Guðni segir að þriðja sæti riðilsins gæti mögulega skilað Íslandi á EM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. mars 2020 15:51 Gylfi Þór Sigurðsson skoraði sigurmark Íslands í lokaleiknum á móti Moldóvu og sá sigur gæti mögulega skilað íslenska liðinu inn á EM. Getty/Adam Nurkiewicz Fjögur sæti eru enn laus á Evrópumótinu í knattspyrnu og þau áttu að vera í boði í umspilsleikjunum í mars. Umspilið er aftur á móti í uppnámi eftir að kórónuveiran er búin að stöðva leik út um allan heim. Guðni Bergsson, formaður KSÍ, var gestur hjá Henry Birgi Gunnarssyni og Kjartani Atli Kjartanssyni í þættinum Sportið í dag á Stöð 2 Sport. Guðni ræddi meðal annars umspilið og hvernig UEFA gæti leyst það að fylla liðakvótann á Evrópumótinu. Eru einhverjar líkur á því að EM fari fram í sumar? „Nei ég held að það séu litlar líkur. Það er allt of stutt í það og ég er ekki að sjá það gerast. Það yrði sem dæmi mjög erfitt að koma fyrir umspilinu,“ sagði Guðni Bergsson en þar gætu opnast dyr fyrir íslenska liðið: „Það er lausn í þessu sem okkur gæti hugnast. Það yrði að besti árangurinn í þriðja sæti yrði talinn eins og var fyrir Evrópumótið 2016 því þá værum við komin inn í úrslitakeppnina,“ sagði Guðni. „Við náðum fínum árangri í undankeppninni og tókum þriðja sætið. Það myndi svo sannarlega hugnast okkur. Ég held að tímaramminn sé of knappur, óvissan of mikil og ég sé því ekki að niðurstaðan verði önnur en að fresta þessari keppnu um þó nokkurn tíma,“ sagði Guðni. Íslenska liðið náði í nítján stig í riðlinum, vann sex af tíu leikjum og tapaði aðeins þremur. Markatalan var 14-11 eða 3 mörk í plús. Ekkert annað lið í þriðja sætið náði í 19 stig en næst kom Noregur með 17 stig. EM 2020 í fótbolta Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Öruggur sigur City Enski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti Fleiri fréttir Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Sjá meira
Fjögur sæti eru enn laus á Evrópumótinu í knattspyrnu og þau áttu að vera í boði í umspilsleikjunum í mars. Umspilið er aftur á móti í uppnámi eftir að kórónuveiran er búin að stöðva leik út um allan heim. Guðni Bergsson, formaður KSÍ, var gestur hjá Henry Birgi Gunnarssyni og Kjartani Atli Kjartanssyni í þættinum Sportið í dag á Stöð 2 Sport. Guðni ræddi meðal annars umspilið og hvernig UEFA gæti leyst það að fylla liðakvótann á Evrópumótinu. Eru einhverjar líkur á því að EM fari fram í sumar? „Nei ég held að það séu litlar líkur. Það er allt of stutt í það og ég er ekki að sjá það gerast. Það yrði sem dæmi mjög erfitt að koma fyrir umspilinu,“ sagði Guðni Bergsson en þar gætu opnast dyr fyrir íslenska liðið: „Það er lausn í þessu sem okkur gæti hugnast. Það yrði að besti árangurinn í þriðja sæti yrði talinn eins og var fyrir Evrópumótið 2016 því þá værum við komin inn í úrslitakeppnina,“ sagði Guðni. „Við náðum fínum árangri í undankeppninni og tókum þriðja sætið. Það myndi svo sannarlega hugnast okkur. Ég held að tímaramminn sé of knappur, óvissan of mikil og ég sé því ekki að niðurstaðan verði önnur en að fresta þessari keppnu um þó nokkurn tíma,“ sagði Guðni. Íslenska liðið náði í nítján stig í riðlinum, vann sex af tíu leikjum og tapaði aðeins þremur. Markatalan var 14-11 eða 3 mörk í plús. Ekkert annað lið í þriðja sætið náði í 19 stig en næst kom Noregur með 17 stig.
EM 2020 í fótbolta Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Öruggur sigur City Enski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti Fleiri fréttir Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Sjá meira