Milljónir skammta af bóluefni sitja ónotaðir í Bandaríkjunum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 24. desember 2020 08:01 Bandaríkjamaðurinn Chip Seamans fær hér bóluefni Moderna í Colorado í Bandaríkjunum. AP/Kelsey Brunner Afar ólíklegt er að það takist að bólusetja þær tuttugu milljónir manna sem stefnt var að í Bandaríkjunum á fyrsta mánuði bólusetningar. Búið er að dreifa um tíu milljónum skammta af bóluefni Pfizer og BioNTech annars vegar og Moderna hins vegar til sjúkrahúsa og ríkja í Bandaríkjunum. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna lýsti því yfir að bólusetja ætti tuttugu milljónir manna í desember. Til þess að það takist þarf að bólusetja nítján milljónir manns á næstu níu dögum, eða um tvær milljónir á dag, þar sem búið er að bólusetja um eina milljón Bandaríkjamanna. Þetta þýðir að milljónir skammta sitja nú ónotaðir í sjúkrahúsum og heilbrigðisstofnun landsins. Í frétt Reuters segir að bólusetningin hafi farið hægt af stað þar sem starfsmenn væru að átta sig á ferlum og hvernig best væri að standa að bólusetningum. Í sumum tilvikum væri erfitt að finna starfsmenn sem og að finna heppilega staðsetningu þar sem hægr er að virða fjarlægðartakmarkanir. Á sama tíma eru heilbrigðisstofnanir að glíma við mikinn vöxt í fjölda Covid-19 tilfella í Bandaríkjunum, þar sem átján milljónir hafa smitast og 323 þúsund látist frá því að faraldurinn hófst. Moderna mun senda út um sex milljónir skammta í þessari viku og Pfizer um tvær milljónir, til viðbótar við þá skammta sem Bandaríkjamenn hafa þegar tekið á móti. Yfirvöld í Bandaríkjunum stefna að því að hundrað milljónir íbúa Bandaríkjanna verði bólusettir fyrir 1. mars á næsta ári. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Bólusetningar Tengdar fréttir Biden fékk bóluefnið í beinni Joe Biden, verðandi forseti Bandaríkjanna, var í dag bólusettur fyrir kórónuveirunni. Bólusetningin fór fram í beinni útsendingu í von um að það sýni Bandaríkjamönnum að bólusetningarnar gegn Covid-19 séu almennt öruggar. 21. desember 2020 21:04 Þingkona sýndi frá bólusetningu á Instagram Þingmönnum öldunga- og fulltrúadeildar Bandaríkjaþings var boðið í bólusetningu á föstudagskvöld. Bandaríska þingkonan Alexandria Ocasio-Cortez var á meðal þeirra sem þáði bólusetninguna, en bólusetning þingmanna var þáttur í því að tryggja áframhaldandi starfsemi þingsins. 20. desember 2020 07:58 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Fleiri fréttir Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna lýsti því yfir að bólusetja ætti tuttugu milljónir manna í desember. Til þess að það takist þarf að bólusetja nítján milljónir manns á næstu níu dögum, eða um tvær milljónir á dag, þar sem búið er að bólusetja um eina milljón Bandaríkjamanna. Þetta þýðir að milljónir skammta sitja nú ónotaðir í sjúkrahúsum og heilbrigðisstofnun landsins. Í frétt Reuters segir að bólusetningin hafi farið hægt af stað þar sem starfsmenn væru að átta sig á ferlum og hvernig best væri að standa að bólusetningum. Í sumum tilvikum væri erfitt að finna starfsmenn sem og að finna heppilega staðsetningu þar sem hægr er að virða fjarlægðartakmarkanir. Á sama tíma eru heilbrigðisstofnanir að glíma við mikinn vöxt í fjölda Covid-19 tilfella í Bandaríkjunum, þar sem átján milljónir hafa smitast og 323 þúsund látist frá því að faraldurinn hófst. Moderna mun senda út um sex milljónir skammta í þessari viku og Pfizer um tvær milljónir, til viðbótar við þá skammta sem Bandaríkjamenn hafa þegar tekið á móti. Yfirvöld í Bandaríkjunum stefna að því að hundrað milljónir íbúa Bandaríkjanna verði bólusettir fyrir 1. mars á næsta ári.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Bólusetningar Tengdar fréttir Biden fékk bóluefnið í beinni Joe Biden, verðandi forseti Bandaríkjanna, var í dag bólusettur fyrir kórónuveirunni. Bólusetningin fór fram í beinni útsendingu í von um að það sýni Bandaríkjamönnum að bólusetningarnar gegn Covid-19 séu almennt öruggar. 21. desember 2020 21:04 Þingkona sýndi frá bólusetningu á Instagram Þingmönnum öldunga- og fulltrúadeildar Bandaríkjaþings var boðið í bólusetningu á föstudagskvöld. Bandaríska þingkonan Alexandria Ocasio-Cortez var á meðal þeirra sem þáði bólusetninguna, en bólusetning þingmanna var þáttur í því að tryggja áframhaldandi starfsemi þingsins. 20. desember 2020 07:58 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Fleiri fréttir Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Sjá meira
Biden fékk bóluefnið í beinni Joe Biden, verðandi forseti Bandaríkjanna, var í dag bólusettur fyrir kórónuveirunni. Bólusetningin fór fram í beinni útsendingu í von um að það sýni Bandaríkjamönnum að bólusetningarnar gegn Covid-19 séu almennt öruggar. 21. desember 2020 21:04
Þingkona sýndi frá bólusetningu á Instagram Þingmönnum öldunga- og fulltrúadeildar Bandaríkjaþings var boðið í bólusetningu á föstudagskvöld. Bandaríska þingkonan Alexandria Ocasio-Cortez var á meðal þeirra sem þáði bólusetninguna, en bólusetning þingmanna var þáttur í því að tryggja áframhaldandi starfsemi þingsins. 20. desember 2020 07:58