50-60 milljónir í súginn verði frestað | KSÍ leitað til borgar og ríkis Sindri Sverrisson skrifar 16. mars 2020 23:00 Kjartan Atli Kjartansson, Guðni Bergsson og Henry Birgir Gunnarsson í þættinum í dag. vísir/skjáskot Guðni Bergsson, formaður KSÍ, fór yfir ýmis úrlausnarefni tengd kórónuveirunni í Sportinu í dag. Innslagið má sjá hér neðst í fréttinni. Guðni var meðal annars spurður út í kostnaðinn við að gera Laugardalsvöll leikfæran fyrir leik Íslands og Rúmeníu í EM-umspilinu. Leikurinn er enn settur á 26. mars en allar líkur eru á að honum verði frestað. Guðni mun á morgun sitja fjarfund með öðrum formönnum knattspyrnusambanda í Evrópu þar sem þetta og fleiri mál verða rædd. Guðni segir að á bilinu 50-60 milljónir hafi farið í að gera Laugardalsvöll tilbúinn í þessum mánuði, sem segja má að fari í súginn vegna kórónuveirunnar. Kostnaðurinn þótti réttlætanlegur í ljósi þess hve mikið var í húfi fyrir íslenska liðið, enda margfalt hærra verðlaunafé í boði fyrir að komast á EM. Þess vegna var allt lagt í sölurnar: „Völlurinn er í góðu ástandi miðað við að það skuli vera mars. Það er verst ef að öll þessi vinna Kidda vallarstjóra [Kristins V. Jóhannssonar] og okkar starfsmanna hefur þá farið fyrir bí. En við verðum líka að skoða það í samhengi við það sem er að gerast í samfélaginu og tökumst bara á við þetta,“ sagði Guðni. En mun kostnaðurinn einfaldlega falla á KSÍ eða fást bætur frá UEFA vegna fordæmalausra aðstæðna? „Að öllum líkindum fellur þetta bara á sambandið. Við höfum svo sem verið að ræða við UEFA um þessi mál, en ef maður á að vera algjörlega sanngjarn í þessum vangaveltum þá má spyrja; Hvar eru hitalagnir undir grasinu? Og svo framvegis. Það er ekki búið að klára þá umræðu en við höfum vissulega líka rætt við eiganda vallarins, Reykjavíkurborg, varðandi að styrkja okkur varðandi þennan kostnað, og líka ríkisstjórnina. Þennan kostnað sem kemur til út af leiktíma og ástandi Laugardalsvallar. En þetta er eitthvað sem að við verðum að taka, og þó að þessi leikur færi fram í júní eða síðar þá var þessi kostnaður alltaf að fara að falla á okkur. Það er mikilvægt líka á þessari stundu að sjá hlutina í samhengi. Auðvitað er þetta fjárhagslegur skaði og bit og allt þetta. Við þurfum að greiða fyrir þetta jafnvel þó að leikurinn verði ekki á endanum, en við verðum að sjá stóra samhengið sem er auðvitað ástandið, almannaheill og lýðheilsan. Það er það sem við beinum sjónum okkar að núna,“ sagði Guðni. Allt innslagið má sjá hér að neðan þar sem Guðni ræðir meðal annars um áhrif kórónuveirunnar á komandi Íslandsmót. Klippa: Guðni Bergsson sat fyrir svörum KSÍ EM 2020 í fótbolta Sportið í dag Tengdar fréttir Berglind föst á Ítalíu | Orðið erfitt að vakna í þessari óvissu „Þetta er gríðarlega erfitt,“ segir Berglind Björg Þorvaldsdóttir, landsliðskona í fótbolta og leikmaður AC Milan á Ítalíu, um lífið í því óvissuástandi sem verið hefur í landinu síðustu vikur vegna kórónuveirunnar. 16. mars 2020 19:10 Guðni segir að þriðja sæti riðilsins gæti mögulega skilað Íslandi á EM Ísland náði nítján stigum í undankeppni EM 2020 og þau stig gætu mögulega á endanum skilað íslenska liðinu inn í úrslitakeppnina. 16. mars 2020 15:51 Sjáðu fyrsta þáttinn af Sportið í dag Nýr íþróttaþáttur hóf göngu sína á Stöð 2 Sport í dag. 16. mars 2020 15:35 Nýr íþróttaþáttur hefur göngu sína í dag | Guðni Bergsson mætir í sett Kjartan Atli Kjartansson og Henry Birgir Gunnarsson stýra nýjum íþróttaþætti, Sportið í dag, á Stöð 2 Sport. 16. mars 2020 11:56 Mest lesið Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Fleiri fréttir Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjá meira
