„Þið eruð ekki ein“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 26. desember 2020 09:49 Elísabet Englandstrottning flutti sitt árlega jólaávarp í gær. AP/Victoria Jones Elísabet Englandsdrottning nýtti tækifærið í jólaávarpi sínu í gær til að fullvissa þau sem hafa átt erfitt, fjarri vinum sínum og fjölskyldu á þessu ári, um að þau séu ekki ein. Hún sagði að það sem marga langi í um jólin sé „einfalt faðmlag eða þétt handtak,“ en að „jafnvel dimmustu um nætur fylgi von með nýjum degi.“ Drottningin sem er orðin 94 ára sagði heimsfaraldurinn hafa þjappað fólki saman, þrátt fyrir að hafa valdið miklum erfiðleikum. Líkt og svo margir aðrir varði drottningin jólunum án fjölskyldu sinnar. Hún og eiginmaður hennar Filippus vörðu jólunum í Windsor-kastala en ekki á Sandringham sveitasetrinu með fjölskyldunni líkt og venjulega. „Merkilega, þá hefur ár, þar sem fólki var að nauðsynju haldið í sundur, á margan hátt þjappað okkur betur saman,“ sagði drottningin í ávarpi sínu. Hún sagði konungsfjölskylduna hafa fengið innblástur frá því fólki sem hefur gegnt sjálfboðastarfi í samfélaginu. „Í Bretlandi og um heim allan hefur fólk með stórkostlegum hætti risið upp og mætt áskorunum þessa árs, og ég er svo stolt og hrærð yfir þessum hljóðláta og þrautseiga anda,“ sagði drottningin. „Auðvitað fyrir marga fylgir þessum tíma árs mikil sorg. Sumir syrgja missi ástvina og aðrir sakna vina og fjölskyldumeðlima sem eru fjarri af öryggisástæðum, þegar það sem þau virkilega vilja í jólagjöf er einfalt faðmlag eða þétt tak um höndina,“ bætti drottningin við. „Ef þið eruð meðal þeirra, þá eruð þið ekki ein,“ sagði drottningin sem þakkaði jafnframt sérstaklega ungu fólki, framlínustarfsfólki og miskunsömum samverjum sem hafi sýnt öllum umhyggju og virðingu. Jól Bretland Kóngafólk Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Sjá meira
Drottningin sem er orðin 94 ára sagði heimsfaraldurinn hafa þjappað fólki saman, þrátt fyrir að hafa valdið miklum erfiðleikum. Líkt og svo margir aðrir varði drottningin jólunum án fjölskyldu sinnar. Hún og eiginmaður hennar Filippus vörðu jólunum í Windsor-kastala en ekki á Sandringham sveitasetrinu með fjölskyldunni líkt og venjulega. „Merkilega, þá hefur ár, þar sem fólki var að nauðsynju haldið í sundur, á margan hátt þjappað okkur betur saman,“ sagði drottningin í ávarpi sínu. Hún sagði konungsfjölskylduna hafa fengið innblástur frá því fólki sem hefur gegnt sjálfboðastarfi í samfélaginu. „Í Bretlandi og um heim allan hefur fólk með stórkostlegum hætti risið upp og mætt áskorunum þessa árs, og ég er svo stolt og hrærð yfir þessum hljóðláta og þrautseiga anda,“ sagði drottningin. „Auðvitað fyrir marga fylgir þessum tíma árs mikil sorg. Sumir syrgja missi ástvina og aðrir sakna vina og fjölskyldumeðlima sem eru fjarri af öryggisástæðum, þegar það sem þau virkilega vilja í jólagjöf er einfalt faðmlag eða þétt tak um höndina,“ bætti drottningin við. „Ef þið eruð meðal þeirra, þá eruð þið ekki ein,“ sagði drottningin sem þakkaði jafnframt sérstaklega ungu fólki, framlínustarfsfólki og miskunsömum samverjum sem hafi sýnt öllum umhyggju og virðingu.
Jól Bretland Kóngafólk Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Sjá meira
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent