Veðjaði á 7-0 og 6-2 sigra Liverpool og United en guggnaði á síðustu stundu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. desember 2020 10:32 Manchester United maðurinn Victor Lindelof fagnar sínu marki á Old Trafford í gær en þá var staðan orðin 4-0. AP/Michael Regan Getspakur knattspyrnuáhugamaður „sá“ fyrir 7-0 og 6-2 sigra hjá Liverpool og Manchester United um helgina og veðjaði á það. Hann hefði samt getað grætt miklu meiri pening en hann gerði. Það er ekki hægt að segja annað en að stórsigrar Liverpool og Manchester United í ensku úrvalsdeildinni hafi komið flestum knattspyrnuáhugamönnum á óvart. Liverpool vann sinn stærsta útisigur í sögunni þegar liðið vann 7-0 sigur á Crystal Palace í London á laugardaginn og Manchester United vann síðan 6-2 sigur á Leeds á Old Trafford í fyrsta leik liðanna í sextán ár. Liverpool to beat Crystal Palace 7-0 Man Utd to beat Leeds 6-2 The worst cash-out in historyHe won BIG but he ll be wishing he didn t cash out when Man Utd were 4-1 up #MUNLEE #MUFC https://t.co/XrtT94K71n— GiveMeSport Football (@GMS__Football) December 20, 2020 Það er hægt að veðja á næstum því allt tengdu fótboltanum og einum ákveðnum knattspyrnuáhugamanni datt það ótrúlega í hug fyrir helgina að veðja á 7-0 sigur Liverpool og 6-2 sigur Manchester United í þessari umferð. Hann sett reyndar bara tvö pund á þetta veðmál sitt eða 346 krónur. Kappinn var örugglega orðinn spenntur í gær þegar Liverpool var búið að vinna sinn leik 7-0 og United var komið í 4-1 á móti Leeds. Veðmál kappans fór á flug á netinu enda stórmerkilegt að einhverjum hafi hreinlega dottið það í huga að veðja á þessi tvö úrslit. Spennan fór aftur á móti með hann. Hinn getspaki Breti hefði unnið meira 40 þúsund pund (40.602), sjö milljónir íslenskra króna, ef hann hefði haldið út. OH. MY. GOD. pic.twitter.com/V2QFZ8Juyn— FootballFunnys (@FootballFunnnys) December 20, 2020 Viðkomandi guggnaði aftur á móti í stöðunni 4-1 fyrir Manchester United og ákvað að leyfa veðbankanum að kaupa sig út fyrir 2279 pund eða 394 þúsund krónur. Það er ekki slæmt fyrir 346 króna veðmál en lítur illa út í samanburði við það sem hann hefði fengið hefði hann haldið út. Staðan var 4-1 þar til á 66. mínútu þegar United skoraði tvö mörk á fjórum mínútum. Leeds minnkaði síðan muninn þremur mínútum siðar og 6-2 sigur staðreynd. Enski boltinn Mest lesið „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Fótbolti „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Íslenski boltinn „Dómur af himnum ofan“ Íslenski boltinn Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Sjá meira
Það er ekki hægt að segja annað en að stórsigrar Liverpool og Manchester United í ensku úrvalsdeildinni hafi komið flestum knattspyrnuáhugamönnum á óvart. Liverpool vann sinn stærsta útisigur í sögunni þegar liðið vann 7-0 sigur á Crystal Palace í London á laugardaginn og Manchester United vann síðan 6-2 sigur á Leeds á Old Trafford í fyrsta leik liðanna í sextán ár. Liverpool to beat Crystal Palace 7-0 Man Utd to beat Leeds 6-2 The worst cash-out in historyHe won BIG but he ll be wishing he didn t cash out when Man Utd were 4-1 up #MUNLEE #MUFC https://t.co/XrtT94K71n— GiveMeSport Football (@GMS__Football) December 20, 2020 Það er hægt að veðja á næstum því allt tengdu fótboltanum og einum ákveðnum knattspyrnuáhugamanni datt það ótrúlega í hug fyrir helgina að veðja á 7-0 sigur Liverpool og 6-2 sigur Manchester United í þessari umferð. Hann sett reyndar bara tvö pund á þetta veðmál sitt eða 346 krónur. Kappinn var örugglega orðinn spenntur í gær þegar Liverpool var búið að vinna sinn leik 7-0 og United var komið í 4-1 á móti Leeds. Veðmál kappans fór á flug á netinu enda stórmerkilegt að einhverjum hafi hreinlega dottið það í huga að veðja á þessi tvö úrslit. Spennan fór aftur á móti með hann. Hinn getspaki Breti hefði unnið meira 40 þúsund pund (40.602), sjö milljónir íslenskra króna, ef hann hefði haldið út. OH. MY. GOD. pic.twitter.com/V2QFZ8Juyn— FootballFunnys (@FootballFunnnys) December 20, 2020 Viðkomandi guggnaði aftur á móti í stöðunni 4-1 fyrir Manchester United og ákvað að leyfa veðbankanum að kaupa sig út fyrir 2279 pund eða 394 þúsund krónur. Það er ekki slæmt fyrir 346 króna veðmál en lítur illa út í samanburði við það sem hann hefði fengið hefði hann haldið út. Staðan var 4-1 þar til á 66. mínútu þegar United skoraði tvö mörk á fjórum mínútum. Leeds minnkaði síðan muninn þremur mínútum siðar og 6-2 sigur staðreynd.
Enski boltinn Mest lesið „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Fótbolti „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Íslenski boltinn „Dómur af himnum ofan“ Íslenski boltinn Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Sjá meira