Mikið tjón víða um land eftir lægðina Jóhann K. Jóhannsson skrifar 14. febrúar 2020 18:31 Björgunarsveitarmenn að störfum í dag. Vísir/vilhelm Gríðarlegt tjón varð víða þegar ein versta óveðurslægð síðustu ára gekk yfir landið. Maður slasaðist þegar þakplata fauk á hann. Bílar skemmdust, rúður brotnuðu og klæðningar á byggingum fuku. Þá sló rafmagni út þegar rafmagnsstaurar brotnuðu undan veðurhamnum. Óveðrið sem gekk yfir landið í nótt og í morgun er smám saman að ganga niður. Óhætt er að segja að fólk hafi tekið tilkynningum almannavarna og Veðurstofunnar vel því á meðan versti veðurhamurinn gekk yfir var fólk ekki á ferli, enda fyrirtæki, stofnanir og félagasamtök búin að gera ráðstafanir. Þá var vegum lokað og almenningssamgöngur í lofti og á láði felldar niður. Klukkan fimm í morgun voru viðbragðsaðilar víða farnir að sinna óveðursútköllum og Samhæfingarmiðstöð almannavarna, auk aðgerðarstjórna stýrðu aðgerðum. Verkefni björgunarfólks í mörgum tilfellum mjög stór Miklar skemmdir urðu í Vík í Mýrdal. Rafmagnsstaurar í sex staurastæðum brotnuðu undan veðurhamnum og mun viðgerð taka einhvern tíma. Þá var fjöldahjálparstöð opnuð á staðnum fyrir erlenda ferðamenn sem voru strandaglópar. Að öðru leiti er raforkukerfið komið í lag utan Prestbakkalínu við Hornafjörð sem verður ekki tekin í notkun strax vegna eldingarhættu. Björgunarsveitarmenn undirbúa sig fyrir aðgerðir.Vísir/Vilhelm Stærsta verkefnið í Vestmannaeyjum var þegar þak fauk af húsi í heilu lagi og í morgun þegar hinn sögufrægi vélbátur, Blátindur sökk í höfninni. Þá skemmdust að minnsta kosti tvö fjárhús við Hvolsvöll mjög illa. Á Egilsstöðum var mjög hvasst og þungfært. Í Hvammsvík í Hvalfirði slasaðist maður þegar þakplata fauk á hann. Ekki þótti óhætt að senda sjúkrabíl á vettvang vegna fárviðris á svæðinu og ferjaði björgunarsveitin hann til byggða. Hann er ekki alvarlega slasaður. Það var einnig í nægu að snúast hjá viðbragðsaðilum á höfuðborgarsvæðinu þar sem flest útköll voru óveðurstengd og bárust á sjötta hundrað símtala til Neyðarlínunnar fyrir hádegi. Eins og sjá má eru miklar skemmdir á þakinu.Vísir/Jóhann K. Þak fór af af í nær heilu lagi á Kjalarnesi Mestar urðu þó skemmdirnar í efri byggðum og nágrannasveitarfélögum við höfuðborgarsvæðið. Tjón er víða mjög mikið á Kjalarnesi. Á fjölbýlishúsi fór þak af íbúð í nær heilu lagi. „Í svona tilfellum þá gerum við ekki neitt. Við komumst ekki upp á þak,“ sagði Þórður Bogason, varðstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins og björgunarsveitarmaður í björgunarsveitinni Kjölur á Kjalarnesi. Mikið tjón víða? „Já það er bara töluvert mikið tjón. Mikið af gluggum og öðru slíku sem hefur farið,“ sagði Þórður. Í húsgarði tókst garðskúr á loft. „Það lyftist þakið af og við þurfum að bera allt dótið inn og fergja þetta niður. Mikið tjón? Nei, þetta eru bara munir,“ sagði Ástríður Gísladóttir, íbúi á Kjalarnesi. Heildartjón verður ekki fyllilega ljós fyrr en veðrið er gengið alveg niður og eftir að fólk hefur hugað að eigum sínum. Björgunarsveitir Mýrdalshreppur Óveður 14. febrúar 2020 Reykjavík Slökkvilið Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Víðtækt rafmagnsleysi vegna óveðursins Óveðrið hefur sett raforkukerfi landsins úr skorðum. Þannig liggja nokkrar línur Landsnets úti og yfir 5.700 notendur Rarik hafa orðið fyrir barðinu á rafmagnstruflunum. Erfitt hefur reynst fyrir vinnuflokka Rarik að athafna sig vegna veðurhamsins. 14. febrúar 2020 14:19 Líkleg heimsmetalægð nálgast landið Lægðin mun líklegast ekki valda miklum glundroða á Íslandi en dýpt hennar gæti þó orðið söguleg. 14. febrúar 2020 18:10 „Dregur hægt og rólega úr óveðrinu með kvöldinu“ Lægir og styttir upp um allt land í nótt en í fyrramálið er útlit fyrir vaxandi austanátt á morgun, hvassviðri eða storm. 