Innlent

Allt skólahald lagt niður í Skútustaðahrepp

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Öllum skólum hefur verið lokað í Skútustaðahrepp.
Öllum skólum hefur verið lokað í Skútustaðahrepp. Vísir/Vilhelm

Skólahald í Skútustaðahrepp hefur verið lagt niður vegna kórónuveirunnar bæði í leikskólanum Yl og Reykjahlíðarskóla. Aðgerðirnar taka gildi strax á morgun og munu standa yfir um óákveðinn tíma. Þá hefur íþróttamiðstöðinni einnig verið lokað. Þetta kemur fram í tilkynningu á heimasíðu Skútustaðahrepps.

Ákvörðunin um þessar hertu aðgerðir var tekin nú í dag vegna hertari aðgerða heilbrigðisyfirvalda sem kynntar voru í dag og þar sem staðfest hefur verið eitt smit hjá íbúa sveitarfélagsins. Þá var það tilkynnt í gær að á annan tug íslenskra ferðamanna sem dvöldust í Mývatnssveit um síðustu helgi er smitaður af veirunni.

Þrátt fyrir að skólum hafi verið lokað munu kennarar Reykjahlíðaskóla halda úti fjarkennslu og þá verður tónlistarkennsla áfram í formi fjarkennslu. Þá kemur fram í tilkynningunni að viðbragðshópur sveitarfélagsins og forstöðumenn muni funda reglulega til að afla upplýsinga og endurmeta stöðuna í sveitarfélaginu.

„Nemendur og starfsfólk leik- og grunnskóla Skútustaðahrepps hefur staðið mjög vel á erfiðum tímum. Nýjar áskoranir koma upp á hverjum degi en með samtakamætti og auðmýkt tekst okkur að komast í gegnum þennan skafla,“ segir í tilkynningunni.


Tengdar fréttir

Hlíðarfjalli og öðrum íþróttamannvirkjum Akureyrar lokað

Skíðasvæðinu í Hlíðarfjalli og öllum öðrum íþróttamannvirkjum Akureyrarbæjar hefur verið lokað vegna tilmæla frá sóttvarnarlækni. Lokunin mun standa á meðan að á samkomubanni og takmarkanir á skólastarfi gilda. Ekki mun þó þurfa að loka sundlaugum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.