„Það geta í raun allir veikst alvarlega“ Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 19. mars 2020 21:45 Íslendingum með kórónuveiruna fjölgar hratt en á síðustu tveimur dögum hafa vel á annað hundrað greinst með veiruna en smitum hefur fjölgað um þriðjung. Þá eru taldar miklar líkur að ástralskur ferðamaður um fertugt hafi látist af völdum COVID-19 hér á landi. Annan daginn í röð fjölgar þeim sem greinst hafa með kórónuveiruna á Íslandi hratt en þrjú hundruð og þrjátíu hafa nú greinst með veiruna. Á sólarhring fjölgaði smituðum um áttatíu. „Á Landspítala eru nú sjö einstaklingar inniliggjandi vegna COVID. Þar af er einn á gjörgæslu. Sá einstaklingur er ekki í öndunarvél,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Þá segir hann aukninguna mesta í þeim sýnum sem veirufræðideild Landspítalans hefur fengið. „Það er ekki að sjá mikla aukningu á jákvæðum sýnum hjá Decode en verulegt stökk á veirufræðideildinni sem er ákveðið merki um að veiran sé kannski að ná sér aðeins á flug,“ segir Þórólfur. Í byrjun vikunnar lést ástralskur ferðamaður á sjúkrahúsinu á Húsavík. Eftir krufningu er talið er líklegt að hann sé fyrsta fórnarlamb COVID-19. „Í ljós kom lungnabólga þannig að það eru miklar líkur á því að maðurinn hafi látist af völdum Covid-19,“ segir Alma Möller landlæknir. Flestir þeirra smituðu eru á milli fertugs og fimmtugs eða áttatíu og fjórir. „Við erum að heyra um að það geti verið yngra fólk að veikjast eins og á Ítalíu og auðvitað fylgjumst við með því og við höfum alltaf sagt að fólk á öllum aldri getur veikst. Það er samt sjaldgæft með að börn veikist alvarlega og kannski svona fólk undir þrítugu en það geta í raun allir veikst alvarlega en langmesta áhætta í eldri hópum,“ segir Alma. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Þrjár ungar konur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Erlent Fleiri fréttir Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Sjá meira
Íslendingum með kórónuveiruna fjölgar hratt en á síðustu tveimur dögum hafa vel á annað hundrað greinst með veiruna en smitum hefur fjölgað um þriðjung. Þá eru taldar miklar líkur að ástralskur ferðamaður um fertugt hafi látist af völdum COVID-19 hér á landi. Annan daginn í röð fjölgar þeim sem greinst hafa með kórónuveiruna á Íslandi hratt en þrjú hundruð og þrjátíu hafa nú greinst með veiruna. Á sólarhring fjölgaði smituðum um áttatíu. „Á Landspítala eru nú sjö einstaklingar inniliggjandi vegna COVID. Þar af er einn á gjörgæslu. Sá einstaklingur er ekki í öndunarvél,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Þá segir hann aukninguna mesta í þeim sýnum sem veirufræðideild Landspítalans hefur fengið. „Það er ekki að sjá mikla aukningu á jákvæðum sýnum hjá Decode en verulegt stökk á veirufræðideildinni sem er ákveðið merki um að veiran sé kannski að ná sér aðeins á flug,“ segir Þórólfur. Í byrjun vikunnar lést ástralskur ferðamaður á sjúkrahúsinu á Húsavík. Eftir krufningu er talið er líklegt að hann sé fyrsta fórnarlamb COVID-19. „Í ljós kom lungnabólga þannig að það eru miklar líkur á því að maðurinn hafi látist af völdum Covid-19,“ segir Alma Möller landlæknir. Flestir þeirra smituðu eru á milli fertugs og fimmtugs eða áttatíu og fjórir. „Við erum að heyra um að það geti verið yngra fólk að veikjast eins og á Ítalíu og auðvitað fylgjumst við með því og við höfum alltaf sagt að fólk á öllum aldri getur veikst. Það er samt sjaldgæft með að börn veikist alvarlega og kannski svona fólk undir þrítugu en það geta í raun allir veikst alvarlega en langmesta áhætta í eldri hópum,“ segir Alma.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Þrjár ungar konur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Erlent Fleiri fréttir Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Sjá meira