Fótbolti

Eiður Smári sér eftir því að hafa ekki rifið í Guardiola og beðið hann um að setja sig inn á í úrslitaleiknum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Eiður Smári fagnar Meistaradeildartitlinum 2009.
Eiður Smári fagnar Meistaradeildartitlinum 2009. vísir/getty

Eiður Smári Guðjohnsen er eini Íslendingurinn sem hefur unnið Meistaradeild Evrópu í fótbolta. 

Hann kom þó ekkert við sögu þegar Barcelona vann Manchester United, 2-0, í úrslitaleiknum í Róm 2009. Hann sér eftir því að hafa ekki beðið Pep Guardiola, knattspyrnustjóra Barcelona, um að setja sig inn á undir lok leiksins.

„Ég tek það með mér að ég hafi spilað í riðlakeppninni og allt það. En að vera á bekknum og koma ekki inn á er sérstakt,“ sagði Eiður í samtali við Ríkharð Óskar Guðnason í Sportinu í kvöld á Stöð 2 Sport í gær.

„Sennilega það eina sem ég sé eftir á ferlinum er að hafa ekki rifið í Guardiola og sagt: gefðu mér eina mínútu. Hann lét mig hita upp og ég var við það að koma inn á. Ég sé eftir að hafa beðið hann um að gefa mér mínútu þannig ég gæti sagt að ég hafi verið inni á vellinum.“

Eiður lék 34 leiki fyrir Barcelona tímabilið 2008-09 þegar liðið vann þrefalt; deild, bikar og Meistaradeildina. Hann lék alls 114 leiki fyrir Barcelona á árunum 2006-09 og skoraði 19 mörk.

Innslagið má sjá hér fyrir neðan.

Klippa: Sportið í kvöld: Vildi koma inn á í úrslitaleik Meistaradeildarinnar

Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.