Ungliðahreyfingar bregðast við: UJ skorar á Framsókn og VG að slíta stjórnarsamstarfi við Sjálfstæðisflokkinn Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 27. desember 2020 20:58 Ungliðahreyfingar stjórnmálaflokkanna hafa margar hverjar brugðist við sóttvarnahliðarspori fjármála- og efnahagsráðherra. Nú síðast í dag sendu Ungir jafnaðarmenn frá sér yfirlýsingu en Ragna Sigurðardóttir er formaður Ungra jafnaðarmanna. samsett mynd Ungliðahreyfingar stjórnmálaflokkanna hafa í dag og undanfarna daga brugðist við vegna þeirrar gagnrýni sem Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur sætt eftir að hann sótti fjölmennt samkvæmi í Ásmundarsal á Þorláksmessu. Þannig hvetja Ungir jafnaðarmenn til að mynda Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra og Sigurð Inga Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra til að slíta ríkisstjórnarsamstarfi við Sjálfstæðisflokkinn „tafarlaust og leita eftir stuðningi ábyrgra stjórnarandstöðuflokka við minnihlutastjórn fram að næstu Alþingiskosningum sem verði flýtt og haldnar næsta vor.“ Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Ungum jafnaðarmönnum í dag. Píratar hafa viðrað svipaða hugmynd og kveðjast reiðubúnir að styðja minnihlutastjórn Vinstri grænna og Framsóknarflokks og að kosningum verði flýtt fram á vor. Í yfirlýsingu UJ er bent á að bæði Sigurður Ingi og Katrín hafi lýst yfir vonbrigðum sínum með það að Bjarni hafi á Þorláksmessu sótt samkomu þar sem saman voru komnir fleiri en mega samkvæmt sóttvarnareglum. Engu að síður hafi þau heitið áframhaldandi stuðningi við Bjarna. „Engar fullnægjandi skýringar hafa komið fram á því hvað forsætisráðherra meinar þegar hún segir athæfi Bjarna skaða stjórnarsamstarfið en heitir um leið áframhaldandi samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn,“ segir í yfirlýsingunni. Þá telja Ungir jafnaðarmenn ennfremur að meðvirkni sé allsráðandi í samstarfsflokkum Sjálfstæðisflokksins. „Jafnframt er skýrt að ráðherrar Sjálfstæðisflokksins hafi virt sóttvarnarreglur eigin ríkisstjórnar að vettugi og með gjörðum sínum gefa þeir í skyn að reglur sem gilda eiga um almenning telji þeir ekki gilda um sig. Samstarfsflokkar hamra á mikilvægi samstöðu þegar gjörðir ráðherra þeirra senda allt önnur skilaboð,“ segir ennfremur í yfirlýsingunni sem birt er í heild sinni á heimasíðu UJ í dag. Undir yfirlýsinguna ritar Ragna Sigurðardóttir, formaður Ungra jafnaðarmanna. pic.twitter.com/hEHTcyBrjX— SUF (@ungirframsokn) December 27, 2020 Í yfirlýsingu sem Samband ungra Framsóknarmanna birtir á samfélagsmiðlum í kvöld bregst sambandið einnig við því sem kallað hefur verið sóttvarnahliðarspor Bjarna Benediktssonar. „Kæru Sjallar, þið þurfið ekki að fylgja formanninum ykkar í einu og öllu. Stundum ganga þeir of langt og þá getur verið gott að skipta. Við tölum af reynslu,“ segir í færslu SUF. Þá tóku Ung vinstri græn undir gagnrýni á hendur Bjarna í færslu sem þau birtu á samfélagsmiðlum á aðfangadag og lýstu yfir vantrausti á hendur Bjarna. „Ótækt er að ráðherra og formaður stjórnmálaflokks sýni af sér slíkt dómgreindarleysi og telji sig ekki þurfa að fylgja þeim lögum og reglum sem gilda eiga um alla þegna samfélagsins,“ segir ennfremur í færslu UVG. Ungir Píratar hafa einnig tjáð sig vegna málsins. Þá hefur Starri Reynisson, formaður Uppreisnar, ungliðahreyfingar Viðreisnar einnig tjáð sig um málið auk þess sem félagsfólk Uppreisnar hefur hvatt sér hljóðs um málið á Twitter og á Instagram. „Í öllum löndum í kringum okkur hefði þetta endað með afsögn. Öllum. Það að ráðherra komist upp með að mæta í 40+ manna partí á tímum þar sem fjölskyldum er bannað að halda jólin saman er óboðlegt. Brotavilji Bjarna í þessu máli er augljós og einbeittur,“ skrifar Starri sem í skilaboðum til fréttastofu segir frekari yfirlýsinga að vænta frá Uppreisn. Samband ungra Sjálfstæðismanna hefur þegar þetta er skrifað ekki birt yfirlýsingu vegna málsins á sínum samfélagsmiðlum. Fréttin hefur verið uppfærð með viðbrögðum Uppreisnar, ungliðahreyfingar Viðreisnar. Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Píratar Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Ráðherra í Ásmundarsal Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Fleiri fréttir Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Sjá meira