Guðni Bergsson, formaður KSÍ, fór yfir ýmis úrlausnarefni tengd kórónuveirunni í Sportinu í dag. Innslagið má sjá hér neðst í fréttinni. Guðni var meðal annars spurður út í kostnaðinn við að gera Laugardalsvöll leikfæran fyrir leik Íslands og Rúmeníu í EM-umspilinu. Leikurinn er enn settur á 26. mars en allar líkur eru á að honum verði frestað. Guðni mun á morgun sitja fjarfund með öðrum formönnum knattspyrnusambanda í Evrópu þar sem þetta og fleiri mál verða rædd. Guðni segir að á bilinu 50-60 milljónir hafi farið í að gera Laugardalsvöll tilbúinn í þessum mánuði, sem segja má að fari í súginn vegna kórónuveirunnar. Kostnaðurinn þótti réttlætanlegur í ljósi þess hve mikið var í húfi fyrir íslenska liðið, enda margfalt hærra verðlaunafé í boði fyrir að komast á EM. Þess vegna var allt lagt í sölurnar: „Völlurinn er í góðu ástandi miðað við að það skuli vera mars. Það er verst ef að öll þessi vinna Kidda vallarstjóra [Kristins V. Jóhannssonar] og okkar starfsmanna hefur þá farið fyrir bí. En við verðum líka að skoða það í samhengi við það sem er að gerast í samfélaginu og tökumst bara á við þetta,“ sagði Guðni. En mun kostnaðurinn einfaldlega falla á KSÍ eða fást bætur frá UEFA vegna fordæmalausra aðstæðna? „Að öllum líkindum fellur þetta bara á sambandið. Við höfum svo sem verið að ræða við UEFA um þessi mál, en ef maður á að vera algjörlega sanngjarn í þessum vangaveltum þá má spyrja; Hvar eru hitalagnir undir grasinu? Og svo framvegis. Það er ekki búið að klára þá umræðu en við höfum vissulega líka rætt við eiganda vallarins, Reykjavíkurborg, varðandi að styrkja okkur varðandi þennan kostnað, og líka ríkisstjórnina. Þennan kostnað sem kemur til út af leiktíma og ástandi Laugardalsvallar. En þetta er eitthvað sem að við verðum að taka, og þó að þessi leikur færi fram í júní eða síðar þá var þessi kostnaður alltaf að fara að falla á okkur. Það er mikilvægt líka á þessari stundu að sjá hlutina í samhengi. Auðvitað er þetta fjárhagslegur skaði og bit og allt þetta. Við þurfum að greiða fyrir þetta jafnvel þó að leikurinn verði ekki á endanum, en við verðum að sjá stóra samhengið sem er auðvitað ástandið, almannaheill og lýðheilsan. Það er það sem við beinum sjónum okkar að núna,“ sagði Guðni. Allt innslagið má sjá hér að neðan þar sem Guðni ræðir meðal annars um áhrif kórónuveirunnar á komandi Íslandsmót. Klippa: Guðni Bergsson sat fyrir svörum
KSÍ EM 2020 í fótbolta Sportið í dag Tengdar fréttir Berglind föst á Ítalíu | Orðið erfitt að vakna í þessari óvissu „Þetta er gríðarlega erfitt,“ segir Berglind Björg Þorvaldsdóttir, landsliðskona í fótbolta og leikmaður AC Milan á Ítalíu, um lífið í því óvissuástandi sem verið hefur í landinu síðustu vikur vegna kórónuveirunnar. 16. mars 2020 19:10 Guðni segir að þriðja sæti riðilsins gæti mögulega skilað Íslandi á EM Ísland náði nítján stigum í undankeppni EM 2020 og þau stig gætu mögulega á endanum skilað íslenska liðinu inn í úrslitakeppnina. 16. mars 2020 15:51 Sjáðu fyrsta þáttinn af Sportið í dag Nýr íþróttaþáttur hóf göngu sína á Stöð 2 Sport í dag. 16. mars 2020 15:35 Nýr íþróttaþáttur hefur göngu sína í dag | Guðni Bergsson mætir í sett Kjartan Atli Kjartansson og Henry Birgir Gunnarsson stýra nýjum íþróttaþætti, Sportið í dag, á Stöð 2 Sport. 16. mars 2020 11:56 Mest lesið Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Fleiri fréttir Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjá meira
Berglind föst á Ítalíu | Orðið erfitt að vakna í þessari óvissu „Þetta er gríðarlega erfitt,“ segir Berglind Björg Þorvaldsdóttir, landsliðskona í fótbolta og leikmaður AC Milan á Ítalíu, um lífið í því óvissuástandi sem verið hefur í landinu síðustu vikur vegna kórónuveirunnar. 16. mars 2020 19:10
Guðni segir að þriðja sæti riðilsins gæti mögulega skilað Íslandi á EM Ísland náði nítján stigum í undankeppni EM 2020 og þau stig gætu mögulega á endanum skilað íslenska liðinu inn í úrslitakeppnina. 16. mars 2020 15:51
Sjáðu fyrsta þáttinn af Sportið í dag Nýr íþróttaþáttur hóf göngu sína á Stöð 2 Sport í dag. 16. mars 2020 15:35
Nýr íþróttaþáttur hefur göngu sína í dag | Guðni Bergsson mætir í sett Kjartan Atli Kjartansson og Henry Birgir Gunnarsson stýra nýjum íþróttaþætti, Sportið í dag, á Stöð 2 Sport. 16. mars 2020 11:56
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti