Rússar beita ráðamenn í ESB viðskiptaþvingunum Samúel Karl Ólason skrifar 22. desember 2020 15:30 Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sagði þegar ESB beitti rússneska embættismenn þvingunum, að Rússar myndu beita sambærilegum aðgerðum gegn ESB. EPA/Utanríkisráðuneyti Rússlands Yfirvöld í Rússlandi hafa beitt ráðamenn í Evrópusambandinu viðskiptaþvingunum. Það var gert vegna þvingana sem ESB hafði beitt rússneska embættismenn vegna eitrunar rússneska stjórnarandstæðingsins Alexei Navalní. Í yfirlýsingu frá utanríkisráðuneyti Rússlands segir að viðkomandi aðilum verði meinaður aðgangur að Rússlandi. Ekki er tekið fram um hverja er að ræða að öðru leyti en að þeir bæru ábyrgð á „and-rússneskum“ þvingunum ESB. Enn fremur segir í þessari yfirlýsingu, samkvæmt frétt Politico, að þvinganirnar gagnvart Rússlandi brjóti gegn alþjóðalögum og séu „óvinveittar“. Nauðsynlegt hafi verið að bregðast við þeim. Þvinganirnar voru tilkynntar eftir að sendiherrar Þýskalands, Frakklands og Svíþjóðar voru kallaðir á fund í Kreml. Navalní, sem hefur verið áberandi í stjórnarandstöðu í Rússlandi undanfarin ár, veiktist í flugvél yfir Síberíu þann 20. ágúst. Flugvélinni var fljótt lent og hann fluttur á sjúkrahús í Omsk. Navalní féll í dá féll í dá og grunaði aðstandendur hans strax að eitrað hefði verið fyrir honum. Nokkrum dögum síðar var Navalní fluttur á sjúkrahús í Berlín. Vísindamenn í Þýskalandi, Svíþjóð og Frakklandi, auk vísindamanna Efnavopnastofnunarinnar, hafa staðfest að eitrað var fyrir Navalní með novichok, eitri sem þróað var í Sovétríkjunum. Í kjölfarið beitti ESB sex meðlimi ríkisstjórnar Vladímírs Pútín, forseta Rússlands, viðskiptaþvingunum. Meðal þeirra sem um ræðir er Alexander Bortnikov, yfirmaður Leyniþjónustu Rússlands (FSB), og tveir aðstoðarvarnamálaráðherrar. Þar að auki hefur Sergei Kirijenko, sem er háttsettur embættismaður í ríkisstjórninni verið beittur viðskiptaþvingunum. Utanríkisráðuneyti Þýskalands, þar sem Navalní heldur nú til, segir refsiaðgerðir Rússa vera óréttlætanlegar. Málið gangi ekki í báðar áttir þar sem Rússar hafi brotið alþjóðalög varðandi notkun taugaeiturs. Samkvæmt AFP fréttaveitunni halda Þjóðverjar áfram að krefjast þess að yfirvöld í Rússlandi útskýri notkun efnavopns gegn rússneskum borgara en heimildarmaður fréttaveitunnar innan utanríkisráðuneytis Þýskalands segir Rússa ekki hafa viljað gera það. Dmitry Peskov, talsmaður Pútíns, var í morgun spurð út í myndband Navalní frá því í gær þar sem hann sagðist hafa platað starfsmann leyniþjónustu Rússlands (FSB) til að ræða við sig um eitrunina. Forsvarsmenn FSB segja símtalið vera tilbúning og Peskov sagði Navalní eiga við geðræn vandamál að stríða. Án þess að nefna Navalní á nafn, eins og Pútín gerir ávalt þegar hann er spurður út í Navalní, sagði Peskov að „sjúklingurinn“ (Navalní) væri haldinn ofsóknaræði og mikilmennskuæði. Peskov tók fram að þar væri um hans eigin skoðun að ræða. Kira Jarmísj, talskona Navalní, benti á í samtali við Reuters fréttaveituna að Pútín hefði sjálfur viðurkennt að útsendarar FSB hefðu lengi fylgt Navalní eftir. Það væri því skrítið að saka hann núna um ofsóknaræði. Rússland Evrópusambandið Þýskaland Eitrað fyrir Alexei Navalní Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fleiri fréttir Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Sjá meira