14. febrúar 2020 16:14 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Gríðarlegt tjón varð víða þegar ein versta óveðurslægð síðustu ára gekk yfir landið. Maður slasaðist þegar þakplata fauk á hann. Bílar skemmdust, rúður brotnuðu og klæðningar á byggingum fuku. Þá sló rafmagni út þegar rafmagnsstaurar brotnuðu undan veðurhamnum. Óveðrið sem gekk yfir landið í nótt og í morgun er smám saman að ganga niður. Óhætt er að segja að fólk hafi tekið tilkynningum almannavarna og Veðurstofunnar vel því á meðan versti veðurhamurinn gekk yfir var fólk ekki á ferli, enda fyrirtæki, stofnanir og félagasamtök búin að gera ráðstafanir. Þá var vegum lokað og almenningssamgöngur í lofti og á láði felldar niður. Klukkan fimm í morgun voru viðbragðsaðilar víða farnir að sinna óveðursútköllum og Samhæfingarmiðstöð almannavarna, auk aðgerðarstjórna stýrðu aðgerðum. Verkefni björgunarfólks í mörgum tilfellum mjög stór Miklar skemmdir urðu í Vík í Mýrdal. Rafmagnsstaurar í sex staurastæðum brotnuðu undan veðurhamnum og mun viðgerð taka einhvern tíma. Þá var fjöldahjálparstöð opnuð á staðnum fyrir erlenda ferðamenn sem voru strandaglópar. Að öðru leiti er raforkukerfið komið í lag utan Prestbakkalínu við Hornafjörð sem verður ekki tekin í notkun strax vegna eldingarhættu. Björgunarsveitarmenn undirbúa sig fyrir aðgerðir.Vísir/Vilhelm Stærsta verkefnið í Vestmannaeyjum var þegar þak fauk af húsi í heilu lagi og í morgun þegar hinn sögufrægi vélbátur, Blátindur sökk í höfninni. Þá skemmdust að minnsta kosti tvö fjárhús við Hvolsvöll mjög illa. Á Egilsstöðum var mjög hvasst og þungfært. Í Hvammsvík í Hvalfirði slasaðist maður þegar þakplata fauk á hann. Ekki þótti óhætt að senda sjúkrabíl á vettvang vegna fárviðris á svæðinu og ferjaði björgunarsveitin hann til byggða. Hann er ekki alvarlega slasaður. Það var einnig í nægu að snúast hjá viðbragðsaðilum á höfuðborgarsvæðinu þar sem flest útköll voru óveðurstengd og bárust á sjötta hundrað símtala til Neyðarlínunnar fyrir hádegi. Eins og sjá má eru miklar skemmdir á þakinu.Vísir/Jóhann K. Þak fór af af í nær heilu lagi á Kjalarnesi Mestar urðu þó skemmdirnar í efri byggðum og nágrannasveitarfélögum við höfuðborgarsvæðið. Tjón er víða mjög mikið á Kjalarnesi. Á fjölbýlishúsi fór þak af íbúð í nær heilu lagi. „Í svona tilfellum þá gerum við ekki neitt. Við komumst ekki upp á þak,“ sagði Þórður Bogason, varðstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins og björgunarsveitarmaður í björgunarsveitinni Kjölur á Kjalarnesi. Mikið tjón víða? „Já það er bara töluvert mikið tjón. Mikið af gluggum og öðru slíku sem hefur farið,“ sagði Þórður. Í húsgarði tókst garðskúr á loft. „Það lyftist þakið af og við þurfum að bera allt dótið inn og fergja þetta niður. Mikið tjón? Nei, þetta eru bara munir,“ sagði Ástríður Gísladóttir, íbúi á Kjalarnesi. Heildartjón verður ekki fyllilega ljós fyrr en veðrið er gengið alveg niður og eftir að fólk hefur hugað að eigum sínum.
Björgunarsveitir Mýrdalshreppur Óveður 14. febrúar 2020 Reykjavík Slökkvilið Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Víðtækt rafmagnsleysi vegna óveðursins Óveðrið hefur sett raforkukerfi landsins úr skorðum. Þannig liggja nokkrar línur Landsnets úti og yfir 5.700 notendur Rarik hafa orðið fyrir barðinu á rafmagnstruflunum. Erfitt hefur reynst fyrir vinnuflokka Rarik að athafna sig vegna veðurhamsins. 14. febrúar 2020 14:19 Líkleg heimsmetalægð nálgast landið Lægðin mun líklegast ekki valda miklum glundroða á Íslandi en dýpt hennar gæti þó orðið söguleg. 14. febrúar 2020 18:10 „Dregur hægt og rólega úr óveðrinu með kvöldinu“ Lægir og styttir upp um allt land í nótt en í fyrramálið er útlit fyrir vaxandi austanátt á morgun, hvassviðri eða storm. 14. febrúar 2020 16:14 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Víðtækt rafmagnsleysi vegna óveðursins Óveðrið hefur sett raforkukerfi landsins úr skorðum. Þannig liggja nokkrar línur Landsnets úti og yfir 5.700 notendur Rarik hafa orðið fyrir barðinu á rafmagnstruflunum. Erfitt hefur reynst fyrir vinnuflokka Rarik að athafna sig vegna veðurhamsins. 14. febrúar 2020 14:19
Líkleg heimsmetalægð nálgast landið Lægðin mun líklegast ekki valda miklum glundroða á Íslandi en dýpt hennar gæti þó orðið söguleg. 14. febrúar 2020 18:10
„Dregur hægt og rólega úr óveðrinu með kvöldinu“ Lægir og styttir upp um allt land í nótt en í fyrramálið er útlit fyrir vaxandi austanátt á morgun, hvassviðri eða storm. 14. febrúar 2020 16:14