Innlent

Segir sam­kvæmið geta hleypt af stað ofur­dreifara­við­burði

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Jón Magnús Jóhannesson, læknir á Landspítalanum.
Jón Magnús Jóhannesson, læknir á Landspítalanum. Bjarni Einarsson

Jón Magnús Jóhannesson, deildarlæknir á Landspítalanum, kallar eftir því að Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segi af sér eftir að hafa verið viðstaddur 40 til 50 manna samkomu í gærkvöldi.

Í Facebook-færslu segir Jón Magnús að samkoman hafi verið „fáránlegt, skammarlegt brot á sóttvarnareglum“ og að hún gæti fræðilega hleypt af stað svokölluðum „ofurdreifaraviðburði“ Covid-19 hér á landi.

„Það gæti hreinlega leitt til dauðsfalla.“

Jón Magnús segir þá að skortur á sóttvörnum í samkvæminu, þar sem fjöldatakmarkanir voru þegar brotnar, lýsa „fáránlegum dómgreindarbresti og virðingarleysi gagnvart alþjóð.“ Í dagbók lögreglu sem send var fjölmiðlum í morgun kom fram að margir gesta hafi verið grímulausir og fjarlægðartakmörk ekki virt. Þá hafi aðeins verið þrír sprittbrúsar í Ásmundarsal, þar sem samkvæmið var haldið.

Þá segir Jón Magnús að aðstandendur viðburðarins eigi að skammast sín, auk þess sem hann kallar eftir afsögn Bjarna.

„Téður ráðherra ætti að segja af sér - tafarlaust. Fyrir þátttakendur þessa teitis er þetta skömm en fyrir ráðherra í ríkisstjórn Íslands er þetta algjör forsendubrestur. Það er erfitt að lýsa því nákvæmlega hversu mikið dómgreindar- og virðingarleysi er hér á ferðinni.“


Tengdar fréttir

Sýnist að sótt­varna­reglur hafi verið brotnar

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að þær upplýsingar sem fram hafa komið um samkvæmi sem Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra var viðstaddur í gærkvöldi bendi til þess að sóttvarnareglur hafi verið brotnar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×