Innlent

Kanínudauði rakinn til lifradreps

Samúel Karl Ólason skrifar
Fjölmargar kanínur hafa fundist dauðar í Elliðarárdal.
Fjölmargar kanínur hafa fundist dauðar í Elliðarárdal. Vísir/Vilhelm

Matvælastofnun segir að að öllum líkindum megi rekja veikindi og dauða mikils fjölda kanína í Elliðaárdalnum til sjúkdómsins smitandi lifrardrep. Bráðabirgðaniðurstöður rannsókna á hræjum sem send voru til greiningar í Tilraunastöð Háskóla Íslands að Keldum sýnir fram á þetta og er það í fyrsta sinn sem þessi sjúkdómur greinist í kanínum utan kanínubúa eða heimila á Íslandi.

Sjúkdómurinn hefur einungis einu sinni komið upp áður hér á landi.

Í tilkynningu frá MAST segir að kanínueigendur skuli gæta þess að smit berist ekki í kanínur þeirra með því að kynna sér eðli sjúkdómsins og hvað hægt sé að gera til að verjast honum. Veiran sem veldur sjúkdómnum sýkir ekki fólk né önnur dýr.

Frekari upplýsingar um sjúkdóminn, smitvarnir og annað má finna á vef MAST.

„Lifrardrep í kanínum er alvarlegur tilkynningarskyldur sjúkdómur. Hann hefur einu sinni áður komið upp hér á landi. Það var árið 2002 og þá takmarkaðist smitið við kanínubú og heimiliskanínur. Með niðurskurði og smitvarnaráðstöfunum tókst að ráða niðurlögum hans,“ segir á vef MAST.

Sjúkdómurinn er bráðsmitandi og banvænn í kanínum. Þrjár gerðir veirunnar sem veldur sjúkdómnum eru þekktar en ekki liggur fyrir hvaða veira er á ferðinni hér. Búist er við að það komi í ljós í næstu viku.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.