Löðrungur framan í almenning Birgir Olgeirsson skrifar 25. desember 2020 18:24 Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. Vísir/Vilhelm „Mér finnst þetta aumt og finnst þetta í rauninni vera löðrungur framan í almenning sem er að færa daglega, í hverri viku og mánuði miklar fórnir,“ segir Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, um viðbrögð forsætisráðherra og fjármálaráðherra við sóttvarnahliðarspori þess síðarnefnda í Ásmundarsal á Þorláksmessu. „Þetta veldur mér miklum vonbrigðum ég hélt að hún væri meiri prinsippmanneskja en þetta. Hún lá undir feldi í þrjátíu og sex tíma og komst að því að salur hefði brotið sóttvarnalög. Fjármálaráðherra þyrfti ekki að fara eftir þeim reglum sem heilbrigðisráðherra úr hennar eigin flokki setur fyrir okkur,“ segir Helga Vala um viðbrögð Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra. Helga telur ljóst að Katrín meti samstarf við Bjarna meira virði en samstöðu þjóðarinnar í gegnum þennan heimsfaraldur. „Mér finnst það mjög alvarlegt. Persóna Bjarna skiptir engu þegar kemur að þessum verkefnum sem við þurfum að vera í. Traust almennings á þeim reglum sem settar eru, og stjórnmálum almennt, því er kastað til hliðar. Það skiptir hana engu máli virðist vera.“ Hún telur þetta grafa undan tiltrú almennings á sóttvarnaaðgerðum. „Ef ráðherrar í ríkisstjórn þurfa ekki að fara eftir þessum reglum og geta bara sagt sorrí, hvað eigum við þá að gera? Við megum ekki hitta fjölskylduvini, fólk er búið að missa vinnuna. Það eru mjög strangar reglur í gildi en svo gilda aðrar reglur fyrir ráðherra í ríkisstjórn Íslands.“ Píratar íhuga að leggja fram vantraustsyfirlýsingu á fjármálaráðherra. Helga Vala telur ljóst að þeir sem sitja á Alþingi hljóti að skoða það. Þá eigi einnig eftir að koma í ljós hvað Framsóknarflokknum, sem myndar ríkisstjórn Íslands ásamt Vinstri grænum og Sjálfstæðisflokknum, finnst um málið. „Hafa þeir einhver prinsipp? Eða skiptir það þau líka meira máli að ríghalda í þessa ríkisstjórn heldur en að standa með þjóðinni?“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ráðherra í Ásmundarsal Tengdar fréttir Sögulegur tölvupóstur lögreglu kom upp um ráðherra Bjarni Benediktsson efnahags- og fjármálaráðherra sætir töluverðri gagnrýni fyrir veru sína í opnu húsi í Ásmundarsal við Freyjugötu í miðborg Reykjavíkur. Bjarni hefur beðist afsökunar á að hafa ekki yfirgefið listasafnið þegar hann áttaði sig á því að fjöldinn væri umfram takmarkanir. Hann hefur ekki svarað símtölum fjölmiðla það sem af er degi. 24. desember 2020 15:17 Kunni að reynast Vinstri grænum erfiðara en Sjálfstæðisflokknum Sóttvarnahliðarspor fjármálaráðherra eykur erfiðleika í samstarfi flokkanna í ríkisstjórn Íslands, sem mátti einfaldlega ekki við miklu, að mati stjórnmálafræðiprófessors. Málið kunni að reynast Vinstri grænum erfiðara en Sjálfstæðisflokknum. 25. desember 2020 13:01 Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Appelsínugular og gular viðvaranir á aðfangadag Veður Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Erlent Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Innlent Fleiri fréttir Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Sjá meira
