Innlent

Bjartviðri og allt að tólf stiga frost

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Það er hæð yfir landinu. Henni fylgir bæði bjartviðri og kuldi.
Það er hæð yfir landinu. Henni fylgir bæði bjartviðri og kuldi. Vísir/Vilhelm

Það er hæð yfir landinu í dag með tilheyrandi hægviðri í flestum landshlutum nema á Austfjörðum þar sem verður norðvestan strekkingur. Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands.

Þá má vænta stöku smáélja norðan- og austanlands en annars verður víða léttskýjað.

„Þessum hæga vindi og bjartviðri fylgir þó nokkur kuldi og verður frost á öllu landinu, frá 1 stigi syðst niður í 12 stig í innsveitum norðaustanlands.

Í kvöld er síðan von á skilum að vestanverðu landinu með vestan kalda, ögn hækkandi hita og éljagang en á morgun er aftur útlit fyrir hægan vind, bjartviðri og nokkurn kulda á landinu,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings.

Veðurhorfur á landinu:

Minnkandi norðlæg átt, fremur hæg um hádegi, en 8-13 m/s austast. Bjart með köflum en lítilsháttar él norðan- og austanlands. Gengur í vestan 5-13 og él vestantil síðdegis og í kvöld, fyrst á Vestfjörðum.

Vestlæg átt, 5-10 m/s á morgun, en lengst af 8-13 suðaustantil. Bjartviðri, en stöku él með norður- og suðurströndinni. Frost 0 til 12 stig, kaldast inn til landsins norðaustanlands. Vaxandi sunnanátt vestanlands og þykknar upp annað kvöld.

Á miðvikudag (Þorláksmessa):

Vestan 3-8 m/s, skýjað með köflum, og stöku él hér og þar. Frost 0 til 10 stig, kaldast í innsveitum fyrir norðan.

Á fimmtudag (aðfangadagur jóla):

Gengur í hvassa sunnanátt með rigningu, einkum sunnan- og vestanlands. Hlýnar talsvert, hiti 1 til 7 stig síðdegis.

Á föstudag (jóladagur):

Suðvestanátt, allhvöss sunnan- og vestantil. Él, en léttir til austanlands. Hiti um og undir frostmarki.

Á laugardag (annar í jólum):

Norðlæg eða breytileg átt og víða dálítil él. Frost um allt land.

Á sunnudag:

Ákveðin norðlæg átt með snjókomu eða él fyrir norðan og austan, en þurrt að kalla syðra. Frost 0 til 5 stig.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×