Löðrungur framan í almenning Birgir Olgeirsson skrifar 25. desember 2020 18:24 Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. Vísir/Vilhelm „Mér finnst þetta aumt og finnst þetta í rauninni vera löðrungur framan í almenning sem er að færa daglega, í hverri viku og mánuði miklar fórnir,“ segir Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, um viðbrögð forsætisráðherra og fjármálaráðherra við sóttvarnahliðarspori þess síðarnefnda í Ásmundarsal á Þorláksmessu. „Þetta veldur mér miklum vonbrigðum ég hélt að hún væri meiri prinsippmanneskja en þetta. Hún lá undir feldi í þrjátíu og sex tíma og komst að því að salur hefði brotið sóttvarnalög. Fjármálaráðherra þyrfti ekki að fara eftir þeim reglum sem heilbrigðisráðherra úr hennar eigin flokki setur fyrir okkur,“ segir Helga Vala um viðbrögð Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra. Helga telur ljóst að Katrín meti samstarf við Bjarna meira virði en samstöðu þjóðarinnar í gegnum þennan heimsfaraldur. „Mér finnst það mjög alvarlegt. Persóna Bjarna skiptir engu þegar kemur að þessum verkefnum sem við þurfum að vera í. Traust almennings á þeim reglum sem settar eru, og stjórnmálum almennt, því er kastað til hliðar. Það skiptir hana engu máli virðist vera.“ Hún telur þetta grafa undan tiltrú almennings á sóttvarnaaðgerðum. „Ef ráðherrar í ríkisstjórn þurfa ekki að fara eftir þessum reglum og geta bara sagt sorrí, hvað eigum við þá að gera? Við megum ekki hitta fjölskylduvini, fólk er búið að missa vinnuna. Það eru mjög strangar reglur í gildi en svo gilda aðrar reglur fyrir ráðherra í ríkisstjórn Íslands.“ Píratar íhuga að leggja fram vantraustsyfirlýsingu á fjármálaráðherra. Helga Vala telur ljóst að þeir sem sitja á Alþingi hljóti að skoða það. Þá eigi einnig eftir að koma í ljós hvað Framsóknarflokknum, sem myndar ríkisstjórn Íslands ásamt Vinstri grænum og Sjálfstæðisflokknum, finnst um málið. „Hafa þeir einhver prinsipp? Eða skiptir það þau líka meira máli að ríghalda í þessa ríkisstjórn heldur en að standa með þjóðinni?“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ráðherra í Ásmundarsal Tengdar fréttir Sögulegur tölvupóstur lögreglu kom upp um ráðherra Bjarni Benediktsson efnahags- og fjármálaráðherra sætir töluverðri gagnrýni fyrir veru sína í opnu húsi í Ásmundarsal við Freyjugötu í miðborg Reykjavíkur. Bjarni hefur beðist afsökunar á að hafa ekki yfirgefið listasafnið þegar hann áttaði sig á því að fjöldinn væri umfram takmarkanir. Hann hefur ekki svarað símtölum fjölmiðla það sem af er degi. 24. desember 2020 15:17 Kunni að reynast Vinstri grænum erfiðara en Sjálfstæðisflokknum Sóttvarnahliðarspor fjármálaráðherra eykur erfiðleika í samstarfi flokkanna í ríkisstjórn Íslands, sem mátti einfaldlega ekki við miklu, að mati stjórnmálafræðiprófessors. Málið kunni að reynast Vinstri grænum erfiðara en Sjálfstæðisflokknum. 25. desember 2020 13:01 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Bein útsending: Kynna stóru mál ríkisstjórnarinnar í vetur Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Erlent Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Innlent Bylgja Dís er látin Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Bein útsending: Kynna stóru mál ríkisstjórnarinnar í vetur Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Sjá meira