„Þetta veldur mér miklum vonbrigðum ég hélt að hún væri meiri prinsippmanneskja en þetta. Hún lá undir feldi í þrjátíu og sex tíma og komst að því að salur hefði brotið sóttvarnalög. Fjármálaráðherra þyrfti ekki að fara eftir þeim reglum sem heilbrigðisráðherra úr hennar eigin flokki setur fyrir okkur,“ segir Helga Vala um viðbrögð Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra. Helga telur ljóst að Katrín meti samstarf við Bjarna meira virði en samstöðu þjóðarinnar í gegnum þennan heimsfaraldur. „Mér finnst það mjög alvarlegt. Persóna Bjarna skiptir engu þegar kemur að þessum verkefnum sem við þurfum að vera í. Traust almennings á þeim reglum sem settar eru, og stjórnmálum almennt, því er kastað til hliðar. Það skiptir hana engu máli virðist vera.“ Hún telur þetta grafa undan tiltrú almennings á sóttvarnaaðgerðum. „Ef ráðherrar í ríkisstjórn þurfa ekki að fara eftir þessum reglum og geta bara sagt sorrí, hvað eigum við þá að gera? Við megum ekki hitta fjölskylduvini, fólk er búið að missa vinnuna. Það eru mjög strangar reglur í gildi en svo gilda aðrar reglur fyrir ráðherra í ríkisstjórn Íslands.“ Píratar íhuga að leggja fram vantraustsyfirlýsingu á fjármálaráðherra. Helga Vala telur ljóst að þeir sem sitja á Alþingi hljóti að skoða það. Þá eigi einnig eftir að koma í ljós hvað Framsóknarflokknum, sem myndar ríkisstjórn Íslands ásamt Vinstri grænum og Sjálfstæðisflokknum, finnst um málið. „Hafa þeir einhver prinsipp? Eða skiptir það þau líka meira máli að ríghalda í þessa ríkisstjórn heldur en að standa með þjóðinni?“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ráðherra í Ásmundarsal Tengdar fréttir Sögulegur tölvupóstur lögreglu kom upp um ráðherra Bjarni Benediktsson efnahags- og fjármálaráðherra sætir töluverðri gagnrýni fyrir veru sína í opnu húsi í Ásmundarsal við Freyjugötu í miðborg Reykjavíkur. Bjarni hefur beðist afsökunar á að hafa ekki yfirgefið listasafnið þegar hann áttaði sig á því að fjöldinn væri umfram takmarkanir. Hann hefur ekki svarað símtölum fjölmiðla það sem af er degi. 24. desember 2020 15:17 Kunni að reynast Vinstri grænum erfiðara en Sjálfstæðisflokknum Sóttvarnahliðarspor fjármálaráðherra eykur erfiðleika í samstarfi flokkanna í ríkisstjórn Íslands, sem mátti einfaldlega ekki við miklu, að mati stjórnmálafræðiprófessors. Málið kunni að reynast Vinstri grænum erfiðara en Sjálfstæðisflokknum. 25. desember 2020 13:01 Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Appelsínugular og gular viðvaranir á aðfangadag Veður Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Erlent Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Innlent Fleiri fréttir Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Sjá meira
Sögulegur tölvupóstur lögreglu kom upp um ráðherra Bjarni Benediktsson efnahags- og fjármálaráðherra sætir töluverðri gagnrýni fyrir veru sína í opnu húsi í Ásmundarsal við Freyjugötu í miðborg Reykjavíkur. Bjarni hefur beðist afsökunar á að hafa ekki yfirgefið listasafnið þegar hann áttaði sig á því að fjöldinn væri umfram takmarkanir. Hann hefur ekki svarað símtölum fjölmiðla það sem af er degi. 24. desember 2020 15:17
Kunni að reynast Vinstri grænum erfiðara en Sjálfstæðisflokknum Sóttvarnahliðarspor fjármálaráðherra eykur erfiðleika í samstarfi flokkanna í ríkisstjórn Íslands, sem mátti einfaldlega ekki við miklu, að mati stjórnmálafræðiprófessors. Málið kunni að reynast Vinstri grænum erfiðara en Sjálfstæðisflokknum. 25. desember 2020 13:01
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent