Í dag hefur nýr íþróttaþáttur, Sportið í dag, göngu sína á Stöð 2 Sport. Umsjónarmenn þáttarins eru Kjartan Atli Kjartansson og Henry Birgir Gunnarsson.
Í þættinum verður fjallað um allt það helsta sem er að gerast í íþróttum, hér á landi og utan landssteinanna.
Um er að ræða 60 mínútna þátt sem verður á Stöð 2 Sport á hverjum virkum degi klukkan 15:00.
Fyrsti þátturinn verður sýndur beint á Vísi. Þar mætir Guðni Bergsson, formaður KSÍ, í sett, rætt verður við Rúnar Sigtryggsson, þjálfara karlaliðs Stjörnunnar í handbolta, um að vera með lið í sóttkví og púlsinn tekinn á Danielle Rodriguez, leikmanni KR, í körfubolta.