Daði og gagnamagnið talin sigurstranglegust Jakob Bjarnar skrifar 25. febrúar 2020 12:54 Daði Freyr hlýtur að teljast afar sigurstranglegur í Söngvakeppninni sem fram fer um næstu helgi. RÚV Daði og þau í Gagnamagninu teljast líklegust til að hafa sigur í Söngvakeppninni sem haldin verður um næstu helgi. Betsson hefur sett upp veðmálssíðu fyrir Söngvakeppnina þar sem framlag Íslands verður valið til næstu Eurovison – söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva og er stuðullinn aðeins 1,9 á að Think About Things hafi sigur. Það þýðir einfaldlega að sérfræðingar veðmálafyrirtæksins meta það svo að Daði og félagar séu líklegust til að standa uppi með pálmann í höndunum; sá sem leggur undir 1000 krónur mun fá 1,900 krónur til baka fari svo. Þannig leggst eitt og annað á árar með hinum hávaxna teknópoppara og hans fólki en eins og Vísir greindi frá fyrir skömmu segir finnski Eurovisionspekingurinn Thomas Lundin sjaldan hafa verið eins auðvelt að spá til um sigur í Söngvakeppninni. Hann telur að Daði verði sá sem fagnar og fer til Rotterdam í Hollandi. Áður hafði sjálfur Russel Crowe, leikarinn góðkunni, vakið athygli á framlagi Daða og gagnamagnsins og virðist því flest bera að sama brunni. Sú er staðan þegar þetta er skrifað en stuðlarnir eru breytilegir eftir því á hvað menn vilja leggja sinn pening. Eftir því sem fleiri veðja á Daða, þeim mun lækkar stuðullinn á sigur hans. Sú sem þykir líklegust til að veita Daða og gagnamagninu viðnám er Iva með lag sitt Oculis videre. Iva er með 3 í stuðul. Því næst koma þungarokkararnir í Dimmu með Almyrkva sinn, með stuðulinn 3,8. Ísold og Helga með Meet Me Halfway eru metnar af sérfræðingum Betsson með stuðulinn 7,55. Ólíklegust til að hafa sigur í keppninni telst Nína Dagbjört með Echo: Ef menn leggja þúsund krónur á að hún sigri ávaxta þeir ágætlega sitt pund og fara frá með 15 þúsund krónur – Nína Dagbjört er með stuðulinn 15. Eurovision Fjárhættuspil Fjölmiðlar Tónlist Tengdar fréttir Independent fjallar um óvæntar vinsældir Daða Freys Daði Freyr Pétursson tónlistarmaður, sem tekur þátt í Söngvakeppni sjónvarpsins í ár með laginu Think About Things, ræðir óvæntar vinsældir framlagsins erlendis í viðtali við breska miðilinn Independent í dag. 22. febrúar 2020 21:21 Russell Crowe fylgist með Daða Frey Stórleikarinn Russell Crowe er greinilega mjög hrifinn af Daða Frey og Gagnamagninu en hann tísti í dag umfjöllun um lagið á Twitter-síðu sinni. 19. febrúar 2020 10:30 Thomas Lundin segir aldrei hafa verið eins auðvelt að giska á sigurvegara Síðustu ár hefur Vísir leitað til Thomas til að hann geti lagt mat á þau lög sem keppa til úrslita í Söngvakeppninni og hefur hann reynst afar sannspár. 23. febrúar 2020 14:00 Mest lesið Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Lífið Furðuleg forréttindablinda Gagnrýni Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Lífið Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna Lífið „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Lífið Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Menning Hiti í Hringekjunni Tíska og hönnun Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Lífið Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Bíó og sjónvarp Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar Sjá meira
