Fótbolti

Tuchel rekinn frá PSG - Pochettino að taka við?

Ísak Hallmundarson skrifar
Mauricio Pochettino.
Mauricio Pochettino. getty/Laurence Griffiths

Thomas Tuchel hefur verið rekinn úr stjórastól franska stórveldisins PSG eftir dapurt gengi í frönsku úrvalsdeildinni á leiktíðinni. Liðið er þó í þriðja sæti, stigi á eftir toppliði Lyon, en það þykir allt annað en ásættanlegt í höfuðborginni.

Thomas Tuchel hefur verið rekinn úr stjórastól franska stórveldisins PSG eftir dapurt gengi í frönsku úrvalsdeildinni á leiktíðinni. Liðið er þó í þriðja sæti, stigi á eftir toppliði Lyon, en það þykir allt annað en ásættanlegt í höfuðborginni.

Mauricio Pochettino hefur ekki þjálfað síðan hann var látinn fara frá Tottenham Hotspur um miðjan nóvember á síðasta ári, en hann er nú orðaður við PSG. Pochettino þjálfaði Tottenham í rúm fimm ár, kom liðinu margsinnis í Meistaradeild Evrópu og komst liðið í úrslitaleikinn árið 2019 undir hans stjórn þar sem það tapaði fyrir Liverpool.

Pochettino spilaði einmitt fyrir Parísarliðið árin 2001-2003 og þykir langlíklegastur til að taka við liðinu á næstu dögum. Aðrir sem eru orðaðir við starfið eru Max Allegri, Didier Deschamps og Rafa Benitez.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×