Erlent

Stúlka lést í stóra skjálftanum í Króatíu og fjöldi fastur í húsarústum

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Borgarstjórinn segir að hálf borgin sé eyðilögð eftir stóra skjálftann sem varð um hádegisbil. 
Borgarstjórinn segir að hálf borgin sé eyðilögð eftir stóra skjálftann sem varð um hádegisbil.  Getty/Stipe Majic/Anadolu Agency

Tólf ára stúlka lést í kröftugum jarðskjálfta sem varð nærri Zagreb í Króatíu um hádegisbil. Skjálftinn mældist 6,4 að stærð. Adrej Plenkovic, forsætisráðherra, ávarpaði landsmenn í borginni Petrinju sem varð verst úti í skjálftanum.

Hann sagði að eina dauðsfallið sem væri hægt að staðfesta að svo stöddu væri stúlkunnar er að fjöldi hefði stærst og margir alvarlega. Björgunaraðgerðir eru í fullum gangi en fjölmargir eru enn fastir í húsarústum.

Leikskóli í Petrinja hrundi til grunna en tilviljun ein réði því að engin börn voru innanhúss.

Darinko Dumbovic, borgarstjóri, sagði í ávarpi að í raun hefði helmingur borgarinnar eyðilagst í skjálftanum en sjálf skjálftamiðjan var í Petrinju. Borgin er rétt suðaustan við Zagreb og er fátækasta svæðið á stórhöfuðborgarsvæðinu.

Fjöldi landa hefur boðið fram aðstoð sína og á vettvangi Evrópusambandsins er verið að skipuleggja neyðaraðstoð. Herinn, lögreglumenn, almannavarnir og aðrir viðbragðsaðilar hafa verið sendir frá höfuðborginni og til Petrinju með sérþjálfaða leitarhunda. Herþyrlur hafa þá verið sendar af stað til að sækja slasaða en stjórnvöld segja að ekki sé óhætt að vera í borginni og því þarf að rýma allavega hluta hennar sem allra fyrst.

Nágrannaþjóðin Slóvenía hefur slökkt á kjarnorkuveri sínu til að gæta varúðar en það er um 100 kílómetra frá skjálftamiðjunni. Stjórnendur Paks kjarnorkuversins í Ungverjalandi hafa viðurkennt að skjálftinn hafi fundist vel þar en að þeir ætluðu sér engu að síður ekki að slökkva á verinu.


Tengdar fréttir

Skjálfti 6,3 að stærð í Króatíu

Jarðskjálfti 6,3 að stærð varð í Króatíu, um 46 kílómetrum suðaustur af höfuðborginni Zagreb um hádegisbil í dag.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×