Daði og þau í Gagnamagninu teljast líklegust til að hafa sigur í Söngvakeppninni sem haldin verður um næstu helgi. Betsson hefur sett upp veðmálssíðu fyrir Söngvakeppnina þar sem framlag Íslands verður valið til næstu Eurovison – söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva og er stuðullinn aðeins 1,9 á að Think About Things hafi sigur. Það þýðir einfaldlega að sérfræðingar veðmálafyrirtæksins meta það svo að Daði og félagar séu líklegust til að standa uppi með pálmann í höndunum; sá sem leggur undir 1000 krónur mun fá 1,900 krónur til baka fari svo. Þannig leggst eitt og annað á árar með hinum hávaxna teknópoppara og hans fólki en eins og Vísir greindi frá fyrir skömmu segir finnski Eurovisionspekingurinn Thomas Lundin sjaldan hafa verið eins auðvelt að spá til um sigur í Söngvakeppninni. Hann telur að Daði verði sá sem fagnar og fer til Rotterdam í Hollandi. Áður hafði sjálfur Russel Crowe, leikarinn góðkunni, vakið athygli á framlagi Daða og gagnamagnsins og virðist því flest bera að sama brunni. Sú er staðan þegar þetta er skrifað en stuðlarnir eru breytilegir eftir því á hvað menn vilja leggja sinn pening. Eftir því sem fleiri veðja á Daða, þeim mun lækkar stuðullinn á sigur hans. Sú sem þykir líklegust til að veita Daða og gagnamagninu viðnám er Iva með lag sitt Oculis videre. Iva er með 3 í stuðul. Því næst koma þungarokkararnir í Dimmu með Almyrkva sinn, með stuðulinn 3,8. Ísold og Helga með Meet Me Halfway eru metnar af sérfræðingum Betsson með stuðulinn 7,55. Ólíklegust til að hafa sigur í keppninni telst Nína Dagbjört með Echo: Ef menn leggja þúsund krónur á að hún sigri ávaxta þeir ágætlega sitt pund og fara frá með 15 þúsund krónur – Nína Dagbjört er með stuðulinn 15.
Eurovision Fjárhættuspil Fjölmiðlar Tónlist Tengdar fréttir Independent fjallar um óvæntar vinsældir Daða Freys Daði Freyr Pétursson tónlistarmaður, sem tekur þátt í Söngvakeppni sjónvarpsins í ár með laginu Think About Things, ræðir óvæntar vinsældir framlagsins erlendis í viðtali við breska miðilinn Independent í dag. 22. febrúar 2020 21:21 Russell Crowe fylgist með Daða Frey Stórleikarinn Russell Crowe er greinilega mjög hrifinn af Daða Frey og Gagnamagninu en hann tísti í dag umfjöllun um lagið á Twitter-síðu sinni. 19. febrúar 2020 10:30 Thomas Lundin segir aldrei hafa verið eins auðvelt að giska á sigurvegara Síðustu ár hefur Vísir leitað til Thomas til að hann geti lagt mat á þau lög sem keppa til úrslita í Söngvakeppninni og hefur hann reynst afar sannspár. 23. febrúar 2020 14:00 Mest lesið Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Lífið Furðuleg forréttindablinda Gagnrýni Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Lífið Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna Lífið „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Lífið Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Menning Hiti í Hringekjunni Tíska og hönnun Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Lífið Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Bíó og sjónvarp Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar Sjá meira
Independent fjallar um óvæntar vinsældir Daða Freys Daði Freyr Pétursson tónlistarmaður, sem tekur þátt í Söngvakeppni sjónvarpsins í ár með laginu Think About Things, ræðir óvæntar vinsældir framlagsins erlendis í viðtali við breska miðilinn Independent í dag. 22. febrúar 2020 21:21
Russell Crowe fylgist með Daða Frey Stórleikarinn Russell Crowe er greinilega mjög hrifinn af Daða Frey og Gagnamagninu en hann tísti í dag umfjöllun um lagið á Twitter-síðu sinni. 19. febrúar 2020 10:30
Thomas Lundin segir aldrei hafa verið eins auðvelt að giska á sigurvegara Síðustu ár hefur Vísir leitað til Thomas til að hann geti lagt mat á þau lög sem keppa til úrslita í Söngvakeppninni og hefur hann reynst afar sannspár. 23. febrúar 2020 14:00
Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?”