Í yfirlýsingu frá utanríkisráðuneyti Rússlands segir að viðkomandi aðilum verði meinaður aðgangur að Rússlandi. Ekki er tekið fram um hverja er að ræða að öðru leyti en að þeir bæru ábyrgð á „and-rússneskum“ þvingunum ESB. Enn fremur segir í þessari yfirlýsingu, samkvæmt frétt Politico, að þvinganirnar gagnvart Rússlandi brjóti gegn alþjóðalögum og séu „óvinveittar“. Nauðsynlegt hafi verið að bregðast við þeim. Þvinganirnar voru tilkynntar eftir að sendiherrar Þýskalands, Frakklands og Svíþjóðar voru kallaðir á fund í Kreml. Navalní, sem hefur verið áberandi í stjórnarandstöðu í Rússlandi undanfarin ár, veiktist í flugvél yfir Síberíu þann 20. ágúst. Flugvélinni var fljótt lent og hann fluttur á sjúkrahús í Omsk. Navalní féll í dá féll í dá og grunaði aðstandendur hans strax að eitrað hefði verið fyrir honum. Nokkrum dögum síðar var Navalní fluttur á sjúkrahús í Berlín. Vísindamenn í Þýskalandi, Svíþjóð og Frakklandi, auk vísindamanna Efnavopnastofnunarinnar, hafa staðfest að eitrað var fyrir Navalní með novichok, eitri sem þróað var í Sovétríkjunum. Í kjölfarið beitti ESB sex meðlimi ríkisstjórnar Vladímírs Pútín, forseta Rússlands, viðskiptaþvingunum. Meðal þeirra sem um ræðir er Alexander Bortnikov, yfirmaður Leyniþjónustu Rússlands (FSB), og tveir aðstoðarvarnamálaráðherrar. Þar að auki hefur Sergei Kirijenko, sem er háttsettur embættismaður í ríkisstjórninni verið beittur viðskiptaþvingunum. Utanríkisráðuneyti Þýskalands, þar sem Navalní heldur nú til, segir refsiaðgerðir Rússa vera óréttlætanlegar. Málið gangi ekki í báðar áttir þar sem Rússar hafi brotið alþjóðalög varðandi notkun taugaeiturs. Samkvæmt AFP fréttaveitunni halda Þjóðverjar áfram að krefjast þess að yfirvöld í Rússlandi útskýri notkun efnavopns gegn rússneskum borgara en heimildarmaður fréttaveitunnar innan utanríkisráðuneytis Þýskalands segir Rússa ekki hafa viljað gera það. Dmitry Peskov, talsmaður Pútíns, var í morgun spurð út í myndband Navalní frá því í gær þar sem hann sagðist hafa platað starfsmann leyniþjónustu Rússlands (FSB) til að ræða við sig um eitrunina. Forsvarsmenn FSB segja símtalið vera tilbúning og Peskov sagði Navalní eiga við geðræn vandamál að stríða. Án þess að nefna Navalní á nafn, eins og Pútín gerir ávalt þegar hann er spurður út í Navalní, sagði Peskov að „sjúklingurinn“ (Navalní) væri haldinn ofsóknaræði og mikilmennskuæði. Peskov tók fram að þar væri um hans eigin skoðun að ræða. Kira Jarmísj, talskona Navalní, benti á í samtali við Reuters fréttaveituna að Pútín hefði sjálfur viðurkennt að útsendarar FSB hefðu lengi fylgt Navalní eftir. Það væri því skrítið að saka hann núna um ofsóknaræði.
Rússland Evrópusambandið Þýskaland Eitrað fyrir Alexei Navalní Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fleiri fréttir Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Sjá meira