Þannig hvetja Ungir jafnaðarmenn til að mynda Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra og Sigurð Inga Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra til að slíta ríkisstjórnarsamstarfi við Sjálfstæðisflokkinn „tafarlaust og leita eftir stuðningi ábyrgra stjórnarandstöðuflokka við minnihlutastjórn fram að næstu Alþingiskosningum sem verði flýtt og haldnar næsta vor.“ Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Ungum jafnaðarmönnum í dag. Píratar hafa viðrað svipaða hugmynd og kveðjast reiðubúnir að styðja minnihlutastjórn Vinstri grænna og Framsóknarflokks og að kosningum verði flýtt fram á vor. Í yfirlýsingu UJ er bent á að bæði Sigurður Ingi og Katrín hafi lýst yfir vonbrigðum sínum með það að Bjarni hafi á Þorláksmessu sótt samkomu þar sem saman voru komnir fleiri en mega samkvæmt sóttvarnareglum. Engu að síður hafi þau heitið áframhaldandi stuðningi við Bjarna. „Engar fullnægjandi skýringar hafa komið fram á því hvað forsætisráðherra meinar þegar hún segir athæfi Bjarna skaða stjórnarsamstarfið en heitir um leið áframhaldandi samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn,“ segir í yfirlýsingunni. Þá telja Ungir jafnaðarmenn ennfremur að meðvirkni sé allsráðandi í samstarfsflokkum Sjálfstæðisflokksins. „Jafnframt er skýrt að ráðherrar Sjálfstæðisflokksins hafi virt sóttvarnarreglur eigin ríkisstjórnar að vettugi og með gjörðum sínum gefa þeir í skyn að reglur sem gilda eiga um almenning telji þeir ekki gilda um sig. Samstarfsflokkar hamra á mikilvægi samstöðu þegar gjörðir ráðherra þeirra senda allt önnur skilaboð,“ segir ennfremur í yfirlýsingunni sem birt er í heild sinni á heimasíðu UJ í dag. Undir yfirlýsinguna ritar Ragna Sigurðardóttir, formaður Ungra jafnaðarmanna. pic.twitter.com/hEHTcyBrjX— SUF (@ungirframsokn) December 27, 2020 Í yfirlýsingu sem Samband ungra Framsóknarmanna birtir á samfélagsmiðlum í kvöld bregst sambandið einnig við því sem kallað hefur verið sóttvarnahliðarspor Bjarna Benediktssonar. „Kæru Sjallar, þið þurfið ekki að fylgja formanninum ykkar í einu og öllu. Stundum ganga þeir of langt og þá getur verið gott að skipta. Við tölum af reynslu,“ segir í færslu SUF. Þá tóku Ung vinstri græn undir gagnrýni á hendur Bjarna í færslu sem þau birtu á samfélagsmiðlum á aðfangadag og lýstu yfir vantrausti á hendur Bjarna. „Ótækt er að ráðherra og formaður stjórnmálaflokks sýni af sér slíkt dómgreindarleysi og telji sig ekki þurfa að fylgja þeim lögum og reglum sem gilda eiga um alla þegna samfélagsins,“ segir ennfremur í færslu UVG. Ungir Píratar hafa einnig tjáð sig vegna málsins. Þá hefur Starri Reynisson, formaður Uppreisnar, ungliðahreyfingar Viðreisnar einnig tjáð sig um málið auk þess sem félagsfólk Uppreisnar hefur hvatt sér hljóðs um málið á Twitter og á Instagram. „Í öllum löndum í kringum okkur hefði þetta endað með afsögn. Öllum. Það að ráðherra komist upp með að mæta í 40+ manna partí á tímum þar sem fjölskyldum er bannað að halda jólin saman er óboðlegt. Brotavilji Bjarna í þessu máli er augljós og einbeittur,“ skrifar Starri sem í skilaboðum til fréttastofu segir frekari yfirlýsinga að vænta frá Uppreisn. Samband ungra Sjálfstæðismanna hefur þegar þetta er skrifað ekki birt yfirlýsingu vegna málsins á sínum samfélagsmiðlum. Fréttin hefur verið uppfærð með viðbrögðum Uppreisnar, ungliðahreyfingar Viðreisnar.
Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Píratar Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Ráðherra í Ásmundarsal Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Fleiri fréttir Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent