Víðtækt rafmagnsleysi vegna óveðursins Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 14. febrúar 2020 14:19 Erfitt hefur reynst fyrir vinnuflokka Rarik að athafna sig vegna veðurhamsins. Vísir/Egill Óveðrið hefur sett raforkukerfi landsins úr skorðum. Þannig liggja nokkrar línur Landsnets úti og yfir 5.700 notendur Rarik hafa orðið fyrir barðinu á rafmagnstruflunum. Erfitt hefur reynst fyrir vinnuflokka Rarik að athafna sig vegna veðurhamsins. Rarik birti nýjustu upplýsingar um stöðu mála klukkan 13:30. Suðurland Rafmagnstruflanirnar eru umfangsmiklar sunnan til á landinu, þar sem óveðrið gekk fyrst á land. Á Suðurlandi eru truflanir á átta stöðum og rafmagnslaust er á nokkrum bæjum undir Eyjafjöllum. Enn er rafmagnslaust í Vík og í Mýrdal. Tveir straurar brotnuðu í Víkurlínu og eru rafmagninu skammtað í Vík. Íbúar eru beðnir um að spara rafmagn. Rafmagnslaust er við Þingvallavatn frá Miðfelli og að Mjóanesi. Þá er rafmagnslaust í Holtum, Landsveit og upp með Heklubæjum. Einnig er rafmagnslaust á nokkrum bæjum í Landeyjum þar sem 27 rafmagnsstaurar brotnuðu í óveðrinu. Einnig er rafmagnslaust í innsta hluta Fljótshlíðar og inn í Þórsmörk. Línan á milli Kirkjubæjarklausturs og Víkur er úti en þar með er rafmagnslaust í Álftaveri, Meðallandi og hluta Skaftártungna. Steinunn Þorsteinsdóttir, upplýsingafulltrúi Landsnets, segir von á frekari truflunum þegar líða tekur á daginn. Útlit sé fyrir eldingaveðri á sunnanverðu landinu en því fylgir alltaf möguleg hætta á niðurslætti lína. Austurland Rafmagnslaust hefur verið í sveitarfélaginu Hornafirði vegna truflunar í flutningskerfinu. Búið er að koma rafmagni á Höfn eftir margra klukkustunda rafmagnsleysi. Enn er unnið að því að koma rafmagni á sveitirnar. Norðurland Á Norðurlandi er einn bær í Miðfirði rafmagnslaus og verður farið í viðgerð um leið og aðstæður leyfa. Vesturland Tvær truflanir eru í gangi á Vesturlandi. Álma að Húsafelli er úti þar sem tvær slár brotnuðu. Hvalfjarðarlína er úti og norðurhluti Hvalfjarðar og Svínadalur er án rafmagns. Mikil selta og hvassviðri er á svæðinu. Við tökum fagnandi á móti ábendingum, ljósmyndum, myndböndum og frásögnum af rafmagnsleysinu á ritstjórnarpóstinum okkar (ritstjorn@visir.is). Óveður 14. febrúar 2020 Veður Tengdar fréttir Óveðursvaktin: Strætóskýli fjúka og sjór gengur á land Vonskuveður er nú víða um landið en rauðar viðvaranir hafa verið gefnar út fyrir sunnanvert landið. 14. febrúar 2020 06:00 Rafmagnstruflanir víða Eitthvað hefur verið um rafmagnsbilanir undir Eyjafjöllum, á Rangárvöllum, í Vík og Mýrdal, Biskupstungum í Hvalfirði og Húsafelli. 14. febrúar 2020 06:56 Óveður skollið á í borginni Óveðrið sem spáð hefur verið á höfuðborgarsvæðinu er farið að segja til sín. Verulega fór að bæta í vind um klukkan þrjú í nótt en veðurspáin gerir ráð fyrir vindhraða á bilinu 20-30 m/sek í borginni og mun veðrið verða verst í efri byggðum. 14. febrúar 2020 04:35 Óveðrið gengið inn á Vestmannaeyjar Það sem af lifir nætur hefur lögreglan í Vestmannaeyjum sinnt fimm óveðursútköllum en mikið hefur bætt í vind eftir miðnætti. Klukkan tvö var meðal vindur í 39 m/sek og 48 m/sek í sterkustu hviðunum. 14. febrúar 2020 02:59 Mest lesið Kvikuhlaup á Sundhnúksgígaröðinni Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Innlent Fleiri fréttir Kvikuhlaup á Sundhnúksgígaröðinni Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Sjá meira
