Fara yfir upptökur úr búkmyndavélum lögreglumanna sem mættu í Ásmundarsal Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. desember 2020 11:56 Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, var í Ásmundarsal á Þorláksmessukvöld, hvar lögregla stöðvaði viðburð vegna meintra brota á sóttvarnalögum. Vísir/Vilhelm Hafin er formleg rannsókn lögreglu á höfuðborgarsvæðinu á viðburði í Ásmundarsal á Þorláksmessukvöld, hvar Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra var viðstaddur. Lögregla mun m.a. fara yfir upptökur úr búkmyndavélum lögreglumanna sem mættu á staðinn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu nú skömmu fyrir hádegi. Lögregla segir ekki unnt að greina frekar frá rannsókninni að svo stöddu. Fram kemur í tilkynningu að lögregla hafi jafnframt til rannsóknar „nokkurn fjölda mála er varða hugsanleg brot á sóttvarnalögum“. Viðburðurinn í Ásmundarsal sé einnig rannsakaður með tilliti til slíkra brota. Yfirlýsing lögreglu í heild Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur til rannsóknar nokkurn fjölda mála er varða hugsanleg brot á sóttvarnalögum. Mikið hefur verið spurt um mál er varðar atvik í Ásmundarsal á Þorláksmessu. Formleg rannsókn er hafin í málinu, sem m.a. felst í því að verið er að yfirfara upptökur úr búkmyndavélum lögreglumanna sem mættu á staðinn með tilliti til brota á sóttvörnum. Ekki er unnt að greina frekar frá rannsókn málsins að svo stöddu. Málið hefur vakið mikla athygli síðan lögregla greindi frá því á aðfangadag að „hæstvirtur ráðherra“ hefði verið viðstaddur viðburð í miðborginni kvöldið áður, sem leystur hefði verið upp af lögreglu á ellefta tímanum. Greint var frá því að tugir hefðu verið samankomnir á staðnum og nálægðarmörk og grímuskylda ekki virt. Síðar kom í ljós að umræddur ráðherra var Bjarni Benediktsson og að viðburðurinn var „sölusýning“ á listaverkum í Ásmundarsal. Bjarni hefur sagst aðeins hafa verið inni í salnum í fimmtán mínútur, auk þess sem hann segist ekki hafa brotið sóttvarnalög með veru sinni þar. Margir hafa kallað eftir afsögn hans vegna málsins. Eigendur Ásmundarsalar, hjónin Aðalheiður Magnúsdóttir og Sigurbjörn Þorkelsson, sögðu í yfirlýsingu vegna málsins í fyrradag að reglur um fjöldatakmarkanir og opnunartíma hefðu ekki verið brotnar á Þorláksmessukvöld. Fjöldi í húsinu hefði ekki farið yfir fimmtíu manns en salurinn hafi leyfi fyrir þeim fjölda. Grímunotkun hefði hins vegar verið ábótavant og því ljóst að mistök hefðu verið gerð í að tryggja sóttvarnir. Ráðherra í Ásmundarsal Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Segist ekki hafa brotið sóttvarnalög Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segist ekki hafa brotið sóttvarnalög með því að hafa mætt á sýningu í Ásmundarsal á Þorláksmessu, þar sem tugir voru samankomnir að sögn lögreglu. Hann líti ekki á sýninguna sem „samkvæmi“ og stendur við fyrri yfirlýsingar sínar um að hafa aðeins verið staddur í salnum í fimmtán mínútur. 28. desember 2020 20:56 Ágústa Eva tekur upp hanskann fyrir Bjarna: „Fólk virðist vera að raðtrompa hvert annað hérna“ Leik- og söngkonan Ágústa Eva Erlendsdóttir furðar sig á viðbrögðum Íslendinga sem hún telur hafa farið mikinn í umræðunni um samkomuna í Ásmundarsal sem lögregla hafði afskipti af á Þorláksmessu þar sem Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra var viðstaddur. 28. desember 2020 23:45 Enginn sé betri en Bjarni í að koma sér úr vandræðum Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórmálafræði við Háskóla Íslands, telur að hér á landi sé enginn stjórnmálamaður betri í að koma sér út úr vandræðum en Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. 