Fótbolti

Real eða Bar­ca ekki á toppnum í fyrsta sinn síðan 2006

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Atlético eru á toppnum um jólin.
Atlético eru á toppnum um jólin. Denis Doyle/Getty Images

Atlético Madrid er á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar er jólin 2020 ganga í garð. Er það í fyrsta sinn síðan 2006 sem annar spænsku risanna er ekki á toppi deildarinnar á þessum tíma árs.

Þó svo að Barcelona eða Real Madrid hafi ekki unnið spænska meistaratitilinn samfleytt frá árinu 2006 þá hefur annað þeirra alltaf verið á toppi deildarinnar er jólin ganga í garð. 

Nú er þar breyting á en þó svo að Real séu jafnir Atlético Madrid að stigum þá eru það lærisveinar Diego Simeone sem tróna á toppi La Liga jólin 2020.

Luis Suarez er eflaust manna sáttastur en Börsungar töldu sig ekki hafa not fyrir hann að loknu síðasta tímabili og samdi hann í kjölfarið við Atlético Madrid. Nú trónir hann á toppi deildarinnar á meðan Börsungar eru í fimmta sæti.


Spænski boltinn, La Liga, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. La Liga er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×