Innlent

Sóttu slasaðan skip­verja og fluttu á Land­spítalann

Atli Ísleifsson skrifar
Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst tilkynning um slysið á tólfta tímanum og var þyrlusveit Landhelgisgæslunnar þegar í stað kölluð út.
Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst tilkynning um slysið á tólfta tímanum og var þyrlusveit Landhelgisgæslunnar þegar í stað kölluð út. Vísir/Vilhelm

Áhöfnin á TF-GRO, þyrlu Landhelgisgæslunnar, flutti slasaðan skipverja á Landspítalann í Fossvogi í nótt.

Í tilkynningu frá gæslunni segir að slysið hafi orðið um borð í togara sem staddur var um 30 sjómílur suður af Selvogi.

„Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst tilkynning um slysið á tólfta tímanum og var þyrlusveit Landhelgisgæslunnar þegar í stað kölluð út.

TF-GRO tók á loft frá Reykjavíkurflugvelli klukkan 23:51 og var komin að skipinu um tuttugu mínútum síðar.

Sigmaður og læknir fóru um borð í skipið og var maðurinn hífður um borð í þyrluna. Hífingar gengu vel og TF-GRO lenti við Landspítalann í Fossvogi laust eftir klukkan eitt.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×