Kári í óformlegum viðræðum um bóluefni fyrir Ísland Vésteinn Örn Pétursson skrifar 24. desember 2020 08:44 Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, hefur meðal annars komið á fundi með forsætisráðherra og yfirmanni bóluefnamála hjá Pfizer. Vísir/Vilhelm Kári Stefánsson, forstjóri íslenskrar erfðagreiningar, hefur átt í óformlegum viðræðum við lyfjaframleiðendur á borð við Pfizer og Moderna með það fyrir augum að reyna að tryggja Íslendingum aðgang að bóluefni við kórónuveirunni. Hann hefur efasemdir um að samvinna við Evrópusambandið í þeim efnum sé vænlegasta leiðin til árangurs. Þetta kemur fram á vef Fréttablaðsins. Blaðið hefur eftir kára að viðræður hans við framleiðendur séu „á eins yfirborðskenndu stigi og hægt er“ og að ekkert sé öruggt í þessum efnum. Um sé að ræða tilraun til þess að tryggja Íslendingum bóluefni fyrr en seinna. „Hvort það tekst eða ekki er algjörlega óvíst en ég er á bólakafi í að reyna það,“ hefur blaðið eftir Kára, sem segir að ein leið gæti verið að rannsaka áhrif bóluefnis hér á landi í samstarfi við framleiðendur. Óljóst sé þó hvort framleiðendur eigi afgangsbóluefni til að sjá af í slíka rannsókn. Gagnrýnir ekki Svandísi Kári telur samstarf Íslands við Evrópusambandið um kaup á bóluefni að einhverju leyti undarlegt. Honum virðist sambandið hreyfa sig á „skringilegan máta“ í þeim efnum og það kunni að hafa veðjað á ranga hesta í bóluefnakapphlaupinu. Ísland þjáist nú fyrir það veðmál. Kári tekur hins vegar fram í viðtalinu að hann sé ekki að gagnrýna nálgun Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra á bóluefnamál. Hann telji hins vegar að hagsmunum Íslands sé ekki endilega best borgið með Evrópusambandinu þegar kemur að því að semja um kaup á bóluefni. Kári segir ómögulegt að segja til um hvort nokkuð komi út úr viðræðum hans við lyfjaframleiðendur. Hann vilji einfaldlega nýta tíma sinn og sambönd, en hann kom meðal annars á fundi Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra og yfirmanns bóluefnadeildar Pfizer síðastliðinn mánudag. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Evrópusambandið Íslensk erfðagreining Tengdar fréttir Vilja að þing verði kallað saman vegna óvissu um bóluefni Þingflokkur Miðflokksins hefur farið fram á að Alþingi verði kallað saman til að fjalla um bóluefni. Píratar taka undir ákallið og formaður Samfylkingar segir kröfuna eðlilega í ljósi misvísandi frétta og óvissu. 23. desember 2020 12:15 Allt sem þú þarft að vita um bóluefni Pfizer Lyfjastofnun Íslands hefur opnað sérstaka upplýsingasíðu um bóluefni Pfizer og BioNTech gegn kórónuveirunni. Þar má finna allar helstu upplýsingar um bóluefnið á íslensku. 22. desember 2020 22:14 Bólusett á hjúkrunarheimilum og á sjúkrastofnunum í næstu viku Fimm þúsund manns verða líklega bólusettir á spítölum og hjúkrunarheimilum víða um land á einum til tveimur dögum í næstu viku. Stjórnvöld hafa samið við þrjá framleiðendur um bóluefni sem dugar allri þjóðinni og rúmlega það. 22. desember 2020 18:59 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Fleiri fréttir „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Sjá meira
Þetta kemur fram á vef Fréttablaðsins. Blaðið hefur eftir kára að viðræður hans við framleiðendur séu „á eins yfirborðskenndu stigi og hægt er“ og að ekkert sé öruggt í þessum efnum. Um sé að ræða tilraun til þess að tryggja Íslendingum bóluefni fyrr en seinna. „Hvort það tekst eða ekki er algjörlega óvíst en ég er á bólakafi í að reyna það,“ hefur blaðið eftir Kára, sem segir að ein leið gæti verið að rannsaka áhrif bóluefnis hér á landi í samstarfi við framleiðendur. Óljóst sé þó hvort framleiðendur eigi afgangsbóluefni til að sjá af í slíka rannsókn. Gagnrýnir ekki Svandísi Kári telur samstarf Íslands við Evrópusambandið um kaup á bóluefni að einhverju leyti undarlegt. Honum virðist sambandið hreyfa sig á „skringilegan máta“ í þeim efnum og það kunni að hafa veðjað á ranga hesta í bóluefnakapphlaupinu. Ísland þjáist nú fyrir það veðmál. Kári tekur hins vegar fram í viðtalinu að hann sé ekki að gagnrýna nálgun Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra á bóluefnamál. Hann telji hins vegar að hagsmunum Íslands sé ekki endilega best borgið með Evrópusambandinu þegar kemur að því að semja um kaup á bóluefni. Kári segir ómögulegt að segja til um hvort nokkuð komi út úr viðræðum hans við lyfjaframleiðendur. Hann vilji einfaldlega nýta tíma sinn og sambönd, en hann kom meðal annars á fundi Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra og yfirmanns bóluefnadeildar Pfizer síðastliðinn mánudag.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Evrópusambandið Íslensk erfðagreining Tengdar fréttir Vilja að þing verði kallað saman vegna óvissu um bóluefni Þingflokkur Miðflokksins hefur farið fram á að Alþingi verði kallað saman til að fjalla um bóluefni. Píratar taka undir ákallið og formaður Samfylkingar segir kröfuna eðlilega í ljósi misvísandi frétta og óvissu. 23. desember 2020 12:15 Allt sem þú þarft að vita um bóluefni Pfizer Lyfjastofnun Íslands hefur opnað sérstaka upplýsingasíðu um bóluefni Pfizer og BioNTech gegn kórónuveirunni. Þar má finna allar helstu upplýsingar um bóluefnið á íslensku. 22. desember 2020 22:14 Bólusett á hjúkrunarheimilum og á sjúkrastofnunum í næstu viku Fimm þúsund manns verða líklega bólusettir á spítölum og hjúkrunarheimilum víða um land á einum til tveimur dögum í næstu viku. Stjórnvöld hafa samið við þrjá framleiðendur um bóluefni sem dugar allri þjóðinni og rúmlega það. 22. desember 2020 18:59 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Fleiri fréttir „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Sjá meira
Vilja að þing verði kallað saman vegna óvissu um bóluefni Þingflokkur Miðflokksins hefur farið fram á að Alþingi verði kallað saman til að fjalla um bóluefni. Píratar taka undir ákallið og formaður Samfylkingar segir kröfuna eðlilega í ljósi misvísandi frétta og óvissu. 23. desember 2020 12:15
Allt sem þú þarft að vita um bóluefni Pfizer Lyfjastofnun Íslands hefur opnað sérstaka upplýsingasíðu um bóluefni Pfizer og BioNTech gegn kórónuveirunni. Þar má finna allar helstu upplýsingar um bóluefnið á íslensku. 22. desember 2020 22:14
Bólusett á hjúkrunarheimilum og á sjúkrastofnunum í næstu viku Fimm þúsund manns verða líklega bólusettir á spítölum og hjúkrunarheimilum víða um land á einum til tveimur dögum í næstu viku. Stjórnvöld hafa samið við þrjá framleiðendur um bóluefni sem dugar allri þjóðinni og rúmlega það. 22. desember 2020 18:59