Segir titilbaráttuna „mjög flókna“ eftir jafntefli gærdagsins Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. desember 2020 17:01 Ronald Koeman viðurkenndi að Barcelona ætti ekki mikla möguleika á spænska meistaratitlinum eftir 1-1 jafntefli gegn Eibar í gærkvöldi. EPA-EFE/SERGEY DOLZHENKO Ronald Koeman, þjálfari Barcelona, segir titilbaráttu spænsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu „mjög flókna“ eftir 1-1 jafntefli sinna manna gegn Eibar í gærkvöldi. Börsungar eru nú sjö stigum á eftir toppliðum Atlético og Real Madrid. Koeman vissi að tímabilið yrði strembið en það er ef til vill að reynast töluvert erfiðara, eða flóknara, en hann óraði fyrir. „Ef ég er raunsær þá er titillinn „flókinn.“ Ekkert er ómögulegt en það er langt í toppliðin. Atlético virka á mig sem mjög gott og sterkt lið. Fá ekki á sig mikið af mörkum,“ sagði Hollendingurinn eftir leik. „Við áttum skili að vinna. Við gerðum það sem við þurftum að gera. Þeir áttu aðeins eitt skot á markið. Við sköpuðum færi, klikkuðum á vítaspyrnu og gerðum mistök í vörninni,“ bætti Koeman við. Difficult for Barca to win league, admits Koeman after Eibar draw https://t.co/0ax2UhBec7 pic.twitter.com/i3GNGtTMBp— Reuters UK (@ReutersUK) December 29, 2020 Lionel Messi var ekki með í gær vegna ökklameiðsla. Samningur hans rennur út næsta sumar sem þýðir að hann getur rætt við önnur félög strax í janúar. „Ég vill ekki segja að okkur hafi skort reynslu. Við spiluðum fimm eða sex ungum leikmönnum í dag, við höfðum einnig reynslumikla leikmenn en einnig töluvert af meiðslum.“ „Við vorum án Leo sem skiptir sköpum. Okkur líður samt eins og við hefðum átt að vinna. Við sköpuðum mörg færi, klikkuðum á víti og gáfum mark. Einstaklingsmistök kostuðu okkur stig,“ sagði Koeman að lokum á blaðamannafundi eftir leik. Næsti leikur Barcelona er á útivelli gegn Huesca þann 3. janúar næstkomandi. Er leikurinn sýndur beint á Stöð 2 Sport. Spænski boltinn, La Liga, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. La Liga er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Spænski boltinn Tengdar fréttir Barcelona náði bara einu stigi gegn Eibar á heimavelli Barcelona náði einungis í eitt stig á heimavelli gegn Eibar í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld en lokatölurnar urðu 1-1. 29. desember 2020 20:06 Coutinho meiddist gegn Eibar og gæti verið frá í dágóða stund Brasiíski miðjumaðurinn Philippe Coutinho haltraði meiddur af velli undir leiks er Barcelona gerði 1-1 jafntefli við Eibar í spænsku úrvalsdeildinni í gær. Nú hefur komið í ljós að hann gæti hafa skaddað liðbönd í hné. 30. desember 2020 15:00 Mest lesið Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Íslenski boltinn Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Fótbolti „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Körfubolti Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Íslenski boltinn HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Fótbolti Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Handbolti Í beinni: Stjarnan - Valur | Upphafsleikur Olís deildarinnar Handbolti Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM Körfubolti Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United Fótbolti Konurnar þurfa að fara í kynjapróf fyrir HM í frjálsum en prófið er bannað Sport Fleiri fréttir Sædís kom að dýrmætu marki „Lítum á þennan leik sem leik sem við verðum að vinna“ Freyr ósáttur við Bodø/Glimt og sakar þá um hroka Leikir U-21 árs strákanna í opinni dagskrá á Sýn Sport HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Gæti spilað fyrsta landsleikinn í sjö ár Vardy til Ítalíu og spilar með barnabarnabarni Mussolini Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðsins Sönderjyske Sjá meira
