Biðla til fólks að biðja ekki um undanþágu frá sóttkví nema nauðsyn krefji Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. mars 2020 14:22 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Sóttvarnalæknir biðlar til fólks að biðja ekki um undanþágu frá sóttkví nema nauðsyn krefji. Töluvert hafi borið á undanþágubeiðnum en erfitt sé að verða við þeim ef aðgerðin eigi að hafa tilætluð áhrif. Þetta kom fram í máli sóttvarnalæknis á upplýsingafundi almannavarna nú síðdegis. Heildarfjöldi staðfestra smita er nú 409 og hafa því 79 bæst í hóp smitaðra síðasta sólarhringinn. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði aukninguna hafa verið svipaða og í fyrradag, og er hún þar með minni en í gær. Hlutfall jákvæðra sýna af þeim sem send voru á veirufræðideild Landspítala voru um 13 prósent. Hlutfallið er áfram lágt hjá Íslenskri erfðagreiningu, eða um eitt prósent. Þá eru sex inniliggjandi á Landspítalanum nú, þar af einn á gjörgæslu en ekki í öndunarvél. Tveir hafa verið útskrifaðir af spítalanum. Þá hafa sautján losnað úr einangrun. Þá sagði Þórólfur faraldurinn í vexti, en ekki miklum. Jafnvel hefði verið búist við að vöxturinn yrði meiri en raunin er. Þetta þýði að aðgerðum sem beitt hefur verið hingað til verði haldið áfram, þ.e. að greina smit snemma og beita sóttkví. Í því samhengi sagði Þórólfur að auðvitað komi illa fyrir fyrirtæki að margir séu í sóttkví. Þá bæri töluvert á því að sótt væri um undanþágur frá sóttkví. Ef gefnar væru undanþágur á sóttkví þá missti aðgerðin hins vegar marks. Fólk sem hefði annars verið í sóttkví gæti smitað aðra og þannig yrði álagið meira á heilbrigðiskerfið. Heilbrigðisyfirvöld biðluðu þannig til allra að biðja ekki um undanþágu frá sóttkví nema nauðsyn krefji. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Munu ekki hika við að setja á útgöngubann ef talið er að þess þurfi Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir að yfirvöld muni ekki hika við að setja á útgöngubann hér á landi ef talið er að þess þurfi. Sá tímapunktur sé hins vegar ekki kominn og ekki sé búist við því að setja þurfi á útgöngubann næstu daga. 20. mars 2020 12:28 Innlit inn í þungamiðju faraldursins á ítölsku sjúkrahúsi Skelfingarástand ríkir á sjúkrahúsi í ítölsku borginni Bergamo í Langbarðalandi á Norður-Ítalíu, sem farið hefur verst út úr kórónuveirufaraldrinum á landsvísu. 20. mars 2020 12:05 Stýrir Covid-teymi Landspítalans: Ætla að vera búin undir svartsýnustu spár „Ef svartsýnustu spár reynast sannar, þá ætlum við að vera tilbúin fyrir það,“ segir Ragnar Freyr Ingvarsson, læknir sem fer fyrir Covid19-teymi Landspítalans. 20. mars 2020 11:35 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Sóttvarnalæknir biðlar til fólks að biðja ekki um undanþágu frá sóttkví nema nauðsyn krefji. Töluvert hafi borið á undanþágubeiðnum en erfitt sé að verða við þeim ef aðgerðin eigi að hafa tilætluð áhrif. Þetta kom fram í máli sóttvarnalæknis á upplýsingafundi almannavarna nú síðdegis. Heildarfjöldi staðfestra smita er nú 409 og hafa því 79 bæst í hóp smitaðra síðasta sólarhringinn. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði aukninguna hafa verið svipaða og í fyrradag, og er hún þar með minni en í gær. Hlutfall jákvæðra sýna af þeim sem send voru á veirufræðideild Landspítala voru um 13 prósent. Hlutfallið er áfram lágt hjá Íslenskri erfðagreiningu, eða um eitt prósent. Þá eru sex inniliggjandi á Landspítalanum nú, þar af einn á gjörgæslu en ekki í öndunarvél. Tveir hafa verið útskrifaðir af spítalanum. Þá hafa sautján losnað úr einangrun. Þá sagði Þórólfur faraldurinn í vexti, en ekki miklum. Jafnvel hefði verið búist við að vöxturinn yrði meiri en raunin er. Þetta þýði að aðgerðum sem beitt hefur verið hingað til verði haldið áfram, þ.e. að greina smit snemma og beita sóttkví. Í því samhengi sagði Þórólfur að auðvitað komi illa fyrir fyrirtæki að margir séu í sóttkví. Þá bæri töluvert á því að sótt væri um undanþágur frá sóttkví. Ef gefnar væru undanþágur á sóttkví þá missti aðgerðin hins vegar marks. Fólk sem hefði annars verið í sóttkví gæti smitað aðra og þannig yrði álagið meira á heilbrigðiskerfið. Heilbrigðisyfirvöld biðluðu þannig til allra að biðja ekki um undanþágu frá sóttkví nema nauðsyn krefji.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Munu ekki hika við að setja á útgöngubann ef talið er að þess þurfi Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir að yfirvöld muni ekki hika við að setja á útgöngubann hér á landi ef talið er að þess þurfi. Sá tímapunktur sé hins vegar ekki kominn og ekki sé búist við því að setja þurfi á útgöngubann næstu daga. 20. mars 2020 12:28 Innlit inn í þungamiðju faraldursins á ítölsku sjúkrahúsi Skelfingarástand ríkir á sjúkrahúsi í ítölsku borginni Bergamo í Langbarðalandi á Norður-Ítalíu, sem farið hefur verst út úr kórónuveirufaraldrinum á landsvísu. 20. mars 2020 12:05 Stýrir Covid-teymi Landspítalans: Ætla að vera búin undir svartsýnustu spár „Ef svartsýnustu spár reynast sannar, þá ætlum við að vera tilbúin fyrir það,“ segir Ragnar Freyr Ingvarsson, læknir sem fer fyrir Covid19-teymi Landspítalans. 20. mars 2020 11:35 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Munu ekki hika við að setja á útgöngubann ef talið er að þess þurfi Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir að yfirvöld muni ekki hika við að setja á útgöngubann hér á landi ef talið er að þess þurfi. Sá tímapunktur sé hins vegar ekki kominn og ekki sé búist við því að setja þurfi á útgöngubann næstu daga. 20. mars 2020 12:28
Innlit inn í þungamiðju faraldursins á ítölsku sjúkrahúsi Skelfingarástand ríkir á sjúkrahúsi í ítölsku borginni Bergamo í Langbarðalandi á Norður-Ítalíu, sem farið hefur verst út úr kórónuveirufaraldrinum á landsvísu. 20. mars 2020 12:05
Stýrir Covid-teymi Landspítalans: Ætla að vera búin undir svartsýnustu spár „Ef svartsýnustu spár reynast sannar, þá ætlum við að vera tilbúin fyrir það,“ segir Ragnar Freyr Ingvarsson, læknir sem fer fyrir Covid19-teymi Landspítalans. 20. mars 2020 11:35