Innlent

Maður hand­tekinn eftir líkams­á­rás í heima­húsi í Kópa­vogi

Atli Ísleifsson skrifar
Maðurinn er grunaður um líkamsárás og vörslu fíkniefna.
Maðurinn er grunaður um líkamsárás og vörslu fíkniefna. Vísir/Vilhelm

Lögregla á höfuðborgarsvæðinu handtók á mann í annarlegu ástandi í Kópavogi um kvöldmatarleytið í gær. Var maðurinn gestkomandi í húsi og vildi ekki fara þaðan.

Í dagbók lögreglu segir að maðurinn sé grunaður um líkamsárás og vörslu fíkniefna. Hann var vistaður í fangageymslu lögreglu fyrir rannsókn máls.

Einnig segir frá því að á fimmta tímanum í nótt hafi verið tilkynnt um innbrot í matvöruverslun á Seltjarnarnesi. Var þar búið að brjóta rúðu og fara inn, en ekki er vitað hverju var stolið.

Á öðrum tímanum í nótt var tilkynnt um innbrot í bensínstöð í hverfi 110 í Reykjavík. Þar var einnig búið að brjóta rúðu, en ekki er vitað hverju var stolið.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.