Innlent

Eig­endur Ás­mundar­salar segjast hafa misst yfir­sýn

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Ásmundarsalur.
Ásmundarsalur. Facebook

Aðstandendur Ásmundarsalar, þar sem samkvæmi sem lögregla leysti upp í gærkvöldi og Bjarni Benediktsson var á meðal gesta, biðjast afsökunar á að hafa misst yfirsýn yfir fjölda gesta viðburðarins.

„Eigendur og rekstraraðilar Ásmundarsalar vilja taka fram vegna frétta að salurinn er listasafn og verslun með leyfi til að hafa opið til klukkan 23 á Þorláksmessu. Einnig er salurinn með veitingaleyfi,“ segir í tilkynningunni. Þá er þar tekið fram að ekki hafi verið um einkasamkvæmi að ræða, heldur sölusýninguna „Gleðileg jól“ sem opin var öllum.

Þó vekur athygli að samkvæmt Instagramfærslu Ásmundarsalar var auglýstur opnunartími sýningarinnar til klukkan 22 í gærkvöldi. 

„Þegar klukkan var farin að ganga 22:30 dreif að fólk sem var að koma úr miðbænum og við gerðum mistök með að hafa ekki stjórn á fjöldanum sem kom inn. Á skömmum tíma fór gestafjöldinn úr 10 í 40.“

Flestir gestanna hafi verið kunnugir eigendum, fastakúnnar, listunnendur og vinir sem undanfarin ár hafi lagt leið sína í salinn á Þorláksmessu.

„Við misstum yfirsýn og biðjumst afsökunar á því,“ segir að lokum í tilkynningunni.


Tengdar fréttir

Sýnist að sótt­varna­reglur hafi verið brotnar

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að þær upplýsingar sem fram hafa komið um samkvæmi sem Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra var viðstaddur í gærkvöldi bendi til þess að sóttvarnareglur hafi verið brotnar.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.