Opnað á staðnám í framhaldsskóla með nýrri reglugerð Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. desember 2020 17:26 Framhaldsskólanemendur geta snúið aftur í skólann á ný eftir áramót. Vísir/Vilhelm Ný reglugerð heilbrigðisráðherra um takmörkun á skólastarfi á tímum gerir það að mörkum að mögulegt verður að bjóða upp á staðnám í öllum framhaldsskólum, einnig skólum með áfangakerfi. Á háskólastigi verður heimilt að hafa allt að 50 manns saman í rými en blöndun milli hópa er óheimil. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef stjórnarráðsins þar sem segir að reglugerðin taki gildi 1. janúar næstkomandi og gildi til 28. febrúar. Helstu breytingar eru eftirfarandi: Leikskólar: Heimilt verður að hafa 20 starfsmenn saman í rými og þeim er heimilt að fara á milli hópa. Ef ekki er unnt að tryggja 2 metra reglu innandyra ber þeim að nota grímur. Grunnskólar: Heimilt verður að hafa 20 starfsmenn saman í rými og þeim er heimilt að fara á milli hópa. Ef ekki er unnt að tryggja 2 metra reglu innandyra ber þeim að nota grímur. Í sameiginlegum rýmum, m.a. mötuneytum verður heimilt að víkja frá fjöldatakmörkun, að því gefnu að starfsfólk noti grímur. Þessar reglur gilda einnig um frístundaheimili, skipulagt íþrótta- æskulýðs- og tómstundastarf og um störf í félagsmiðstöðvum. Framhaldsskólar: Heimilt verður að hafa samtals 30 nemendur og starfsmenn saman í rými. Blöndun nemenda milli hópa er heimil. Sé ekki unnt að tryggja 2 metra reglu ber nemendum og starfsfólki að nota grímu. Sömu reglur gilda um lýðskóla, ungmennahús og framhaldsfræðslu. Háskólar: Heimilt verður að hafa samtals 50 nemendur og starfsmenn í hverju kennslu- eða lesrými. Blöndun milli nemendahópa er óheimil en starfsfólki er heimilt að fara á milli hópa. Sé ekki unnt að tryggja 2 metra reglu ber nemendum og starfsfólki að nota grímu. Tónlistarkennsla: Öll tónlistarkennsla barna á leik- og grunnskólaaldri er heimil samkvæmt sömu takmörkunum og gilda á hvoru skólastigi um sig. Um tónlistarkennslu eldri nemenda gilda sömu takmarkanir og í framhaldsskólum. Á vef stjórnarráðsins segir einnig að reglugerðin taki mið af minnisblaði sóttvarnalæknis, sem lesa má hér. Þar kemur fram að tillögur hans séu settar fram með þeim fyrirvara að ástand faraldursins verði ekki verra við upphaf nýrrar annar en nú er. Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Á háskólastigi verður heimilt að hafa allt að 50 manns saman í rými en blöndun milli hópa er óheimil. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef stjórnarráðsins þar sem segir að reglugerðin taki gildi 1. janúar næstkomandi og gildi til 28. febrúar. Helstu breytingar eru eftirfarandi: Leikskólar: Heimilt verður að hafa 20 starfsmenn saman í rými og þeim er heimilt að fara á milli hópa. Ef ekki er unnt að tryggja 2 metra reglu innandyra ber þeim að nota grímur. Grunnskólar: Heimilt verður að hafa 20 starfsmenn saman í rými og þeim er heimilt að fara á milli hópa. Ef ekki er unnt að tryggja 2 metra reglu innandyra ber þeim að nota grímur. Í sameiginlegum rýmum, m.a. mötuneytum verður heimilt að víkja frá fjöldatakmörkun, að því gefnu að starfsfólk noti grímur. Þessar reglur gilda einnig um frístundaheimili, skipulagt íþrótta- æskulýðs- og tómstundastarf og um störf í félagsmiðstöðvum. Framhaldsskólar: Heimilt verður að hafa samtals 30 nemendur og starfsmenn saman í rými. Blöndun nemenda milli hópa er heimil. Sé ekki unnt að tryggja 2 metra reglu ber nemendum og starfsfólki að nota grímu. Sömu reglur gilda um lýðskóla, ungmennahús og framhaldsfræðslu. Háskólar: Heimilt verður að hafa samtals 50 nemendur og starfsmenn í hverju kennslu- eða lesrými. Blöndun milli nemendahópa er óheimil en starfsfólki er heimilt að fara á milli hópa. Sé ekki unnt að tryggja 2 metra reglu ber nemendum og starfsfólki að nota grímu. Tónlistarkennsla: Öll tónlistarkennsla barna á leik- og grunnskólaaldri er heimil samkvæmt sömu takmörkunum og gilda á hvoru skólastigi um sig. Um tónlistarkennslu eldri nemenda gilda sömu takmarkanir og í framhaldsskólum. Á vef stjórnarráðsins segir einnig að reglugerðin taki mið af minnisblaði sóttvarnalæknis, sem lesa má hér. Þar kemur fram að tillögur hans séu settar fram með þeim fyrirvara að ástand faraldursins verði ekki verra við upphaf nýrrar annar en nú er.
Leikskólar: Heimilt verður að hafa 20 starfsmenn saman í rými og þeim er heimilt að fara á milli hópa. Ef ekki er unnt að tryggja 2 metra reglu innandyra ber þeim að nota grímur. Grunnskólar: Heimilt verður að hafa 20 starfsmenn saman í rými og þeim er heimilt að fara á milli hópa. Ef ekki er unnt að tryggja 2 metra reglu innandyra ber þeim að nota grímur. Í sameiginlegum rýmum, m.a. mötuneytum verður heimilt að víkja frá fjöldatakmörkun, að því gefnu að starfsfólk noti grímur. Þessar reglur gilda einnig um frístundaheimili, skipulagt íþrótta- æskulýðs- og tómstundastarf og um störf í félagsmiðstöðvum. Framhaldsskólar: Heimilt verður að hafa samtals 30 nemendur og starfsmenn saman í rými. Blöndun nemenda milli hópa er heimil. Sé ekki unnt að tryggja 2 metra reglu ber nemendum og starfsfólki að nota grímu. Sömu reglur gilda um lýðskóla, ungmennahús og framhaldsfræðslu. Háskólar: Heimilt verður að hafa samtals 50 nemendur og starfsmenn í hverju kennslu- eða lesrými. Blöndun milli nemendahópa er óheimil en starfsfólki er heimilt að fara á milli hópa. Sé ekki unnt að tryggja 2 metra reglu ber nemendum og starfsfólki að nota grímu. Tónlistarkennsla: Öll tónlistarkennsla barna á leik- og grunnskólaaldri er heimil samkvæmt sömu takmörkunum og gilda á hvoru skólastigi um sig. Um tónlistarkennslu eldri nemenda gilda sömu takmarkanir og í framhaldsskólum.
Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira