Innlent

Maður hand­tekinn eftir líkams­á­rás í heima­húsi í Kópa­vogi

Atli Ísleifsson skrifar
Maðurinn er grunaður um líkamsárás og vörslu fíkniefna.
Maðurinn er grunaður um líkamsárás og vörslu fíkniefna. Vísir/Vilhelm

Lögregla á höfuðborgarsvæðinu handtók á mann í annarlegu ástandi í Kópavogi um kvöldmatarleytið í gær. Var maðurinn gestkomandi í húsi og vildi ekki fara þaðan.

Í dagbók lögreglu segir að maðurinn sé grunaður um líkamsárás og vörslu fíkniefna. Hann var vistaður í fangageymslu lögreglu fyrir rannsókn máls.

Einnig segir frá því að á fimmta tímanum í nótt hafi verið tilkynnt um innbrot í matvöruverslun á Seltjarnarnesi. Var þar búið að brjóta rúðu og fara inn, en ekki er vitað hverju var stolið.

Á öðrum tímanum í nótt var tilkynnt um innbrot í bensínstöð í hverfi 110 í Reykjavík. Þar var einnig búið að brjóta rúðu, en ekki er vitað hverju var stolið.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×