Fótbolti

Upprifjun á mögnuðum leik United og Real þar sem Ronaldo eldri stal senunni

Anton Ingi Leifsson skrifar
Leikmenn Real fagna í bakgrunn en Nistelrooy svekkir sig. Hollendingurinn skoraði eitt marka leiksins.
Leikmenn Real fagna í bakgrunn en Nistelrooy svekkir sig. Hollendingurinn skoraði eitt marka leiksins. vísir/getty

Á miðvikudagskvöldum næstu vikurnar verður þátturinn UCL Classic Matches á dagskrá Stöðvar 2 Sports en þar eru rifjaðir upp þrír klassískir Meistaradeildarinnar og þeir greindir í þaula.

Leikurinn var liður í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar og hafði United tapaði útileiknum á Spáni 3-1. Þeir þurftu því kraftaverk á heimavelli til þess að komast áfram í undanúrslitin.

Hinn brasilíski Ronaldo kom Real Madrid yfir á 12. mínútu en á 43. mínútu jafnaði Ruud van Nistelrooy. Ronaldo var aftur á ferðinni á 50. mínútu en tveimur mínútum síðar var staðan aftur orðinn jöfn er Ivan Helguera gerði sjálfsmark.

Ronaldo var ekki hættur og fullkomnaði þrennuna á 59. mínútu en David Beckham sem hafði komið inn af bekknum eftir rúmlega klukkutímaleik jafnaði metin á 71. mínútu.

Beckham var aftur á ferðinni á 85. mínútu en United náði ekki að komast nær og lokatölur samanlagt 6-5 sigur Real Madrid. Real datt svo út í undanúrslitunum fyrir Juventus sem tapaði úrslitaleiknum gegn grönnum sínum í AC Milan. 

Úrslitaleikurinn fór fram á Old Trafford í Manchester.

Manchester United (4-3-3): Barthez; Brown, Ferdinand, Silvestre (P Neville, 79), O'Shea; Veron (Beckham, 63), Keane (Fortune, 82), Butt; Solskjaer, Van Nistelrooy, Giggs

Real Madrid (4-3-2-1): Casillas; Salgado, Hierro, Helguera, Roberto Carlos; Makelele, Guti, McManaman (Portillo, 69); Figo (Pavon, 88), Zidane; Ronaldo (Solari, 67)

Klippa: 2003: Man. United - Real Madrid


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.