TikTok faldi myndbönd frá notendum sem voru taldir ljótir, fátækir eða fatlaðir Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 17. mars 2020 19:35 Gögn frá TikTok sýna fram á að stjórnendur forritsins hafi bælt niður myndbönd einstaklinga sem taldir voru ljótir, fátækir eða fatlaðir. getty/Rafael Henrique Stjórnendum forritsins TikTok var skipað að fela myndbönd sem birt voru á forritinu af notendum sem voru of ljótir, virtust fátækir eða fatlaðir. Þetta á fyrirtækið að hafa viljað til að myndböndin á forritinu væru hvetjandi fyrir notendur þess, samkvæmt trúnaðargögnum sem birt voru af fréttastofunni Intercept. TikTok er snjallforrit þar sem notendur geta hlaðið upp myndböndum og sömuleiðis horf á myndbönd annarra notenda. Forritið hefur notið gríðarlegra vinsælda og með hundruð milljónir notenda. Í gögnunum sem birt voru af Intercept er það útlistað ítarlega hvernig stjórnendum forritsins var fyrirskipað að velja myndbönd fyrir streymið „For you“ eða „fyrir þig,“ á íslensku. Þessi „fyrir þig“ dálkur er sá dálkur sem flestir notendur skruna í gegn um þegar þeir opna forritið. Því getur það skipt sköpum fyrir notendur ef myndbönd þeirra eru valin til að vera sýnd í „fyrir þig“ dálkinum en hingað til hefur það ekki verið þekkt hvað þurfi til þess að myndbönd séu valin til að vera sýnd í þessum dálki. Stjórnendum TikTok var skipað að setja myndbönd ekki í Fyrir þig dálkinn ef þau uppfylltu ekki viss skilyrði. Þar á meðal máttu einstaklingar í myndböndum ekki vera með „óeðlilegt vaxtarlag“ (t.a.m. dvergvaxnir eða með ofvöxt), vera bústnir, í ofþyngd eða of grannir, vera ljótir í framan eða vera með ljót andlitslýti. Einstaklinga með þessa „útlitsgalla“ var æskilegt að fjarlægja af forritinu, segir í gögnunum, þar sem að „ef einstaklingurinn er ekki fallegur verður myndbandið ekki jafn aðlaðandi og þess vegna ekki þess virði að mæla með því við notendur.“ Þá kemur einnig fram að fjarlægja átti myndbönd ef fátækleg heimili sæjust í bakgrunni þar sem „þess konar umhverfi væri ekki jafn fínt og aðlaðandi.“ Talsmaður TikTok sagði að markmiðið hafi verið að koma í veg fyrir einelti á miðlinum. TikTok var gagnrýnt í desember vegna misheppnaðra tilrauna til að koma í veg fyrir einelti en það hafði verið gert á sama hátt: með því að fela myndbönd einstaklinga í viðkvæmri stöðu. Ástæðurnar sem eru útlistaðar í nýjustu gögnunum eru mun fjölbreyttari og er hvergi minnst á einelti í þeim gögnum. Tækni Kína Samfélagsmiðlar Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Fleiri fréttir Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Sjá meira
Stjórnendum forritsins TikTok var skipað að fela myndbönd sem birt voru á forritinu af notendum sem voru of ljótir, virtust fátækir eða fatlaðir. Þetta á fyrirtækið að hafa viljað til að myndböndin á forritinu væru hvetjandi fyrir notendur þess, samkvæmt trúnaðargögnum sem birt voru af fréttastofunni Intercept. TikTok er snjallforrit þar sem notendur geta hlaðið upp myndböndum og sömuleiðis horf á myndbönd annarra notenda. Forritið hefur notið gríðarlegra vinsælda og með hundruð milljónir notenda. Í gögnunum sem birt voru af Intercept er það útlistað ítarlega hvernig stjórnendum forritsins var fyrirskipað að velja myndbönd fyrir streymið „For you“ eða „fyrir þig,“ á íslensku. Þessi „fyrir þig“ dálkur er sá dálkur sem flestir notendur skruna í gegn um þegar þeir opna forritið. Því getur það skipt sköpum fyrir notendur ef myndbönd þeirra eru valin til að vera sýnd í „fyrir þig“ dálkinum en hingað til hefur það ekki verið þekkt hvað þurfi til þess að myndbönd séu valin til að vera sýnd í þessum dálki. Stjórnendum TikTok var skipað að setja myndbönd ekki í Fyrir þig dálkinn ef þau uppfylltu ekki viss skilyrði. Þar á meðal máttu einstaklingar í myndböndum ekki vera með „óeðlilegt vaxtarlag“ (t.a.m. dvergvaxnir eða með ofvöxt), vera bústnir, í ofþyngd eða of grannir, vera ljótir í framan eða vera með ljót andlitslýti. Einstaklinga með þessa „útlitsgalla“ var æskilegt að fjarlægja af forritinu, segir í gögnunum, þar sem að „ef einstaklingurinn er ekki fallegur verður myndbandið ekki jafn aðlaðandi og þess vegna ekki þess virði að mæla með því við notendur.“ Þá kemur einnig fram að fjarlægja átti myndbönd ef fátækleg heimili sæjust í bakgrunni þar sem „þess konar umhverfi væri ekki jafn fínt og aðlaðandi.“ Talsmaður TikTok sagði að markmiðið hafi verið að koma í veg fyrir einelti á miðlinum. TikTok var gagnrýnt í desember vegna misheppnaðra tilrauna til að koma í veg fyrir einelti en það hafði verið gert á sama hátt: með því að fela myndbönd einstaklinga í viðkvæmri stöðu. Ástæðurnar sem eru útlistaðar í nýjustu gögnunum eru mun fjölbreyttari og er hvergi minnst á einelti í þeim gögnum.
Tækni Kína Samfélagsmiðlar Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Fleiri fréttir Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Sjá meira