Lífið

Russell Crowe fylgist með Daða Frey

Stefán Árni Pálsson skrifar
Daði Frey og Gagnamagnið virðast vera í góðum málum.
Daði Frey og Gagnamagnið virðast vera í góðum málum.

Stórleikarinn Russell Crowe er greinilega mjög hrifinn af Daða Frey og Gagnamagninu. Tvisvar á síðastliðnum sólarhring hefur Ástralinn vakið athygli á lagi Gagnamagnsins á Twitter-síðu sinni.

Daði Freyr og Gagnamagnið taka þátt á úrslitakvöldi Söngvakeppninnar þann 29. febrúar næstkomandi en alls verða fimm lög flutt í Laugardalshöllinni.

Lag Daða Freyr og Gagnamagnsins ber heitið Think About Things.

Daði Freyr virðist vera nokkuð hissa á atburðinum eins og sjá má í hans eigin tísti.

Virtasta Eurovision-bloggsíðan WIWI-bloggs greinir frá því að lag Daða Freys sé sannarlega að fara áfram í stóru keppnina þar sem lagið hafi sprungið út á vefnum. 

Þetta er í annað sinn á síðastliðnum sólahring sem Russell Crowe vekur athygli á lagi Daða Freys en hann áframtísti þessu tísti.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.