Fótbolti

Hinn 42 ára Buffon fær nýjan samning hjá Juventus

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Gianluigi Buffon hefur leikið með Juventus frá 2001 ef frá er talið eitt tímabil í herbúðum Paris Saint-Germain.
Gianluigi Buffon hefur leikið með Juventus frá 2001 ef frá er talið eitt tímabil í herbúðum Paris Saint-Germain. vísir/getty

Juventus er tilbúið að framlengja samning markvarðarins aldna, Gianluigis Buffons, um eitt ár.

Buffon, sem er 42 ára, gekk aftur í raðir Juventus í sumar eftir eitt tímabil í herbúðum Paris Saint-Germain. Hann hefur leikið ellefu leiki fyrir Juventus í vetur.

Buffon næstleikjahæstur í sögu Juventus með 667 leiki. Hann hefur níu sinnum orðið ítalskur meistari með Juventus og fjórum sinnum bikarmeistari.

Juventus ætlar einnig að bjóða tveimur öðrum reynsluboltum, Giorgio Chiellini og Blaise Matuidi, nýjan eins árs samning.

Chiellini hefur aðeins leikið þrjá leiki á tímabilinu vegna meiðsla á meðan Matuidi hefur leikið 31 leik. Matuidi er einn þriggja leikmanna Juventus sem hafa greinst með kórónuveiruna.

Juventus er með eins stigs forskot á Lazio á toppi ítölsku úrvalsdeildarinnar. Keppni í henni hefur verið frestað vegna kórónuveirunnar sem hefur leikið Ítalíu mjög grátt.


Tengdar fréttir

Dybala og frú með veiruna

Paulo Dybala er þriðji leikmaður Ítalíumeistara Juventus í fótbolta sem greinist með kórónuveiruna en hann segir líðan sína góða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×