Fótbolti

Augs­burg úr leik | Darmsta­dt flaug á­fram

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Leikmenn Darmstadt fögnuðu marki í síðasta leik með að halda treyju Guðlaugs Victors uppi. Guðlaugur lék ekki heldur með liðinu í kvöld.
Leikmenn Darmstadt fögnuðu marki í síðasta leik með að halda treyju Guðlaugs Victors uppi. Guðlaugur lék ekki heldur með liðinu í kvöld. Daniel Karmann/Getty Images

Það var ólíkt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi er þau léku í 32-liða úrslitum í bikarnum í kvöld. Bæði lið léku þó án Íslendinganna í kvöld. Augsburg tapaði 0-3 á meðan Darmstadt vann 3-0.

Alfreð Finnbogason lék ekki með Augsburg er liðið tapaði 0-3 á heimavelli fyrir RB Leipzig í kvöld. Framherjinn knái er enn að glíma við meiðsli. 

Guðlaugur Victor Pálsson er enn á Íslandi vegna áfalls í fjölskyldu hans og lék því ekki með Darmstadt er liðið lagði Dynamo Dresden 3-0 á útivelli í kvöld.

Mats Hummels og Jadon Sancho skoruðu bæði mörk Borussia Dortmund í 2-0 útisigri liðsins á Eintracht Frankfurt. Þá valtaði Mönchengladbach yfir Elversberg á útivelli, lokatölur þar 5-0.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×