Fótbolti

Real óttast að Bale verði sendur til baka frá Tottenham

Anton Ingi Leifsson skrifar
Gareth Bale mundar skotfótinn.
Gareth Bale mundar skotfótinn. Tottenham Hotspur FC/Tottenham Hotspur FC

Real Madrid óttast það að vængmaðurinn Gareth Bale verði sendur til baka úr láni sínu hjá Tottenham Hotspur í ensku úrvalsdeildinni.

Bale gekk í raðir Tottenham, á nýjan leik, í september en hann er á láni hjá félaginu frá Real Madrid. Bale hefur langt því frá slegið í gegn eftir komuna til Lundúna.

Walesverjinn er á góðum samningi í Madríd. Hann fær 650 þúsund á viku og snúi Bale aftur til Madrídar þurfu þeir að borga launin hans að fullu á nýjan leik.

Zinedine Zidane, stjóri Real Madrid, fór ekkert á leikmannamarkaðinn í sumar en vonast til þess að bera víurnar í leikmann eins og Kylian Mbappe hjá PSG og Erling Braut Håland hjá Dortmund í janúar eða næsta sumar.

Því er það mikilvægt, upp á fjárhagshliðina, að Bale haldist hjá Tottenham — svo það sé hægt  að greiða leikmönnum á borð við Håland og Mbappe ofurlaun.

Bale byrjaði ekki sinn fyrsta leik fyrr en mánuði eftir komuna til Tottenham en hann meiddist svo aftur í þar síðasta leik Tottenham. Þá fór hann af velli í hálfleik í deildarbikarnum gegn Stoke City.


Spænski boltinn, La Liga, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. La Liga er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×