Koeman vissi að tímabilið yrði strembið en það er ef til vill að reynast töluvert erfiðara, eða flóknara, en hann óraði fyrir. „Ef ég er raunsær þá er titillinn „flókinn.“ Ekkert er ómögulegt en það er langt í toppliðin. Atlético virka á mig sem mjög gott og sterkt lið. Fá ekki á sig mikið af mörkum,“ sagði Hollendingurinn eftir leik. „Við áttum skili að vinna. Við gerðum það sem við þurftum að gera. Þeir áttu aðeins eitt skot á markið. Við sköpuðum færi, klikkuðum á vítaspyrnu og gerðum mistök í vörninni,“ bætti Koeman við. Difficult for Barca to win league, admits Koeman after Eibar draw https://t.co/0ax2UhBec7 pic.twitter.com/i3GNGtTMBp— Reuters UK (@ReutersUK) December 29, 2020 Lionel Messi var ekki með í gær vegna ökklameiðsla. Samningur hans rennur út næsta sumar sem þýðir að hann getur rætt við önnur félög strax í janúar. „Ég vill ekki segja að okkur hafi skort reynslu. Við spiluðum fimm eða sex ungum leikmönnum í dag, við höfðum einnig reynslumikla leikmenn en einnig töluvert af meiðslum.“ „Við vorum án Leo sem skiptir sköpum. Okkur líður samt eins og við hefðum átt að vinna. Við sköpuðum mörg færi, klikkuðum á víti og gáfum mark. Einstaklingsmistök kostuðu okkur stig,“ sagði Koeman að lokum á blaðamannafundi eftir leik. Næsti leikur Barcelona er á útivelli gegn Huesca þann 3. janúar næstkomandi. Er leikurinn sýndur beint á Stöð 2 Sport. Spænski boltinn, La Liga, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. La Liga er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Spænski boltinn, La Liga, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. La Liga er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Spænski boltinn Tengdar fréttir Barcelona náði bara einu stigi gegn Eibar á heimavelli Barcelona náði einungis í eitt stig á heimavelli gegn Eibar í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld en lokatölurnar urðu 1-1. 29. desember 2020 20:06 Coutinho meiddist gegn Eibar og gæti verið frá í dágóða stund Brasiíski miðjumaðurinn Philippe Coutinho haltraði meiddur af velli undir leiks er Barcelona gerði 1-1 jafntefli við Eibar í spænsku úrvalsdeildinni í gær. Nú hefur komið í ljós að hann gæti hafa skaddað liðbönd í hné. 30. desember 2020 15:00 Mest lesið Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Íslenski boltinn Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Fótbolti „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Körfubolti Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Íslenski boltinn HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Fótbolti Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Handbolti Í beinni: Stjarnan - Valur | Upphafsleikur Olís deildarinnar Handbolti Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM Körfubolti Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United Fótbolti Konurnar þurfa að fara í kynjapróf fyrir HM í frjálsum en prófið er bannað Sport Fleiri fréttir Sædís kom að dýrmætu marki „Lítum á þennan leik sem leik sem við verðum að vinna“ Freyr ósáttur við Bodø/Glimt og sakar þá um hroka Leikir U-21 árs strákanna í opinni dagskrá á Sýn Sport HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Gæti spilað fyrsta landsleikinn í sjö ár Vardy til Ítalíu og spilar með barnabarnabarni Mussolini Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðsins Sönderjyske Sjá meira
Barcelona náði bara einu stigi gegn Eibar á heimavelli Barcelona náði einungis í eitt stig á heimavelli gegn Eibar í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld en lokatölurnar urðu 1-1. 29. desember 2020 20:06
Coutinho meiddist gegn Eibar og gæti verið frá í dágóða stund Brasiíski miðjumaðurinn Philippe Coutinho haltraði meiddur af velli undir leiks er Barcelona gerði 1-1 jafntefli við Eibar í spænsku úrvalsdeildinni í gær. Nú hefur komið í ljós að hann gæti hafa skaddað liðbönd í hné. 30. desember 2020 15:00