 2018 21:00 Vonast til að geta boðið út Teigsskógarleið fyrir árslok Vegamálastjóri vonast til að geta boðið út sjö milljarða króna framkvæmdir við Vestfjarðaveg um Teigsskóg fyrir árslok eftir að hreppsnefnd Reykhólahrepps samþykkti þá veglínu í dag. 22. janúar 2019 20:00 Framkvæmdaleyfi samþykkt fyrir vegagerð um Teigsskóg Þáttaskil urðu síðdegis í sautján ára gömlum deilum um lagningu Vestfjarðavegar um Teigsskóg þegar hreppsnefnd Reykhólahrepps samþykkti að veita Vegagerðinni framkvæmdaleyfi. 25. febrúar 2020 19:29 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Hælisleitendur og börn í auknu mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sjá meira
Telja hagstæðast og fljótlegast að leggja veginn um Teigsskóg Vegagerðin stendur við fyrri tillögu um að Vestfjarðavegur verði lagður um Teigsskóg. Sérfræðingar hennar telja brú yfir mynni Þorskafjarðar nærri fjórum milljörðum króna dýrari. 16. október 2018 21:00
Vonast til að geta boðið út Teigsskógarleið fyrir árslok Vegamálastjóri vonast til að geta boðið út sjö milljarða króna framkvæmdir við Vestfjarðaveg um Teigsskóg fyrir árslok eftir að hreppsnefnd Reykhólahrepps samþykkti þá veglínu í dag. 22. janúar 2019 20:00
Framkvæmdaleyfi samþykkt fyrir vegagerð um Teigsskóg Þáttaskil urðu síðdegis í sautján ára gömlum deilum um lagningu Vestfjarðavegar um Teigsskóg þegar hreppsnefnd Reykhólahrepps samþykkti að veita Vegagerðinni framkvæmdaleyfi. 25. febrúar 2020 19:29