„Þetta veldur mér miklum vonbrigðum ég hélt að hún væri meiri prinsippmanneskja en þetta. Hún lá undir feldi í þrjátíu og sex tíma og komst að því að salur hefði brotið sóttvarnalög. Fjármálaráðherra þyrfti ekki að fara eftir þeim reglum sem heilbrigðisráðherra úr hennar eigin flokki setur fyrir okkur,“ segir Helga Vala um viðbrögð Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra. Helga telur ljóst að Katrín meti samstarf við Bjarna meira virði en samstöðu þjóðarinnar í gegnum þennan heimsfaraldur. „Mér finnst það mjög alvarlegt. Persóna Bjarna skiptir engu þegar kemur að þessum verkefnum sem við þurfum að vera í. Traust almennings á þeim reglum sem settar eru, og stjórnmálum almennt, því er kastað til hliðar. Það skiptir hana engu máli virðist vera.“ Hún telur þetta grafa undan tiltrú almennings á sóttvarnaaðgerðum. „Ef ráðherrar í ríkisstjórn þurfa ekki að fara eftir þessum reglum og geta bara sagt sorrí, hvað eigum við þá að gera? Við megum ekki hitta fjölskylduvini, fólk er búið að missa vinnuna. Það eru mjög strangar reglur í gildi en svo gilda aðrar reglur fyrir ráðherra í ríkisstjórn Íslands.“ Píratar íhuga að leggja fram vantraustsyfirlýsingu á fjármálaráðherra. Helga Vala telur ljóst að þeir sem sitja á Alþingi hljóti að skoða það. Þá eigi einnig eftir að koma í ljós hvað Framsóknarflokknum, sem myndar ríkisstjórn Íslands ásamt Vinstri grænum og Sjálfstæðisflokknum, finnst um málið. „Hafa þeir einhver prinsipp? Eða skiptir það þau líka meira máli að ríghalda í þessa ríkisstjórn heldur en að standa með þjóðinni?“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ráðherra í Ásmundarsal Tengdar fréttir Sögulegur tölvupóstur lögreglu kom upp um ráðherra Bjarni Benediktsson efnahags- og fjármálaráðherra sætir töluverðri gagnrýni fyrir veru sína í opnu húsi í Ásmundarsal við Freyjugötu í miðborg Reykjavíkur. Bjarni hefur beðist afsökunar á að hafa ekki yfirgefið listasafnið þegar hann áttaði sig á því að fjöldinn væri umfram takmarkanir. Hann hefur ekki svarað símtölum fjölmiðla það sem af er degi. 24. desember 2020 15:17 Kunni að reynast Vinstri grænum erfiðara en Sjálfstæðisflokknum Sóttvarnahliðarspor fjármálaráðherra eykur erfiðleika í samstarfi flokkanna í ríkisstjórn Íslands, sem mátti einfaldlega ekki við miklu, að mati stjórnmálafræðiprófessors. Málið kunni að reynast Vinstri grænum erfiðara en Sjálfstæðisflokknum. 25. desember 2020 13:01 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Bein útsending: Kynna stóru mál ríkisstjórnarinnar í vetur Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Erlent Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Innlent Bylgja Dís er látin Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Bein útsending: Kynna stóru mál ríkisstjórnarinnar í vetur Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Sjá meira
Sögulegur tölvupóstur lögreglu kom upp um ráðherra Bjarni Benediktsson efnahags- og fjármálaráðherra sætir töluverðri gagnrýni fyrir veru sína í opnu húsi í Ásmundarsal við Freyjugötu í miðborg Reykjavíkur. Bjarni hefur beðist afsökunar á að hafa ekki yfirgefið listasafnið þegar hann áttaði sig á því að fjöldinn væri umfram takmarkanir. Hann hefur ekki svarað símtölum fjölmiðla það sem af er degi. 24. desember 2020 15:17
Kunni að reynast Vinstri grænum erfiðara en Sjálfstæðisflokknum Sóttvarnahliðarspor fjármálaráðherra eykur erfiðleika í samstarfi flokkanna í ríkisstjórn Íslands, sem mátti einfaldlega ekki við miklu, að mati stjórnmálafræðiprófessors. Málið kunni að reynast Vinstri grænum erfiðara en Sjálfstæðisflokknum. 25. desember 2020 13:01