Lífið

Russell Crowe fylgist með Daða Frey

Stefán Árni Pálsson skrifar
Daði Frey og Gagnamagnið virðast vera í góðum málum.
Daði Frey og Gagnamagnið virðast vera í góðum málum.

Stórleikarinn Russell Crowe er greinilega mjög hrifinn af Daða Frey og Gagnamagninu. Tvisvar á síðastliðnum sólarhring hefur Ástralinn vakið athygli á lagi Gagnamagnsins á Twitter-síðu sinni.

Daði Freyr og Gagnamagnið taka þátt á úrslitakvöldi Söngvakeppninnar þann 29. febrúar næstkomandi en alls verða fimm lög flutt í Laugardalshöllinni.

Lag Daða Freyr og Gagnamagnsins ber heitið Think About Things.

Daði Freyr virðist vera nokkuð hissa á atburðinum eins og sjá má í hans eigin tísti.

Virtasta Eurovision-bloggsíðan WIWI-bloggs greinir frá því að lag Daða Freys sé sannarlega að fara áfram í stóru keppnina þar sem lagið hafi sprungið út á vefnum. 

Þetta er í annað sinn á síðastliðnum sólahring sem Russell Crowe vekur athygli á lagi Daða Freys en hann áframtísti þessu tísti.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.