28. desember 2020 15:42 Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu nú skömmu fyrir hádegi. Lögregla segir ekki unnt að greina frekar frá rannsókninni að svo stöddu. Fram kemur í tilkynningu að lögregla hafi jafnframt til rannsóknar „nokkurn fjölda mála er varða hugsanleg brot á sóttvarnalögum“. Viðburðurinn í Ásmundarsal sé einnig rannsakaður með tilliti til slíkra brota. Yfirlýsing lögreglu í heild Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur til rannsóknar nokkurn fjölda mála er varða hugsanleg brot á sóttvarnalögum. Mikið hefur verið spurt um mál er varðar atvik í Ásmundarsal á Þorláksmessu. Formleg rannsókn er hafin í málinu, sem m.a. felst í því að verið er að yfirfara upptökur úr búkmyndavélum lögreglumanna sem mættu á staðinn með tilliti til brota á sóttvörnum. Ekki er unnt að greina frekar frá rannsókn málsins að svo stöddu. Málið hefur vakið mikla athygli síðan lögregla greindi frá því á aðfangadag að „hæstvirtur ráðherra“ hefði verið viðstaddur viðburð í miðborginni kvöldið áður, sem leystur hefði verið upp af lögreglu á ellefta tímanum. Greint var frá því að tugir hefðu verið samankomnir á staðnum og nálægðarmörk og grímuskylda ekki virt. Síðar kom í ljós að umræddur ráðherra var Bjarni Benediktsson og að viðburðurinn var „sölusýning“ á listaverkum í Ásmundarsal. Bjarni hefur sagst aðeins hafa verið inni í salnum í fimmtán mínútur, auk þess sem hann segist ekki hafa brotið sóttvarnalög með veru sinni þar. Margir hafa kallað eftir afsögn hans vegna málsins. Eigendur Ásmundarsalar, hjónin Aðalheiður Magnúsdóttir og Sigurbjörn Þorkelsson, sögðu í yfirlýsingu vegna málsins í fyrradag að reglur um fjöldatakmarkanir og opnunartíma hefðu ekki verið brotnar á Þorláksmessukvöld. Fjöldi í húsinu hefði ekki farið yfir fimmtíu manns en salurinn hafi leyfi fyrir þeim fjölda. Grímunotkun hefði hins vegar verið ábótavant og því ljóst að mistök hefðu verið gerð í að tryggja sóttvarnir.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur til rannsóknar nokkurn fjölda mála er varða hugsanleg brot á sóttvarnalögum. Mikið hefur verið spurt um mál er varðar atvik í Ásmundarsal á Þorláksmessu. Formleg rannsókn er hafin í málinu, sem m.a. felst í því að verið er að yfirfara upptökur úr búkmyndavélum lögreglumanna sem mættu á staðinn með tilliti til brota á sóttvörnum. Ekki er unnt að greina frekar frá rannsókn málsins að svo stöddu.
Ráðherra í Ásmundarsal Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Segist ekki hafa brotið sóttvarnalög Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segist ekki hafa brotið sóttvarnalög með því að hafa mætt á sýningu í Ásmundarsal á Þorláksmessu, þar sem tugir voru samankomnir að sögn lögreglu. Hann líti ekki á sýninguna sem „samkvæmi“ og stendur við fyrri yfirlýsingar sínar um að hafa aðeins verið staddur í salnum í fimmtán mínútur. 28. desember 2020 20:56 Ágústa Eva tekur upp hanskann fyrir Bjarna: „Fólk virðist vera að raðtrompa hvert annað hérna“ Leik- og söngkonan Ágústa Eva Erlendsdóttir furðar sig á viðbrögðum Íslendinga sem hún telur hafa farið mikinn í umræðunni um samkomuna í Ásmundarsal sem lögregla hafði afskipti af á Þorláksmessu þar sem Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra var viðstaddur. 28. desember 2020 23:45 Enginn sé betri en Bjarni í að koma sér úr vandræðum Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórmálafræði við Háskóla Íslands, telur að hér á landi sé enginn stjórnmálamaður betri í að koma sér út úr vandræðum en Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. 28. desember 2020 15:42 Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Sjá meira
Segist ekki hafa brotið sóttvarnalög Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segist ekki hafa brotið sóttvarnalög með því að hafa mætt á sýningu í Ásmundarsal á Þorláksmessu, þar sem tugir voru samankomnir að sögn lögreglu. Hann líti ekki á sýninguna sem „samkvæmi“ og stendur við fyrri yfirlýsingar sínar um að hafa aðeins verið staddur í salnum í fimmtán mínútur. 28. desember 2020 20:56
Ágústa Eva tekur upp hanskann fyrir Bjarna: „Fólk virðist vera að raðtrompa hvert annað hérna“ Leik- og söngkonan Ágústa Eva Erlendsdóttir furðar sig á viðbrögðum Íslendinga sem hún telur hafa farið mikinn í umræðunni um samkomuna í Ásmundarsal sem lögregla hafði afskipti af á Þorláksmessu þar sem Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra var viðstaddur. 28. desember 2020 23:45
Enginn sé betri en Bjarni í að koma sér úr vandræðum Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórmálafræði við Háskóla Íslands, telur að hér á landi sé enginn stjórnmálamaður betri í að koma sér út úr vandræðum en Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. 28. desember 2020 15:42