Tölurnar sýna lítið smit á meðal barna Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 23. mars 2020 14:23 Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, og Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, á upplýsingafundi. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að ekki sé sjáanlegt verulegt smit af kórónuveirunni á milli barna hér á landi. Þetta sýni nýjustu tölur bæði frá sýkla- og veirufræðideild Landspítalans sem greinir sýni vegna veirunnar og frá Íslenskri erfðagreiningu sem er að skima fyrir veirunni. Þannig hafa þrjú börn yngri en 10 ára greinst á Landspítalanum af þeim 268 börnum sem tekin hafa verið sýni frá. Þá hefur ekkert barn greinst með veiruna hjá Íslenskri erfðagreiningu en þar hafa sýni úr meira en 400 börnum verið skimuð. Þetta kom fram í máli Þórólfs á upplýsingafundi vegna kórónuveirunnar sem hófst venju samkvæmt upp úr klukkan 14 í dag. Með vísan í þessar tölur sagði hann því að umræða um mikið smit hjá börnum og skólum væri ekki að raungerast núna, hvað svo sem síðar verði. Sagði Þórólfur það mjög góðar fréttir hversu lítið smit sé á meðal barna. Alls ellefu börn undir tíu ára aldri greinst með veiruna frá upphafi faraldursins hér á landi Samkvæmt tölfræðiupplýsingum á vefnum covid.is hafa ellefu börn yngri en tíu ára greinst með kórónuveiruna á Íslandi. Vísir óskaði eftir upplýsingum frá embætti landlæknis um muninn á þessum tölum, það er þeim þremur börnum sem Þórólfur talaði um á fundinum og svo þeim ellefu sem talin eru á vefnum. Samkvæmt upplýsingum frá embætti landlæknis eru þau þrjú börn sem sóttvarnalæknir nefndi ákveðið úrtak úr fjölda sýna síðustu daga. Það sem tekur við núna sé að skoða allan hópinn og þann heildarfjölda sýna sem tekinn hefur verið hjá börnum yngri en 10 ára, en alls hafa ellefu börn úr þessum aldurshópi greinst með veiruna frá upphafi faraldursins hérlendis. Sú tala sé rétt á covid.is. Við upphaf upplýsingafundarins kom Þórólfur einnig inn á það hversu fá ný tilfelli hafa greinst síðasta sólarhringinn; í gær voru staðfest smit 568 en í dag eru þau 588 samkvæmt upplýsingasíðunni covid.is. Til samanburðar fjölgaði staðfestum tilfellum um 95 frá laugardegi til sunnudags. Þórólfur sagði erfitt að útskýra þessa fækkun á milli daga en kvaðst hallast að því að um væri að ræða dagbundna sveiflu. Þá kynni fækkunin að skýrast af því að færri sýni voru tekin í gær heldur en dagana á undan. Fram kom í máli Þórólfs að nú væru alls þrettán inniliggjandi á spítalanum vegna veirunnar en enginn á gjörgæslu. Sjö hefðu verið útskrifaðir af spítalanum. Þórólfur sagði að faraldurinn væri enn í vexti hér á landi en þó ekki mjög miklum. Hins vegar þyrfti að taka lengra tímabil, nokkra daga í einu, til að hægt væri að tala um hvort faraldurinn væri í miklum eða litlum vexti. Fréttin var uppfærð kl. 15:45 með nánari upplýsingum um heildarfjölda þeirra barna undir tíu ára aldri sem greinst hafa með veiruna. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Sjá meira
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að ekki sé sjáanlegt verulegt smit af kórónuveirunni á milli barna hér á landi. Þetta sýni nýjustu tölur bæði frá sýkla- og veirufræðideild Landspítalans sem greinir sýni vegna veirunnar og frá Íslenskri erfðagreiningu sem er að skima fyrir veirunni. Þannig hafa þrjú börn yngri en 10 ára greinst á Landspítalanum af þeim 268 börnum sem tekin hafa verið sýni frá. Þá hefur ekkert barn greinst með veiruna hjá Íslenskri erfðagreiningu en þar hafa sýni úr meira en 400 börnum verið skimuð. Þetta kom fram í máli Þórólfs á upplýsingafundi vegna kórónuveirunnar sem hófst venju samkvæmt upp úr klukkan 14 í dag. Með vísan í þessar tölur sagði hann því að umræða um mikið smit hjá börnum og skólum væri ekki að raungerast núna, hvað svo sem síðar verði. Sagði Þórólfur það mjög góðar fréttir hversu lítið smit sé á meðal barna. Alls ellefu börn undir tíu ára aldri greinst með veiruna frá upphafi faraldursins hér á landi Samkvæmt tölfræðiupplýsingum á vefnum covid.is hafa ellefu börn yngri en tíu ára greinst með kórónuveiruna á Íslandi. Vísir óskaði eftir upplýsingum frá embætti landlæknis um muninn á þessum tölum, það er þeim þremur börnum sem Þórólfur talaði um á fundinum og svo þeim ellefu sem talin eru á vefnum. Samkvæmt upplýsingum frá embætti landlæknis eru þau þrjú börn sem sóttvarnalæknir nefndi ákveðið úrtak úr fjölda sýna síðustu daga. Það sem tekur við núna sé að skoða allan hópinn og þann heildarfjölda sýna sem tekinn hefur verið hjá börnum yngri en 10 ára, en alls hafa ellefu börn úr þessum aldurshópi greinst með veiruna frá upphafi faraldursins hérlendis. Sú tala sé rétt á covid.is. Við upphaf upplýsingafundarins kom Þórólfur einnig inn á það hversu fá ný tilfelli hafa greinst síðasta sólarhringinn; í gær voru staðfest smit 568 en í dag eru þau 588 samkvæmt upplýsingasíðunni covid.is. Til samanburðar fjölgaði staðfestum tilfellum um 95 frá laugardegi til sunnudags. Þórólfur sagði erfitt að útskýra þessa fækkun á milli daga en kvaðst hallast að því að um væri að ræða dagbundna sveiflu. Þá kynni fækkunin að skýrast af því að færri sýni voru tekin í gær heldur en dagana á undan. Fram kom í máli Þórólfs að nú væru alls þrettán inniliggjandi á spítalanum vegna veirunnar en enginn á gjörgæslu. Sjö hefðu verið útskrifaðir af spítalanum. Þórólfur sagði að faraldurinn væri enn í vexti hér á landi en þó ekki mjög miklum. Hins vegar þyrfti að taka lengra tímabil, nokkra daga í einu, til að hægt væri að tala um hvort faraldurinn væri í miklum eða litlum vexti. Fréttin var uppfærð kl. 15:45 með nánari upplýsingum um heildarfjölda þeirra barna undir tíu ára aldri sem greinst hafa með veiruna.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Sjá meira