Aðeins brýnustu skurðaðgerðirnar framkvæmdar Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 21. mars 2020 21:00 Landspítalinn Skurðaðgerðum hefur fækkað verulega á Landspítalanum vegna kórónuveirufaraldursins. Aðeins eru nú gerðar brýnustu aðgerðirnar og er viðbúið að biðlistar verði orðnir langir þegar starfsemi spítalans kemst aftur í eðlilegt horf. Síðustu vikur hefur mikið mætt á starfsfólki Landspítalans enda hefur álagið aukist hratt. „Það eru allir, allir, á fullu við að vera þessi hornsteinn, varnarhlekkur ef svo má segja, síðasta vörnin, í baráttunni gegn þessari veiru,“ segir Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans. Á spítalanum hefur nú sérstök COVID-göngudeild tekið til starfa. „Við erum með í kringum fimmtíu manns í þessari göngudeild núna sem að var ekki til fyrir tíu dögum,“ segir Páll. Að jafnaði eru gerðar um eitt hundrað skurðaðgerðir hvern virkan dag á spítalanum. Þessa daga er aðeins hægt að gera um þrjátíu á dag. „Það sem við erum að sinna núna eru í rauninni engar valkvæðar aðgerðir nema þær sem að ekki geta beðið og það eru þá sérstaklega aðgerðir við krabbameinum, hjartaaðgerðir sem að ekki geta beðið og svo framvegis,“ segir Páll. Gera má ráð fyrir að biðlistar eftir aðgerðunum, sem nú hafa verið slegnar af, lengist töluvert og verði orðnir langir þegar verður farið að gera þær aftur. Páll segir álagið koma til með að aukast frekar á spítalanum á næstunni vegna faraldursins. „Þetta mun þyngjast á næstu vikum en ég veit það að við komust í gegnum þetta og við ætlum að gera það og við bara gerum það sem þarf til þess að það takist,“ segir Páll. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Tólf á Landspítalanum með COVID-19 Tólf liggja á Landspítalanum með COVID-19 þar af einn á gjörgæslu. Forstjóri Landspítalans segir mikla vinnu hafa farið í það í vikunni að koma upp sérstakri COVID-19 göngudeild. 21. mars 2020 12:39 Á fjórða tug starfsmanna bráðadeildar í sóttkví eða veikir Um 10-15% starfsmanna bráðadeildar Landspítalans eru nú veikir eða í sóttkví vegna kórónuveirufaraldursins. Yfirlæknir bráðalækninga segir að þrátt fyrir það hafi tekist að halda fullri starfsemi á deildinni. 20. mars 2020 20:09 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið Sjá meira
Skurðaðgerðum hefur fækkað verulega á Landspítalanum vegna kórónuveirufaraldursins. Aðeins eru nú gerðar brýnustu aðgerðirnar og er viðbúið að biðlistar verði orðnir langir þegar starfsemi spítalans kemst aftur í eðlilegt horf. Síðustu vikur hefur mikið mætt á starfsfólki Landspítalans enda hefur álagið aukist hratt. „Það eru allir, allir, á fullu við að vera þessi hornsteinn, varnarhlekkur ef svo má segja, síðasta vörnin, í baráttunni gegn þessari veiru,“ segir Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans. Á spítalanum hefur nú sérstök COVID-göngudeild tekið til starfa. „Við erum með í kringum fimmtíu manns í þessari göngudeild núna sem að var ekki til fyrir tíu dögum,“ segir Páll. Að jafnaði eru gerðar um eitt hundrað skurðaðgerðir hvern virkan dag á spítalanum. Þessa daga er aðeins hægt að gera um þrjátíu á dag. „Það sem við erum að sinna núna eru í rauninni engar valkvæðar aðgerðir nema þær sem að ekki geta beðið og það eru þá sérstaklega aðgerðir við krabbameinum, hjartaaðgerðir sem að ekki geta beðið og svo framvegis,“ segir Páll. Gera má ráð fyrir að biðlistar eftir aðgerðunum, sem nú hafa verið slegnar af, lengist töluvert og verði orðnir langir þegar verður farið að gera þær aftur. Páll segir álagið koma til með að aukast frekar á spítalanum á næstunni vegna faraldursins. „Þetta mun þyngjast á næstu vikum en ég veit það að við komust í gegnum þetta og við ætlum að gera það og við bara gerum það sem þarf til þess að það takist,“ segir Páll.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Tólf á Landspítalanum með COVID-19 Tólf liggja á Landspítalanum með COVID-19 þar af einn á gjörgæslu. Forstjóri Landspítalans segir mikla vinnu hafa farið í það í vikunni að koma upp sérstakri COVID-19 göngudeild. 21. mars 2020 12:39 Á fjórða tug starfsmanna bráðadeildar í sóttkví eða veikir Um 10-15% starfsmanna bráðadeildar Landspítalans eru nú veikir eða í sóttkví vegna kórónuveirufaraldursins. Yfirlæknir bráðalækninga segir að þrátt fyrir það hafi tekist að halda fullri starfsemi á deildinni. 20. mars 2020 20:09 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið Sjá meira
Tólf á Landspítalanum með COVID-19 Tólf liggja á Landspítalanum með COVID-19 þar af einn á gjörgæslu. Forstjóri Landspítalans segir mikla vinnu hafa farið í það í vikunni að koma upp sérstakri COVID-19 göngudeild. 21. mars 2020 12:39
Á fjórða tug starfsmanna bráðadeildar í sóttkví eða veikir Um 10-15% starfsmanna bráðadeildar Landspítalans eru nú veikir eða í sóttkví vegna kórónuveirufaraldursins. Yfirlæknir bráðalækninga segir að þrátt fyrir það hafi tekist að halda fullri starfsemi á deildinni. 20. mars 2020 20:09