Óveðrið hefur sett raforkukerfi landsins úr skorðum. Þannig liggja nokkrar línur Landsnets úti og yfir 5.700 notendur Rarik hafa orðið fyrir barðinu á rafmagnstruflunum. Erfitt hefur reynst fyrir vinnuflokka Rarik að athafna sig vegna veðurhamsins. Rarik birti nýjustu upplýsingar um stöðu mála klukkan 13:30. Suðurland Rafmagnstruflanirnar eru umfangsmiklar sunnan til á landinu, þar sem óveðrið gekk fyrst á land. Á Suðurlandi eru truflanir á átta stöðum og rafmagnslaust er á nokkrum bæjum undir Eyjafjöllum. Enn er rafmagnslaust í Vík og í Mýrdal. Tveir straurar brotnuðu í Víkurlínu og eru rafmagninu skammtað í Vík. Íbúar eru beðnir um að spara rafmagn. Rafmagnslaust er við Þingvallavatn frá Miðfelli og að Mjóanesi. Þá er rafmagnslaust í Holtum, Landsveit og upp með Heklubæjum. Einnig er rafmagnslaust á nokkrum bæjum í Landeyjum þar sem 27 rafmagnsstaurar brotnuðu í óveðrinu. Einnig er rafmagnslaust í innsta hluta Fljótshlíðar og inn í Þórsmörk. Línan á milli Kirkjubæjarklausturs og Víkur er úti en þar með er rafmagnslaust í Álftaveri, Meðallandi og hluta Skaftártungna. Steinunn Þorsteinsdóttir, upplýsingafulltrúi Landsnets, segir von á frekari truflunum þegar líða tekur á daginn. Útlit sé fyrir eldingaveðri á sunnanverðu landinu en því fylgir alltaf möguleg hætta á niðurslætti lína. Austurland Rafmagnslaust hefur verið í sveitarfélaginu Hornafirði vegna truflunar í flutningskerfinu. Búið er að koma rafmagni á Höfn eftir margra klukkustunda rafmagnsleysi. Enn er unnið að því að koma rafmagni á sveitirnar. Norðurland Á Norðurlandi er einn bær í Miðfirði rafmagnslaus og verður farið í viðgerð um leið og aðstæður leyfa. Vesturland Tvær truflanir eru í gangi á Vesturlandi. Álma að Húsafelli er úti þar sem tvær slár brotnuðu. Hvalfjarðarlína er úti og norðurhluti Hvalfjarðar og Svínadalur er án rafmagns. Mikil selta og hvassviðri er á svæðinu. Við tökum fagnandi á móti ábendingum, ljósmyndum, myndböndum og frásögnum af rafmagnsleysinu á ritstjórnarpóstinum okkar (ritstjorn@visir.is).
Óveður 14. febrúar 2020 Veður Tengdar fréttir Óveðursvaktin: Strætóskýli fjúka og sjór gengur á land Vonskuveður er nú víða um landið en rauðar viðvaranir hafa verið gefnar út fyrir sunnanvert landið. 14. febrúar 2020 06:00 Rafmagnstruflanir víða Eitthvað hefur verið um rafmagnsbilanir undir Eyjafjöllum, á Rangárvöllum, í Vík og Mýrdal, Biskupstungum í Hvalfirði og Húsafelli. 14. febrúar 2020 06:56 Óveður skollið á í borginni Óveðrið sem spáð hefur verið á höfuðborgarsvæðinu er farið að segja til sín. Verulega fór að bæta í vind um klukkan þrjú í nótt en veðurspáin gerir ráð fyrir vindhraða á bilinu 20-30 m/sek í borginni og mun veðrið verða verst í efri byggðum. 14. febrúar 2020 04:35 Óveðrið gengið inn á Vestmannaeyjar Það sem af lifir nætur hefur lögreglan í Vestmannaeyjum sinnt fimm óveðursútköllum en mikið hefur bætt í vind eftir miðnætti. Klukkan tvö var meðal vindur í 39 m/sek og 48 m/sek í sterkustu hviðunum. 14. febrúar 2020 02:59 Mest lesið Kvikuhlaup á Sundhnúksgígaröðinni Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Innlent Fleiri fréttir Kvikuhlaup á Sundhnúksgígaröðinni Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Sjá meira
Óveðursvaktin: Strætóskýli fjúka og sjór gengur á land Vonskuveður er nú víða um landið en rauðar viðvaranir hafa verið gefnar út fyrir sunnanvert landið. 14. febrúar 2020 06:00
Rafmagnstruflanir víða Eitthvað hefur verið um rafmagnsbilanir undir Eyjafjöllum, á Rangárvöllum, í Vík og Mýrdal, Biskupstungum í Hvalfirði og Húsafelli. 14. febrúar 2020 06:56
Óveður skollið á í borginni Óveðrið sem spáð hefur verið á höfuðborgarsvæðinu er farið að segja til sín. Verulega fór að bæta í vind um klukkan þrjú í nótt en veðurspáin gerir ráð fyrir vindhraða á bilinu 20-30 m/sek í borginni og mun veðrið verða verst í efri byggðum. 14. febrúar 2020 04:35
Óveðrið gengið inn á Vestmannaeyjar Það sem af lifir nætur hefur lögreglan í Vestmannaeyjum sinnt fimm óveðursútköllum en mikið hefur bætt í vind eftir miðnætti. Klukkan tvö var meðal vindur í 39 m/sek og 48 m/sek í sterkustu hviðunum. 14. febrúar 2020 02:59