Á fjórða tug starfsmanna bráðadeildar í sóttkví eða veikir Kjartan Kjartansson og Erla Björg Gunnarsdóttir skrifa 20. mars 2020 20:09 Um 10-15% starfsmanna bráðadeildar Landspítalans eru nú veikir eða í sóttkví vegna kórónuveirufaraldursins. Yfirlæknir bráðalækninga segir að þrátt fyrir það hafi tekist að halda fullri starfsemi á deildinni. Fleiri en tvö hundruð starfsmenn Landspítalans eru nú í sóttkví og tuttugu og fimm hafa greinst með veiruna. Á bráðadeild eru 33 starfsmenn annað hvort veikir eða í sóttkví. Að sögn Jóns Magnúsar Kristjánssonar, yfirlæknis bráðalækninga á Landspítalanum, hafa fjarvistirnar haft töluverð áhrif á starfsemina. „Þetta hefur áhrif en aðrir starfsmenn stíga inn og taka upp þær vaktir sem á þarf að halda þannig að við höfum getað haldið fullri starfsemi,“ sagði Jón Magnús í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Spálíkön sem almannavarnir hafa stuðst við benda til þess að toppi faraldursins gæti verið náð eftir um þrjár vikur. Þá verði álag jafnframt mest á heilbrigðisþjónustuna. Jón Magnús segir að hluti þeirra starfsmanna bráðadeildarinnar verði kominn aftur til starfa þá en þó ekki allir. Alls hafa nú rúmlega fjögur hundruð manns greinst smitaðir af kórónuveirunni á Íslandi og eru um 4.000 manns í sóttkví. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, sagði á upplýsingafundi í dag að faraldurinn væri enn í vexti en þó ekki endilega eins miklum og óttast hafði verið. Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Áhyggjuefni að fólk sé farið að slaka á samkomubanni Það er áhyggjuefni að strax sé farið að bera á því fólk sé farið að slaka í samkomubanninu, það er eitthvað sem hafi verið öflugt framan af þegar bannið tók gildi síðastliðinn mánudag sé nú ekki eins gott. 20. mars 2020 15:11 Biðla til fólks að biðja ekki um undanþágu frá sóttkví nema nauðsyn krefji Töluvert hafi borið á undanþágubeiðnum en erfitt sé að verða við þeim ef aðgerðin eigi að hafa tilætluð áhrif. 20. mars 2020 14:22 Staðfest smit orðin á fimmta hundrað Staðfest smit í gær voru 330 og hafa því 79 bæst í hóp smitaðra síðasta sólarhringinn. 20. mars 2020 11:27 Telur skíðaáhuga heilbrigðisstarfsmanna sökudólginn Landlæknir telur skíðaáhuga heilbrigðisstarfsmanna ástæðu þess að á annað hundrað starfsmenn Landspítala séu í sóttkví, sem er talsverður fjöldi. 20. mars 2020 15:16 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Fleiri fréttir Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Sjá meira
Um 10-15% starfsmanna bráðadeildar Landspítalans eru nú veikir eða í sóttkví vegna kórónuveirufaraldursins. Yfirlæknir bráðalækninga segir að þrátt fyrir það hafi tekist að halda fullri starfsemi á deildinni. Fleiri en tvö hundruð starfsmenn Landspítalans eru nú í sóttkví og tuttugu og fimm hafa greinst með veiruna. Á bráðadeild eru 33 starfsmenn annað hvort veikir eða í sóttkví. Að sögn Jóns Magnúsar Kristjánssonar, yfirlæknis bráðalækninga á Landspítalanum, hafa fjarvistirnar haft töluverð áhrif á starfsemina. „Þetta hefur áhrif en aðrir starfsmenn stíga inn og taka upp þær vaktir sem á þarf að halda þannig að við höfum getað haldið fullri starfsemi,“ sagði Jón Magnús í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Spálíkön sem almannavarnir hafa stuðst við benda til þess að toppi faraldursins gæti verið náð eftir um þrjár vikur. Þá verði álag jafnframt mest á heilbrigðisþjónustuna. Jón Magnús segir að hluti þeirra starfsmanna bráðadeildarinnar verði kominn aftur til starfa þá en þó ekki allir. Alls hafa nú rúmlega fjögur hundruð manns greinst smitaðir af kórónuveirunni á Íslandi og eru um 4.000 manns í sóttkví. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, sagði á upplýsingafundi í dag að faraldurinn væri enn í vexti en þó ekki endilega eins miklum og óttast hafði verið.
Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Áhyggjuefni að fólk sé farið að slaka á samkomubanni Það er áhyggjuefni að strax sé farið að bera á því fólk sé farið að slaka í samkomubanninu, það er eitthvað sem hafi verið öflugt framan af þegar bannið tók gildi síðastliðinn mánudag sé nú ekki eins gott. 20. mars 2020 15:11 Biðla til fólks að biðja ekki um undanþágu frá sóttkví nema nauðsyn krefji Töluvert hafi borið á undanþágubeiðnum en erfitt sé að verða við þeim ef aðgerðin eigi að hafa tilætluð áhrif. 20. mars 2020 14:22 Staðfest smit orðin á fimmta hundrað Staðfest smit í gær voru 330 og hafa því 79 bæst í hóp smitaðra síðasta sólarhringinn. 20. mars 2020 11:27 Telur skíðaáhuga heilbrigðisstarfsmanna sökudólginn Landlæknir telur skíðaáhuga heilbrigðisstarfsmanna ástæðu þess að á annað hundrað starfsmenn Landspítala séu í sóttkví, sem er talsverður fjöldi. 20. mars 2020 15:16 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Fleiri fréttir Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Sjá meira
Áhyggjuefni að fólk sé farið að slaka á samkomubanni Það er áhyggjuefni að strax sé farið að bera á því fólk sé farið að slaka í samkomubanninu, það er eitthvað sem hafi verið öflugt framan af þegar bannið tók gildi síðastliðinn mánudag sé nú ekki eins gott. 20. mars 2020 15:11
Biðla til fólks að biðja ekki um undanþágu frá sóttkví nema nauðsyn krefji Töluvert hafi borið á undanþágubeiðnum en erfitt sé að verða við þeim ef aðgerðin eigi að hafa tilætluð áhrif. 20. mars 2020 14:22
Staðfest smit orðin á fimmta hundrað Staðfest smit í gær voru 330 og hafa því 79 bæst í hóp smitaðra síðasta sólarhringinn. 20. mars 2020 11:27
Telur skíðaáhuga heilbrigðisstarfsmanna sökudólginn Landlæknir telur skíðaáhuga heilbrigðisstarfsmanna ástæðu þess að á annað hundrað starfsmenn Landspítala séu í sóttkví, sem er talsverður fjöldi. 20. mars 2020 15:16